Mánudagur 03.09.2012 - 09:28 - Lokað fyrir ummæli

Þjóðkirkjan mætt til leiks!

Þeir sem vonast eftir mikilli þáttöku í ráðgefandi kosningum um Stjórnarskrá 20. október n.k. hljóta að fagna því að Þjóðkirkjan tekur þessar kosningar alvarlega og er mætt í slaginn. Það ætti að auka þáttöku og gera kosningarnar marktækari. Í ályktun hvetur Kirkjuþing kjósendur til að greiða atkvæði með því að ákvæði um þjóðkirkju verði áfram í Stjórnarskrá en jafnframt verði staða annarra trúfélaga tryggð í stjórnarskrárákvæðinu.  Ef trúfrelsi er jafnframt ítrekað í greininni komumst við býsna nálægt hlutlausu ríkisvaldi þ.e. ríkisvaldi sem gerir ekki upp á milli trúarhópa.  Ákvæðið um Þjóðkirkju yrði þá fyrst og fremst tilvísun í menningarlegan, félagslegan og trúarlegan arf þjóðarinnar en ætti ekki að fela í sér nein forréttindi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Í réttlátu nútíma- fjölmenningar- lýðræðisríki er ekki pláss fyrir þjóðkirkju. Það hljóta allir að sjá að ekki er hægt að taka ein trúarbrögð fram yfir önnur og ríkisstyrkja þau. Slíkt er gamaldags hugsanaháttur sem á að hverfa núna þegar við reisum nýja Ísland.

  • Ef hingað flytja enn fleiri Pólverjar og gerast Íslendingar en halda í kaþólsku, á meðan lúterskir Íslendingar flytja í stórum stíl til Noregs, þar til svo er komið eftir 100 ár að meirihluti þjóðarinnar er kaþólskur, gæti þá sá meirihluti ákveðið að hér skuli kaþólsk kirkja vera Þjóðkirkja?

    Það væri í fullu samræmi við það viðhorf sem virðist mjög algengt, að meirihluti þjóðarinnar ákveði að tiltekið trúfélag sé ‘Þjóðkirkja’.

    Kaþólska kirkjan er ríkur þáttur í íslenskri menningu og sögu enda voru Íslendingar kaþólskir í 550 ár, en hafa bara verið lúterskir í 462 ár.

  • Í stjórnarskrá ættu að vera ákvæði um að banna trúarhreyfingar sem heimila fjölkvæni.

    Fjölkvæni er ein stækasta birtingarmynd kynjamisréttis sem fyrirfinnst.

    Einnig ætt að banna trúarbrögð sem fela í sér lagabálka sem fylgja skal eftir með valdi.

    Ein lög skulu gilda fyrir alla og þau skulu vera nútímaleg og taka fullt tillit til mannréttinda.

    Með þessu gætum við girt fyrir helstu neikvæðar afleiðingar trúarbragða.

    Þetta hljóta áhugamenn um mannréttindi að geta samþykkt.

  • Anna Benkovic Mikaelsdóttir

    Sæll Baldur,
    ég treysti á þina trú og sannleikselsku og sendi þér erindi í prívatpósti. Viltu vera svo vænn að lesa hann?

    Kær kveðja
    Anna

Höfundur