Færslur fyrir janúar, 2012

Laugardagur 21.01 2012 - 13:11

Vonbrigði

Það er tilfinningin sem bærist innra með mér i dag. Það kom fátt á óvart í gær í atkvæðagreiðslunni. Hjá fæstum þingmönnum, ef einhverjum, snérist atkvæðagreiðslan um Geir H. Haarde, heldur eitthvað allt annað. Hjá sumum snérist þetta um reiði þeirra gagnvart samherjum sínum og vonbrigði með lítið breytt vinnubrögð. Skort á réttlæti. Núverandi stjórnvöld […]

Föstudagur 13.01 2012 - 15:00

Rannsókn á einkavæðingu bankanna?

Á sínum tíma taldi ég að frekari rannsókn á fyrri einkavæðingu ríkisbankanna myndi ekki skila samfélaginu neinu.  Næg gögn lægju fyrir um að einkavæðingarferlið hefði verið ámælisvert og ástæða til að lýsa yfir vanþóknun á ferlinu.  Á grundvelli þeirra gagna varð það niðurstaða þingmannanefndarinnar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis væri áfellisdómur yfir ferlinu og vinnubrögðum þeirra […]

Þriðjudagur 10.01 2012 - 12:40

Daniel og dormandi bankareikningar = Stærra samfélag?

Pressan birti frétt um leit sýslumannsins í Keflavík að Daniel Lee Newby í tengslum við uppgjör á dánarbú móður hans.  Hann er eini erfinginn sem hefur ekki gefið sig fram í tengslum við skiptin og því eigi hann milljónir á íslenskum bankareikningi í vörslu sýslumannsins. Ég vona að Daniel finnist og hann geti fengið arfinn […]

Mánudagur 09.01 2012 - 10:37

Björt framtíð fyrir kröfuhafa?

Snýst hin Bjarta framtíð Besta og Guðmundar um að styðja við kröfuhafa bankanna og tryggja þeim aðgang að ofurhagnaði bankanna? Guðmundur Steingrímsson, talsmaður Bjartrar framtíðar (nýja framboð hans og Besta), sagði á Sprengisandi um helgina að hann hefði rætt að styðja ríkisstjórnina í að lækka eigið fé bankanna = hefja útgreiðslu arðs úr nýju bönkunum.  […]

Sunnudagur 08.01 2012 - 17:23

Vaðlaheiðargöngin galin?

Ég hef verið ein þeirra sem hafa haft efasemdir um forsendur útreikninga um að Vaðlaheiðargöngin gætu staðið undir sér. Því kom niðurstaða verkfræðingsins Pálma Kristinssonar um að framkvæmdin verði dýrari og rekstrarkostnaður ganganna meiri ekki á óvart.  Niðurstaða hans er að ríkið þurfi hugsanlega að greiða milljarða kostnað vegna ganganna. Hann komst einnig að þeirri […]

Fimmtudagur 05.01 2012 - 11:27

Evrópumet í athyglisbresti?

Notkun íslenskra barna á tauga- og geðlyfjum hefur aukist gífurlega. Þetta segja svör velferðarráðherra um þróun útgjalda ríkisins vegna tauga- og geðlyfja. Á árunum 2003-2010 hækkaði hlutfall af heildarkostnaði Sjúkratrygginga Íslands hjá börnum á aldrinum 0-9 ára úr 2,5% í 3,6% og 10-14 ára úr 7,2% í 11,9%.  Þeir lyfjaflokkar sem jukust mest á sama […]

Miðvikudagur 04.01 2012 - 15:54

Styrkir til flokka: Einn maður, ein ávísun?

Er ástæða til að breyta, – enn á ný, fjármögnun stjórnmálaflokka á Íslandi? Fyrir 2006 voru engar sérstakar skorður við fjárframlögum til stjórnmálaflokka og þeir fjármagnaðir fyrst og fremst með framlögum lögaðila og einstaklinga.  Árið 2006 voru sett lög um fjármál stjórnmálaflokka, nr. 162/2006.  Þar var samþykkt að allir stjórnmálaflokkar sem fengju a.m.k. 1 mann […]

Þriðjudagur 03.01 2012 - 13:40

Hvað með millistéttaraulana?

Eina bestu grein síðasta árs átti Karl Sigfússon undir fyrirsögninni Ég er kúgaður millistéttarauli. Í henni lýsir hann reynslu sinni af kúgun lánastofnana og stjórnvalda. Hvernig stjórnvöld hafa verðlaunað þá sem skuldsettu sig í topp á kostnað þeirra sem lögðu fram sparifé sitt við fasteignakaup og stilltu skuldsetningu í hóf. Hvernig þeim hefur verið refsað […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur