Nú er liðið rúmlega hálft ár síðan ég byrjaði að skrifa hér um arkitektúr, skipulag og staðarprýði. Þá var dag tekið að stytta og tími innandyra tómstundavafsturs genginn í garð. Nú er daginn aftur tekið að lengja og önnur tækifæri lífslistarinnar að banka uppá með öðrum áherslum. Ég ætla að hvíla lyklaborðið til haustsins og […]
Þegar ég gekk á Akademíunni í Kaupmannahöfn fórum við með jöfnu millibili að skoða gamla danska byggingararfleifð frá hinum ýmsu tímabilum. Til viðbótar voru reglulega fyrirlestrar um efnið innan skólans. Þetta var gert til þess að ala með nemendunum meðvitund um sögu byggingarlistarinnar í Danmörku og styrkja tilfinningu þeirra fyrir fortíðinni og arfinum. Einu sinni […]
Þegar arkitektar taka þátt í samkeppnum þá líta þeir á samkeppnisverkefnið í stóru samhengi. Langt út fyrir samkeppnismörkin. Þetta er auðvitað sjálfsagt og nauðsynlegt. Þessu vinnulagi fylgja oft ýmsar smáhugmyndir sem falla utan sjálfs samkeppnisverkefnisins og eru auðvitað ekki teknar til dóms. Myndin að ofan er einmitt af þeim toga. Þegar samkeppni var haldin um […]
Fyrir 10 dögum skrifaði ég færslu sem hét “Vatmsmýrin. Núll lausn?”. Færslan fjallaði um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Á mynd, sem fylgdi færslunni og er endurbirt hér, var teiknuð ný hugmynd um samgönguleið sem tengir saman öll sveitarfélögin sunnan Reykjavíkur, þ.e.a.s. Reykjavík, Kópavog, Álftanes og Garðabæ/Hafnarfjörð. Mig langar að gera þessa tengingu að umræðuefni nú. […]
Ástralski arkitektinn Glenn Murcutt (Fæddur á Englandi 1936) er heimsfrægur fyrir sinn einstaka arkitektúr. Hann nálgast verkefni sín með landinu og ekki á móti því. Húsin tengjast umhverfinu og staðnum á mjög náinn hátt. Hann aðhyllist það sem hann kallar “enviromental architecture”. Hann talar ekki um stíla í byggingalist heldur heldur frekar um skilning. Skilning á […]
Ég fékk þessar myndir sendar frá kollega mínum. Þarna er um að ræða tæplega 70 herbergja hótel sem reisa á við anddyri landsins, flugstöð Leifs Eiríkssonar. Framkvæmdir eru þegar hafnar.
Fyrir einum 15 árum átti ég samtal við vin minn og skólabróðir, Palle Leif Hansen arkitekt í Kaupmannahöfn. Teiknistofa hans var þá að skipuleggja og teikna lúxusíbúðir við Mitdermolen nálægt miðborginni. Hann sagðist vera að hanna fyrir markhóp sem væri vel efnum búinn og ætti að minnstakosti tvo bíla og þeir væru BMW eða […]
Nútíma stefnur byggingalistarinnar eru margar og misjafnlaga mikilvægar. Ég nefni nokkrar af handahófi: Funktionalismi Brutalismi Postmodernismi Regionalismi Metafysik Minimalismi Dekonstruktivismi New Wave Biomorf arkitektúr Nýrationalismi Internationalismi. Sjálfsagt eru stefnurnar miklu fleiri og margar þeirra skarast nokkuð og líklega er ekki auðvelt að flokka allar byggingar og finna þeim stað í ákveðinni stefnu. En það er […]
Innsæi og sjálfstæð hugsun þar sem farið er út fyrir ramman mætti vera meira áberandi í vinnulagi verkfræðinga. Verkfræðingar hafa tilhneigingu til þess að halda sig við staðla, verkferla og forrit tölvanna. Þeir horfa margir eingöngu á þröngt sérsvið sitt og átta sig stundum ekki á heildinni. Þeir líta á sig sem sérfræðinga hver á sínu […]
Reykjavíkurflugvöllur hefur verið á leið úr Vatnsmýrinnni í meira en 30 ár. Óvissan um framtíð vallarins hefur gert það að verkum að uppbygging hefur engin verið og fasteignir hafa drabbast niður. Og á hinn vænginn hefur óvissan leitt af sér margvíslegar skipulagsógöngur sem snerta allt höfuðborgarsvæðið. Umræðan, öll þessi ár, hefur ekki leitt til […]