Mánudagur 09.07.2012 - 08:43 - Lokað fyrir ummæli

Sóknarnefndarformaður herði sig upp!

Vitiði, ég þekki Sunnlendinga sem hafa það fyrir satt að ýmsir fræðimenn uppí Háskóla séu bara illa innrættir og gott ef ekki heimskir kosningasmalar fyrir flokk sem hatar Ísland.  Stefán Ólafsson er þar fremstur milli tanna.  Hann hefur eins og kunnugt er stundað rannsóknir sem sýna fram á það að fólki líður betur í samfélögum jafnaðar en í samfélögum ójafnaðar og rannsóknir hans sýna einnig að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur tekist að hlífa hinum verst settu í þjóðfélaginu betur en öðrum hópum þegar hún hefur verið að komast yfir það stjórnunarafrek hægri manna að sigla að sigla öllu hér í strand með þeim ósköpum að tap þjóðarbúsins var á við það að öll hús í landinu brynnu.

Þetta blessaða fólk les Moggann og trúir  honum.  Morgunblaðið stundar eins og kunnugt er atvinnuróg og atvinnuníð gagnvart Stefáni Ólafssyni síðast í dag í Staksteinum.  Virðir einskis fræðimannsheiður hans og heiður almennt. Skrifar um hann eins og einskisverðan skít. Þetta er fyrrum eitt vandaðasta blað landsins. Mér finnst að útgáfustjóri blaðsins Óskar Magnússon formaður Breiðabólstaðarsóknar í Fljótshlíð geti ekki sóma síns vegna látið svona skrif óátalin og finnst hann ætti að áminna ritstjóra sem skrifar þannig um virta fræðimenn því að það er fólk þarna úti sem trúir svona skrifum.  Hertu þig upp Óskar!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Stefán hefur ekki gert neinar marktækar rannsóknir sem benda til þess að fólk líði betur í samfélögum þar sem tekjujöfnuður er mikill. Hann er dálítið eins og Hannes Hólmsteinn, blindaður af pólitík og í raun trú á sínar skoðanir. Það litar allar hans rannsóknir. Þessi hugmynd um jöfnuð er eins og sósíalismi, ofsalega krúttleg og falleg en andstyggileg í framkvæmd og færir lífskjör allra í verra horf (svona eins og hugmyndin um sameign á auðlindum). Það sem menn eiga að einbeita sér að, eins og Stiglitz benti á í síðustu viku, eru jöfn tækifæri fólks. Þ.e. að fólk hafi aðgang að góðri menntun óháð efnahag og tækifæri til að gera þá hluti sem það langar til. Ísland ásamt flestum Evrópuríki uppfylla þetta. Bandaríkin gera það hins vegar ekki þar sem öfgahægrið hefur nánast gengið að „public school“ grunnskólakerfinu dauðu mjög víða.

    Ójöfnuður er ekki vandamál á Íslandi. Það er fyrst og fremst það umburðarlyndi sem öfundinni er sýnd sem er vandamál.

  • Þórður

    Það er náttúrulega afar léleg siðfræði að láta sér detta í hug að gagnrýna skrif Stefáns Ólafssonar, óháðasta fræðimanns Íslands.

  • Baldurkr

    Það er bara ekki sama hvernig það er gert Þórður!

  • Þórður

    Það kann að vera.

    En er í sjálfu sér eitthvað að því að benda á að hinn óháði fræðimaður hafi unnið fjölda álita fyrir núverandi ríkisstjórn og önnur gegnum tíðina sem virðast ávallt ríma sérstaklega vel við stefnuáherslur Samfylkingarinnar? Og er eitthvað að því að benda á að þessi óháði fræðimaður virðist vera hrópandi í eyðimörkinni sem kallar á að Jóhanna setji sem lengst á valdastóli?

Höfundur