Í tilefni jóla ætla ég að fjalla um kirkjubyggingar. Í kirkjubyggingum er oft að finna falda þekkingu (hidden knowledge) eða dulmál ýmiskonar. Grafarvogskirkja er þar engin undantekning og verður fjallað um hluti því tengdu hér í þessari færslu. Í samkeppni um hönnun Grafarvoskirkju árið 1990 lögðu arkitektarnir áherslu á hugmynd um klassiska þrískipa kirkju, basiliku, […]
Nú stendur yfir sýning á tillögum sem komu inn í hugmyndasamkeppni um gömlu höfnina í Reykjavík. Ég fór að skoða hana í hádeginu. Dómnefndin var þar stödd og varði dóm sinn gagnvart arkitektum og þátttakendum keppninnar. Dómararnir stóðu sig vel þó viðstaddir hafi ekki verið sammála þeim í öllu. Mér fannst einkenna flestar tillögurnar skort […]
Tilkynnt var í síðustu viku að danski arkitektinn og “Íslandsvinurinn” Bjarke Ingels hafi ásamt færeysku arkitektastofunni Fuglark unnið samkeppni um menntasetur skammt fyrir utan Þórshöfn í Færeyjum. Byggingin er í svokölluðu Marknagili og mun standa í brekku í 100 metra hæð ofan við höfuðstaðinn með útsýni til fjalla og yfir bæinn. Skólinn er ætlaður […]
Í athugasemd vegna síðustu færslu minnar kemur fram hugleiðing um hugtakið “tæknileg viðskiptahindrun”. Þar skrifar starfsmaður verktakafyrirtækis athugasemd sem má skilja sem svo, að hann telji að kröfur útbjóðanda í forvali geti flokkast undir “tæknilega viðskiptahindrun”. Það er að segja ef kröfur í forvali eru þannig, að fyrirtækjum er haldið frá verkinu af ástæðum sem […]
Nú stendur fyrir dyrum að auglýsa arkitektasamkeppni um nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut. Arkitektafélag Íslands hefur skoðanir á framkvæmdinni og hefur lagt þær fyrir verkefnisstjórn um nýjan Landspítala og eru þær til skoðunar þar. Arkitektafélagið telur að bjóða eigi sjúkrahúsið út í nokkrum áföngum, bæði hönnun og framkvæmd. Hver hluti yrði milli 5.000 og […]
Ef velja ætti 10 byggingar sem mest áhrif höfðu á byggingarlist tuttugustu aldarinnar þá yrði framlag Þýskalands á heimssýningunni í Barcelona árið 1929 ein þeirra. Nú eru rétt 80 ár síðan skálinn var reistur. Byggingin var ekki aðeins stefnumótandi heldur þótti hún og þykir enn afburða vel gerð út frá fagurfræðinni einni saman […]
Það hefur lengi verið vitað að fagurfræði byggingarlistarinnar er nátengd funktion og tilfinningum ýmiss konar, menningu, anda tímans og staðarins. Nú er maður farinn að hafa áhyggjur af því að „góðærisarkitektúrinn“ verði í tímans rás álitinn sá versti í sögu byggingarlistarinnar á Íslandi. Bæði hvað varðar skipulag, form, funktion og tæknilegar útfærslur. Fóru menn offari […]
Ungir japanskir arkitektar sem kalla sig “Suppose Design Office” hafa vakið athygli. Þeir sem hafa komið til Japan og gengið um eldri íbúðahverfi, taka eftir þvi að húsin standa oft á mjög litlum lóðum þar sem útsýni er nánast ekkert. Við þessum aðstæðum er brugðist með þvi að hámarka […]
Ég man ekki eftir því að hafa séð byggingu sem lítur betur út í raunveruleikanum en á tölvuteikningu. Arkitektarnir eru farnir að treysta á töfra tölvunnar frekar en færni þeirra með blýantinn eða rýmisgreind viðskiptavinarins og þeirra eigin. Tölvuteikningarnar sýna byggingarnar oft glóandi í kvöldhúminu þar sem húsin virðast gegnsæ og lifandi. Umhverfis húsin og […]