Arna Mathiesen arkitekt skrifaði stórgóða grein í Fréttablaðið í síðustu viku. Þar fjallar hún m.a. um ábyrgð þeirra sem tóku skipulagsákvarðanir í aðdraganda Hrunsins og ryfjar upp að á Írlandi hafi spilling í borgarskipulagi og byggingarstarfssemi verið áberandi í uppgjöri Hrunsins þar í landi. En hver var sviðsmyndin hér á landi? Sveitarfélögin lögðu til lóðir […]
Uppbygging Landspítalans við Hringbraut er mikilvægasta bygginga- og skipulagsmál sem fjallað er um nú um stundir hér á landi. Miklar umræður eiga sér stað um verkefnið og sitt sýnist hverjum. Aðstandendur spítalans hafa haldið uppi upplýsandi vef sem heitir „Nýr landspítali“ . Þar má kynnast verkefninu frá bæjardyrum verkefnisstjórnar. Slóð: http//nyrlandspitali.is Aðilar sem eru ekki sannfærðir […]
Það er alltaf gaman að skoða skóleverkefni arkitektanema. Þau gefa fyrirheit um það sem koma skal og segja okkur mikið um áherslur skólanna í náminu. Stundum er sagt að það skipti engu hvað kennt er í skólunum bara að nemendurnir kunni vinnuaðferðirnar og hafi skoðun eða stefnu (“holdningu” á dönsku) og kunni að greina […]
Hér er fyrirlestur sem Steven Holl hélt í Harvard í byrjun mánaðarins. Sjálfur fyrirlesturinn tekur tæpan hálftima. Síðan eru umræður í klukkutíma. Holl sýnir þarna nokkur verka sinna frá frumskissu til fullbúinna húsa. Hann sýnir vatnslitaðar fríhendisteikningar sem eru greinandi og taka á aðalatriðunum varðandi þau verk sem hann kynnir. Á einum stað segir […]
Í dag miðvikudaginn 25. apríl verður haldið málþing á vegum Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar HÍ um sjálfbært skipulag. Í fréttatilkynningu segir: “Margir veigra sig því við löngum akstursleiðum, t.d. frá úthverfunum, og vilja frekar búa miðlægt. Til að geta dregið úr akstri og mætt óskinni um að búa miðlægt þarf að stefna að skipulagi sem eykur […]
Það er marg sannað að hönnnun hefur áhrif á atferli og hegðun fólks og oftast í meira mæli en flesta grunar. Í Skotlandi hafa yfirvöld unnið að opinberum leiðbeiningum um gatnahönnun sem eiga m.a. að breyta hegðun fólks í umferðinni á óþvingaðan og eðlilegan hátt án boða og banna. Þær eiga að stuðla að betri […]
“Auk dómnefndar og starfsmanna hennar, ritara, trúnaðarmanns og ráðgjafa er þáttaka óheimil þeim, sem rekur teiknistofu með þessum aðilum, er þeim nátengdur eða vinnur að verkefnum með þeim sem gæti haft áhrif á árangur viðkomandi í samkeppninni…… Meginreglan varðandi hæfi þáttakenda er sú að þeir beri sjálfir ábyrgð á hæfi sínu” […]
Umræðan um staðsetningu flugvallar Vatnsmýrinni í Reykjavík hefur gengið nánast allar götur síðan bretar afhentu íslenska ríkinu flugvöllinn til umráða þann 6. júlí 1946. Sumir álita að staðsetningin hafi valdið því að borgarskipulagið hafi ekki þróast eðlilega. Aðrir telja á móti að staðseting flugvallarins hafi verið mikilvæg lyftistöng fyrir Reykjavík sem höfuðborg landsins. […]
Myndina að ofan fékk ég senda frá einum lesanda síðunnar. Hún sýnir hvað heimsbyggðin þyrfti mikið landrými ef hún byggi öll í borg með svipaðan þéttleika og Reykjavík. Það er að segja 436,5 manns á hvern ferkílometra. (202,3 samkv. Wikipedia) Að neðan er svo mynd sem birt var hér á vefnum fyrir nokkru sem […]
Margir telja að það eigi rífa hús sem eru ekki í samræmi við tíðarandann, þjóna ekki lengur upphaflegu hlutverki sínu eða smella ekki inn í staðfest deiliskipulag. Stundum hafa deiliskipulagsáætlanir beinlínis lagt dauða hönd á ágæt hús. Sumir telja að rífa eigi hús sem ekki þjóna tilgangi sínum fullkomlega eða hafa það eitt sér til vansa að […]