Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 21.01 2013 - 09:58

Rangar bólur?

Greiningardeildir og viðskiptafréttamenn eru farnir að tala um bólur í hlutabréfum, fasteignum og ríkisskuldabréfum. Vandinn er að þessar bólur skapa ekki ný verðmæti, enga raunverulega nýsköpun og engan gjaldeyri. SA sagði að hagvöxturinn þyrfti að vera 5% 2011-2015 til að við gætum farið að bæta lífskjörin, útrýma atvinnuleysi og borga niður skuldir af alvöru. Þjóðhagsspá […]

Föstudagur 18.01 2013 - 09:15

Kjósum um þetta

Fréttablaðið birtir könnun um afstöðu Íslendinga til aðildarviðræðnanna. Tæpur helmingur landsmanna virðist vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.  Þriðjungur vill draga umsóknina til baka og fimmtán prósent vilja gera hlé á viðræðunum og ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég tel rétt að setja þessar þrjár spurningar í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða Alþingiskosningunum. Þjóðarvilji yrði þá skýr fyrir næstu […]

Þriðjudagur 08.01 2013 - 12:40

Titringur á stjórnarheimilinu

Skjálftavirkni er aftur hafin á stjórnarheimilinu.  Steingrímur J. Sigfússon talar um að endurskoða aðildarferlið.  Jón Bjarnason vill ekki bjóða sig fram lengur fyrir VG og flokkurinn frestar flokksstjórnarfundi fram yfir afgreiðslu rammans. Er ætlunin að tryggja afgreiðslu Rammaáætlunar áður en flokkurinn snýst endanlega gegn aðildarferlinu? Hvað gerir Samfylkingin þá?

Sunnudagur 06.01 2013 - 12:27

Forsetinn í Uruguay

Ein mest deilda frétt gærdagsins í NYTimes var umfjöllun um forsetann í Uruguay. Ekki skrítið. Sjaldgæft er að lesa um stjórnmálamann sem virðist vera nokk sama hvað öðrum finnst um hann, hans lífsstíl og skoðanir.  Hvað þá þjóðarleiðtoga. José Mujica leiddi ofbeldisfulla baráttu gegn þáverandi stjórnvöldum í Uruguay, sat árum saman í fangelsi með bara […]

Laugardagur 05.01 2013 - 09:08

„Orðaskipti“ í ríkisráði

Forsetinn sýndi enn á ný fram á sveigjanleika stjórnskipunar Íslands með bókun á ríkisráðsfundi um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá.  Túlkun hans leiddi til „orðaskipta“ og uppskar aðalfrétt RÚV í gærkvöldi. Í 16. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um ríkisráð. Þar segir: Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti. Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir […]

Föstudagur 04.01 2013 - 11:00

Litla og stóra Samfylking?

RÚV birti nýju fylgiskönnunina.  Helstu fréttir eru að enn bætir í hjá Bjartri framtíð og stjórnarflokkarnir tapa enn.  VG hefur ekki mælst minna í tíu ár en aðrir standa í stað. Á blogginu tóku Samfylkingarpennar vægan kipp.  Af hverju skyldi það vera? Í Alþingiskosningunum 2009 fékk Samfylkingin 29,8% atkvæða.  Í dag mælist Samfylkingin með 19,1% […]

Fimmtudagur 27.12 2012 - 15:25

Árið 2012 í bloggpistlum

Áramót á næsta leiti.  Tími til að líta yfir farinn veg í bloggpistlum með aðstoð Google Analytics.  Ekki endilega vinsælustu pistlarnir en svo sannarlega þeir umdeildustu og mest lesnu. Í fyrsta sæti situr pistilinn um Snorra í Betel.  Hann veldur enn miklum umræðum á heimilinu um trúfrelsi, fordóma, tjáningarfrelsi og hatur (nú síðast í morgun). […]

Fimmtudagur 13.12 2012 - 15:43

Viltu kaupa verðbólgutryggingu með þessu?

Í gær bárust fréttir af hugmyndum velferðarráðherra um að flækja enn frekar frumskóg íslenskra húsnæðislána. Þó margt sé enn óljóst varðandi útfærslu þessara hugmynda virðast þær ganga út á að bjóða lántakendum að kaupa sér tryggingu gegn verðbólguskotum. Þannig gætu þeir samið við bankann, eða hvern þann sem byði upp á slíka tryggingu, að greiða […]

Þriðjudagur 11.12 2012 - 21:55

Flotsokka í stað Stekkjastaurs?

„Eru ekki örugglega stelpur líka jólasveinar?“ spurði sex ára gömul dóttir mín í kvöld um leið og hún skellti sérvöldum skó út í gluggann.  „Af hverju spyrðu?“ sagði ég.   „Nú, tveir strákar í bekknum sögðu að bara strákar væru jólasveinar. Þessir tveir félagar hennar Snæfríðar minnar eru nefnilega ekki þeir einu sem vita ekki […]

Föstudagur 07.12 2012 - 14:17

Framboðskynning SV-kjördæmi

Bréf sent á fulltrúa á tvöföldu kjördæmisþingi: Kæri félagi, Ungur Framsóknarmaður skrifaði opið bréf nýlega um stjórnmálamenn og traust.  Þar rifjaði hann upp samtal við úkraínska vinkonu sína, og hvernig hún hló að trú hans um að það ætti að vera hægt að treysta orðum stjórnmálamanna. Hennar val byggðist á að velja þann sem hún […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur