Mánudagur 03.09.2012 - 09:28 - Lokað fyrir ummæli

Þjóðkirkjan mætt til leiks!

Þeir sem vonast eftir mikilli þáttöku í ráðgefandi kosningum um Stjórnarskrá 20. október n.k. hljóta að fagna því að Þjóðkirkjan tekur þessar kosningar alvarlega og er mætt í slaginn. Það ætti að auka þáttöku og gera kosningarnar marktækari. Í ályktun hvetur Kirkjuþing kjósendur til að greiða atkvæði með því að ákvæði um þjóðkirkju verði áfram í Stjórnarskrá en jafnframt verði staða annarra trúfélaga tryggð í stjórnarskrárákvæðinu.  Ef trúfrelsi er jafnframt ítrekað í greininni komumst við býsna nálægt hlutlausu ríkisvaldi þ.e. ríkisvaldi sem gerir ekki upp á milli trúarhópa.  Ákvæðið um Þjóðkirkju yrði þá fyrst og fremst tilvísun í menningarlegan, félagslegan og trúarlegan arf þjóðarinnar en ætti ekki að fela í sér nein forréttindi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • > „komumst við býsna nálægt hlutlausu ríkisvaldi “

    Sættir þú þig við að við komumst „býsna nálægt“ í öðrum málum? Er jafnræði í þessum málaflokki eitthvað ómerkilegra en í öðrum?

  • Halla Sverrisdóttir

    Ég tek undir ummæli Einars Steingrímssonar hér að ofan og finnst það sem hann nefnir þar satt að segja alls ekkert „önnur saga“. Raunar nátengd saga og eiginlega miklu mikilvægara umfjöllunarefni en það að kirkjan vilji, svo sem við mátti búast, hvetja til þess að sérstaða hennar verði áfram tryggð með stjórnarskrárákvæði. Það hefðu verið talsvert meiri tíðindi ef kirkjan hefði tekið einhverja aðra afstöðu.

  • Baldur Kristjánsson

    Ég var ekki að tala það umfjöllunarefni niður með orðasambandinu ,,önnur saga“. Punktur Einars er alveg réttmætur en pistill minn fjallaði ekkert um hann. Og ég er alveg sammála þér með ,,tíðindin“. Þú snapar ekkert fighting hér Halla góð!

  • Halla Sverrisdóttir

    Nei, ég ætti náttúrulega að vera farin að vita það …. 🙂

Höfundur