Föstudagur 07.09.2012 - 09:31 - Lokað fyrir ummæli

Heiðarlegir Framsóknarmenn og aðrir menn!

Ég bið þá sem tala um spillingu og Framsóknarflokkinn, samþættingu gróðabrasks og stjórnmála, að gæta þess að ekki má setja allt Framsóknarfólk undir þann hatt. Fram á áttunda og níunda áratug síðustu aldar máttu flestir forystumenn Framsóknarflokksins ekki vamm sitt vita. Þeir voru ekki stjórnmálum til að hagnast á því persónulega og höfðu fyrirlitningu á slíkum mönnum eins og flestir aðrir. Faðir minn stjórnmálamaðurinn, nú háaldraður, bað okkur börnin meira að segja að sækja ekki um lóðir hjá Reykjavíkurborg meðan hann var þar áhrifamaður.  Taldi að tilvera sín ein gæti haft óeðlileg áhrif á embættismenn.  Hann sýndi stoltur útreikninga sem sýndu  að hann hefði haft meiri ævitekjur sem kennari og skólastjóri en sem borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins.  Menn voru ekki að þessu til þess að auðgast heldur til þess að þjóna og þjóna ástríðu sinni pólitíkinni en hún getur auðvitað verið skemmtileg og ávanabindandi. Ég er ekki að segja að þetta hafi breyst, hef ekki fylgst með því, en svona var það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Anna María Sverrisdóttir

    Ojæja.
    Ekki ætla ég að tala illa um fólk af því það er í þessum eða hinum flokknum en ég veit að jafnvel framsóknarmenn margir töldu á sínum tíma líka að það væri landi og þjóð til hagsbóta að koma sínu (góða) fólki að á réttum stöðum. Eflaust var það í heitri trú á að þetta væri ekki fyrir þessa einstaklinga epa sjálfa sig, heldur þjóðina og framtíðina. Þess vegna var klíkuskapurinn (spillingin) sannarlega ekkert smáræði þá frekar en núna.
    Þetta er örugglega ekki illmennska og er það kannski ekkert frekar núna. Einfaldlega hinn endinn á fagmennskuskalanum og vitleysa og það er einmitt þetta sem hefur orðið okkur að falli.

Höfundur