Föstudagur 07.09.2012 - 09:31 - Lokað fyrir ummæli

Heiðarlegir Framsóknarmenn og aðrir menn!

Ég bið þá sem tala um spillingu og Framsóknarflokkinn, samþættingu gróðabrasks og stjórnmála, að gæta þess að ekki má setja allt Framsóknarfólk undir þann hatt. Fram á áttunda og níunda áratug síðustu aldar máttu flestir forystumenn Framsóknarflokksins ekki vamm sitt vita. Þeir voru ekki stjórnmálum til að hagnast á því persónulega og höfðu fyrirlitningu á slíkum mönnum eins og flestir aðrir. Faðir minn stjórnmálamaðurinn, nú háaldraður, bað okkur börnin meira að segja að sækja ekki um lóðir hjá Reykjavíkurborg meðan hann var þar áhrifamaður.  Taldi að tilvera sín ein gæti haft óeðlileg áhrif á embættismenn.  Hann sýndi stoltur útreikninga sem sýndu  að hann hefði haft meiri ævitekjur sem kennari og skólastjóri en sem borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins.  Menn voru ekki að þessu til þess að auðgast heldur til þess að þjóna og þjóna ástríðu sinni pólitíkinni en hún getur auðvitað verið skemmtileg og ávanabindandi. Ég er ekki að segja að þetta hafi breyst, hef ekki fylgst með því, en svona var það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Steingrimur Jónsson

    Ég hef aldrei skilið af hverju framsóknarmenn sem studdu stefnu Steingrims Hermannssonar styðja núverandi formann.

    Og þó – þetta er trúaaratriði og ekkert annað..

  • Bjarni Gunnlaugur

    Það er sem betur fer til gott fólk í öllum flokkum m.a.s. Samfylkingunni 😉

    Eðli Framsókarmanna,samvinnuhugsun m.a. í formi sjóðakerfis,skyndireddingar hverju sinni fremur en trú á prógröm,forræðishyggja hins vel meinandi bónda,vottur af ættbálkaeðli. Þetta er sprottið upp úr þjóðareðlinu og því sem þurfti til að komast af hér á klakanum. En um leið getur þetta orðið skjól manna sem hafa enga samfélagslega hugsun en smygla sér inn í lítinn flokk með fagurgala í þeim tilgangi einum að græða sem mest sjálfir. Þannig geta góðir og gegnir framsóknarmenn orðið peð í tafli siðblindra framagosa. En það á nú svo sem við um hina flokkana líka.
    Stundum eru „reddingarnar“ torskyldar þeim er standa fyrir utan og því fyrr farið að tala um spillingu. Kanski er fróðlegast að skoða muninn á framsókarforustusauð þegar hann hættir flokkstarfinu og þegar hann hóf það. Ef hann hefur orðið múltimilljóneri út úr öllu saman þá þarf nú varla að geta sér til um hvað er á ferðinni. Gott þetta hjá föður þínum að benda á hvaðan tekurnar komu aðalega.

  • Smári Ragnars

    Faðir þinn var hugsjónamaður. Hann var í raun það sem okkur vantar núna. Það finnst ekki í Framsóknarflokki nútímans sem, undir stjórn Kögunarbarnsins, er að krefjast óraunhæfra aðgerða sem leiða munu til þjóðargjaldþrots. Hvað varð um ábyrgðina? Er málið bara að græða?

  • Sigurður Þorsteinsson

    Mér finnst örlítið eins og að þú sért að setja þig á háan hest Baldur og það í tilefni af ákveðnu dómsmáli. Jú, á tímabili fannst manni sem óvenju margir ráðamenn Framsóknarflokksins tengdust einhvers konar spillingu. Hins vegar þegar skoðað er hversu margir styðja Framsóknarflokkinn þá er auðvitað fáránlegt að dæma alla eftir svörtu sauðunum.

    Á sama hátt er ekki rétt að dæma alla í Samfylkingunni,eftir því hversu erfitt margir forráðamenn flokksins eiga með að viðurkenna mistök sín, bera ábyrgð og biðjast afsökunar. Eftir hrun gátu forráðamenn ekki beðið þjóðina afsökunar á sínum þætti hrunsins, og ekki mátti láta forráðamenn flokksins koma fyrir Landsdóm. Það var aumt Baldur.

    Hér í Kópavoginum þorðu fáir bæjarfulltrúar að sækja um lóðir, enda væri Guðríður Arnardóttir ,,hin siðprúða\“ fljót að koma sér í Baugsmiðlana til þess að gagnrýna það. Nema þegar Flosi Eiríksson fékk lóð, og já og pabbi hans líka. Þá þagði Guðríður. og málið ekki verið tekið á dagskrá aftur. Jafnaðarmennskan er því orðin að:,,Allir menn skulu vera jafnir, en sumri jafnari en aðrir\“

    Auðvitað skamma vinir mínir í Samfylkingunni að ég alhæfi um siðbresti flokksmanna Samfylkingarinnar. Það er auðvitað svo, að sumir forráðamenn Samfylkingarinnar koma óorði á flokkinn, rétt eins og í Framsókn.

Höfundur