Færslur fyrir maí, 2012

Miðvikudagur 30.05 2012 - 11:04

Danir stækka Landspítala sinn.

  Fyrr í mánuðinum voru kynntar hugmyndir um stækkun Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Rikshospitalet er langstærsta sjúkrahús Danmerkur og í raun Landsspítali þeirra þar í landi. Þetta er mega project sem hannað er af íslandsvinunum á arkitektastofunni 3XN í Danmörku. Nýbyggingin sem verður um 68.000 m2 á að hýsa legudeildir fyrir um 300 sjúklinga, aðgerðardeildir og […]

Þriðjudagur 29.05 2012 - 09:24

Golden Gate

Í gær voru liðin 75 ár frá því að Golden Gate brúin við San Francisco var opnuð. Frá árinu 1937 þegar hún var opnuð hafa meira en 2 milljarðar ökutækja farið yfir brúna sem er um tveggja kílómetra löng.  Brúin var aðeins 4 ár í smíðum. Það hafa líka hörmungar gengið yfir brúna.  Alls 1558 […]

Miðvikudagur 16.05 2012 - 04:16

Að forðast gagnrýni

Íslensk umræðuhefð er merkileg. Vonandi alveg einstök. Arna Mathiesen arkitekt skrifaði ágæta grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hún á hispurslausan og faglegan hátt velti fyrir sér ábyrgð þeirra sem að skipulagsmálum komu í aðdraganda hrunsins. Það var fjallað um grein hennar hér á þessum vef fyrir nokkru.  Viðbrögðin voru ágæt en ekki í neinu […]

Mánudagur 14.05 2012 - 00:11

Harpa eins árs

  Það er ekki framhjá því litið að tónlistarhúsið Harpa hefur verið mikil lyftistöng fyrir tónlistarlífið í Reykjavík síðan hún opnaði fyrir réttu ári. Þetta á ekki einungis við um Reykjavík heldur um landið allt. Þessu ber að fagna. Harpa smitar út frá sér í bæjarlífinu og hefur glætt miðborginni lífi. Þetta á sér ekki […]

Föstudagur 11.05 2012 - 12:19

Spöngin – Endurskoðun skipulags

   “Nýtt skipulag í Spönginni í Grafarvogi”  heitir verkefni sem nemar í Háskólans í Reykjavík  lögðu fram nú í vor.  Verkefnið er til MSc gráðu í áfanga sem heitir “Hagnýt verkefni í bæjarhönnun” undir Tækni- og verkfræðideild skólans. Þetta er spennandi verkefni og vel unnið.  Þarna er í raun verið að endurskoða tiltölulega nýlegt skiðulag sem […]

Miðvikudagur 09.05 2012 - 21:17

Fleiri gamlar myndir frá Reykjavík

Hér koma aftur nokkrar ljósmyndir úr smiðju Vigfúsar Sigurgeirssonar sem sýna hvernig Reykjavík leit út á árunum fyrir fyrri heimstyrjöld. Neðst er mynd eftir Ólaf K. Magnússon og  tvær eftir Sigfús Eymundsson. Efst er ljósmynd tekin frá Gamla Garði til norðurs og miðborgina. Bjarkirnar við Bjarkargötuna eru vart sýnilegar vegna smæðar. Hringbrautin er þarna malarvegur. Húsið næst […]

Þriðjudagur 08.05 2012 - 15:07

Barónsstígur og Laufásvegur-c.a. 1935 og nú

Hér koma fjórar áhugaverðar ljósmyndir eftir Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndara sem teknar eru á Barónsstíg og á horni Barónsstígs og Laufásvegar. Þessum ljósmyndum fylgja litmyndir sem teknar voru á svipuðum stað í gær og eru dæmi um hvað trjágróður hefur breytt götumyndinni víða í Reykjavík á undanförnum áratugum.  Efst er Mímisvegur  2 sem var byggt 1930.  Húsið […]

Sunnudagur 06.05 2012 - 19:53

Gamlar myndir úr Landakotsturni frá um 1930

Það er alltaf gaman að skoða gamlar myndir af fólki eða umhvefi sem maður þekkir. Gunnar Vigfússon ljósmyndari sem er sonur Vigfúsar Sigurgeirssonar sem einnnig var ljósmyndari hefur gefið mér leyfi til þess að birta hér nokkrar gamlar ljósmyndir eftir föður sinn.    Síðunni er sýndur sá  heiður að fá tækifæri til þess að birta þessar […]

Fimmtudagur 03.05 2012 - 08:30

Smekkur, stílbrot eða smekkleysa?

Prófessorinn minn, Jörgen Bo (hannaði m.a. Lousiana í Danmörku) sagði okkur nemendum sínum reynslusögu frá höfuðborg Brazilíu. Sagan er af veitingastað á efstu hæð í háhýsi einu eftir Oscar Niemeyer í höfuðborginni. Bo sagði frá því er hann gekk inn í nýtískulegt fordyrið og tók lyftuna upp á fimmtugustu hæð í þessu nýmóðins húsi. Þegar hann sté […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn