Mánudagur 09.07.2012 - 08:43 - Lokað fyrir ummæli

Sóknarnefndarformaður herði sig upp!

Vitiði, ég þekki Sunnlendinga sem hafa það fyrir satt að ýmsir fræðimenn uppí Háskóla séu bara illa innrættir og gott ef ekki heimskir kosningasmalar fyrir flokk sem hatar Ísland.  Stefán Ólafsson er þar fremstur milli tanna.  Hann hefur eins og kunnugt er stundað rannsóknir sem sýna fram á það að fólki líður betur í samfélögum jafnaðar en í samfélögum ójafnaðar og rannsóknir hans sýna einnig að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur tekist að hlífa hinum verst settu í þjóðfélaginu betur en öðrum hópum þegar hún hefur verið að komast yfir það stjórnunarafrek hægri manna að sigla að sigla öllu hér í strand með þeim ósköpum að tap þjóðarbúsins var á við það að öll hús í landinu brynnu.

Þetta blessaða fólk les Moggann og trúir  honum.  Morgunblaðið stundar eins og kunnugt er atvinnuróg og atvinnuníð gagnvart Stefáni Ólafssyni síðast í dag í Staksteinum.  Virðir einskis fræðimannsheiður hans og heiður almennt. Skrifar um hann eins og einskisverðan skít. Þetta er fyrrum eitt vandaðasta blað landsins. Mér finnst að útgáfustjóri blaðsins Óskar Magnússon formaður Breiðabólstaðarsóknar í Fljótshlíð geti ekki sóma síns vegna látið svona skrif óátalin og finnst hann ætti að áminna ritstjóra sem skrifar þannig um virta fræðimenn því að það er fólk þarna úti sem trúir svona skrifum.  Hertu þig upp Óskar!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • baldurkr

    Þér ber að skilja á milli manns og fræðimanns. Annað: það skyldi þó bara aldrei vera að stefnuáherslur Samfylkingarinnar séu ,,réttar“. hugleiddu það!

  • Þórður

    Hverjum ber að skilja þar á milli?

    Það kann að duga fyrir þig að Stefán Ólafsson staðfesti að stefnuáherslur Samfylkingarinnar séu „réttar“ en vonandi getur þú sætt þig við að þeir sem eru ef til vill örlítið flóknari í andanunm hafi efasemdir.

  • Benedikt

    Þórður // 9.7 2012 kl. 09:59
    „þessi óháði fræðimaður virðist vera hrópandi í eyðimörkinni “

    Hvaðan kemur þessi speki? Rödd Stefáns er ekki rödd hrópandans í eyðimörkinni bara af því að þér líkar hún ekki.

    Veist þú yfirleitt nokkuð markvert um rannsóknir Stefáns Ólafssonar og orðstír hans sem fræðimanns?

  • Þessi umræða vekur upp minningar um það þegar Stefán fletti ofan af þeim skaða sem ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks var búin að valda á skattakefinu. Breytingin var á þann veg að ójöfnuðurinn hafði aukist og kerfið hlóð í raun undir þá efnameiri en álögur á hina efnaminni urðu sífellt meiri, eins og vitanlega hafði alltaf staðið til en var ekki viðurkennt af valdhöfunum.
    Stefán mætti í Kastljós og reyndi hið vonlausa, þ.e. að rökræða við fulltrúa Sjálfstæðisflokksinns, ef rétt er munað Pétur Blöndal, sem vitanlega var algjörlega rökheldur í málinu.
    Jóhanna Vilhjálmsdóttir fór síðan yfir málið í nokkrum Kastljósþáttum og sýndi fram á að greining Stefáns væri rétt, fór málefnalega yfir málið og lét ekki pólitísk tengsl hafa áhrif á vinnuna við verkið.

Höfundur