La Defence er aðal viðskiptahverfi Parísarborgar. Hverfið stendur vestan við borgina og er á enda áss sem liggur allt frá Louvre safninu í hjarta borgarinnar um Tuileries garðana, Place de la Concorde, Champ-Elysees, Etoile og breiðgötuna Grande Armee 10 km leið sem endar í La Defence. Það er einhver stór hugsun í skipulagi Parísarborgar sem […]
Nú er verið að vinna frumhönnun að hóteli í vestanverðri Öskjuhlíð. Um er að ræða hótel sem er að mestu aðeins á tveim hæðum þó það hýsi milli 200 og 230 herbergi. Auk herbergjanna eru stoðrými á borð við fundarsali, veitingastaði og líkamsrækt í húsinu. Aðalinngangur er í fjögurra hæða hluta hússins sem nær […]
Mikil umræða er víðs vegar um heiminn um endurskipulagningu borganna. Markmiðið er að fækka bílum, bæta samgöngur, fjölga fólki, gera borgirnar hreinni, heilsusamlegri, skemmtilegri, félagslega réttlátari og ekki síst fallegri. Þetta horfir til mikilla framfara þó litið sé áratugi til baka í tíma. Danska arkitektastofan JJW Arkitekter ætlar að efna til samtals við borgarana um […]
Allar götur síðan nokkrir aðgerðarsinnar tóku sig til, fyrir um 40 árum, og máluðu niðurnýdd hús í Bakarabrekkunni að utan, hefur verið stöðug og lífleg umræða um húsavernd og staðaranda Reykjavíkur. Í framhaldinu voru Torfusamtökin stofnuð. Helstu gallarnir á umræðunni hafa verið hve þröngur hópur hefur tekið þátt í henni, dauf eyru þeirra sem á […]
. Mér hefur oft fundist að umræðan um Reykjavíkurflugvöll hafi einkennst af NIMBY sjónarmiðinu (“Not in my backyard”) Það er að segja allir vilja hafa flugvöll en bara ekki á baklóðinni hjá sér. Reykjavíkurborg, höfuðborg landsins, vill ekki hafa flugvöllinn í sínum bakgarði og er búin að úthýsa honum úr Vatnsmýrinni samkvæmt aðalskipulagi til ársins […]
Um þessar mundir eru liðin fjögur ár síðan úrslit í tveggja þrepa samkeppni um framtíð Vatnsmýrarinnar voru kynnt. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og tækifæri gefist til þess að velta þeim frjóu og vel unnu tillögum sem viðurkenningu og verðlaun hlutu fyrir sér. Þetta var metnaðarfull samkeppni frá hendi útjóðenda og þátttakendur […]
Nokkrir lesendur síðunnar hafa beðið um að opna umræðu um Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og framtíð þess. Þær hugmyndir sem fram hafa komið um framtíðarnotkun hegningarhússins eru einkum sýningarhald, veitingarekstur, og matarmarkaður. Þetta eru vafalaust ágætar hugmyndir. Hegningarhúsið eða “Tugthúsið” eins og það er stundum kallað er afar merkilegt hús. Það er einstakt, fallegt og gamalt og á sér langa […]
Í desemberhefti fréttabréfsins Gangverk sem gefið er út af verkfræðistofunni Verkís er fjallað um almenningshjólaleigur. Þar kemur fram að vinsældir slíkrar þjónustu fer hratt vaxandi víða um heim. Höfundur greinarinnar, Daði Hall, upplýsir að árið 2000 voru slík kerfi í fimm löndum með um 4000 reiðhjólum. Í dag eru hjólin um 236.000 í 33 löndum. […]
Ég fékk myndina að ofan frá einum lesenda síðunnar. Hún er tekin á fjórða áratug síðustu aldar af kennarabústöðunum við Egilsgötu í Reykjavik. Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari en húsin teiknaði Þórir Baldvinsson arkitekt (1901-1986). Þetta eru merkileg hús fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er þarna á ferðinni skandinavískur funktionalismi af hreinræktaðri gerð […]