RÚV birti í gær niðurbrot á kjördæmi úr síðustu Gallup könnun. Fréttamenn RÚV virðast hafa átt í eilitlum erfiðleikum með að útskýra niðurstöður síðustu skoðanakannana, – en voru nú komnir með þetta. Það hlyti að hafa fjölgað gífurlega á landsbyggðinni síðustu vikur. Þar sem ég og flestir aðrir landsmenn höfðum ekki orðið vör við þessa […]
Oft er talað mest um ágreiningsefni á milli flokka, frekar en það sem sameinar okkur. Ég er þó sannfærð um að innan allra flokka er að finna fólk sem hefur verið virkilega umhugað um skuldamál heimilanna. Sem hefur reynt að koma með hugmyndir um leiðréttingu skulda og afnám verðtryggingar, – þótt undirtektir hafa verið litlar […]
Frú forseti, góðir Íslendingar. Það dýrmætasta sem nokkur maður getur átt er vonin. Vonin um betra líf, betra samfélag, betri heim. Það versta sem nokkur getur gert er að taka frá manninum þessa von. Þegar vonin er brostin er einnig horfin getan til að breyta, til að bæta, til að byggja upp. Þegar ég hóf […]
(Ræða flutt á Alþingi 11. mars 2013) Virðulegi forseti, Sólin skein þegar ég vaknaði í morgun. Á svona fallegum morgnum stekk ég venjulega fram úr rúminu, tilbúin að takast á við verkefni dagsins. En það gerðist ekki í morgun. Ég er mjög ósátt við þessa tillögu. Ég er mjög ósátt við að þurfa eyða tíma […]
Ég spurði forsætisráðherra í dag um uppgjör þrotabúa föllnu bankanna. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Eru einhverjar viðræður óformlegar eða formlegar á milli stjórnvalda, Seðlabankans, kröfuhafa og/eða slitastjórna um uppgjör þrotabúanna? Hafa verið fengnir sérfræðingar, færustu sérfræðingar heims, til þess að tryggja hagsmuni þjóðarinnar í þessu stærsta einstaka hagsmunamáli þjóðarinnar, eða eru það embættismenn Seðlabankans og ráðherrar […]
Er verðtrygging í raun breytilegir vextir, eða ígildi breytilegra vaxta? Þetta skiptir máli. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp um neytendalán er bent á að ef verðbætur væru ígildi breytilegra vaxta væri óheimilt að kveða á um uppgreiðslugjald á lánum sem bera breytilega vexti. Í 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu er […]
Fjármálaráðherra segist vera tilbúin að semja. Kröfuhafar mynda krónuhóp. Fréttablaðið birtir sviðsmyndir af mögulegum samningum. Og ég skal viðurkenna að kvíðahnútur er að myndast í maganum á mér. Þarna er sama fólkið og samdi svo „vel“ í Icesave og um nýju bankana að semja fyrir hönd þjóðarinnar um snjóhengjuna. Í grein Fréttablaðsins er td talað […]
Skattastefna á Íslandi er bútasaumsstefna. Þessu var haldið fram á nýlegum fundi Framsóknarfélaganna í Kópavogi. Undir þetta get ég tekið. Kerfið okkar er því miður orðið íþyngjandi, óskilvirkt og fullt af ósamræmanlegum lagaákvæðum. Það er einkennilegt að þau lög sem varða helstu tekjuöflun ríkissjóðs,virðisaukaskattslögin og tekjuskattslögin hafa ekki verið endurskoðuð á heildstæðan máta. Við rífust […]
Kona bankar upp á hjá vinkonu sinni snemma morguns. Hún er útgrátin og með rautt far í andliti. Áverkar eru víða og hluti af fallega hárinu hefur verið rifinn úr með rótum. Móðir leggur barn varlega frá sér í rúmið og gengur með kvíðahnút út úr herberginu. Maðurinn fylgir henni eftir. Hún vonar með sjálfri […]
Hvernig væri nýtt og betra húsnæðiskerfi? Þar sem fólk hefði raunverulegt val um að kaupa eða leigja. Í skýrslu verðtrygginganefndarinnar lagði ég ásamt meirihluta nefndarinnar til að nýtt óverðtryggt húsnæðislánakerfi yrði innleitt. Það myndi fela í sér að hætt yrði að bjóða ný verðtryggð lán á húsnæðislánamarkaði. Boðin yrðu húsnæðislán með endurskoðunarákvæðum á vöxtum á ákveðnum […]