Færslur fyrir júní, 2012

Föstudagur 29.06 2012 - 15:46

Ingólfstorg 3. verðlaun

Það er ánægjulegt hvað skipulags- og byggingasvið Reykjavíkurborgar hefur lagt mikla áherslu á opnar samkeppnir undanfarið.  Sviðið fetar skynsama slóð sem hefur skilað borgurunum góðu umhverfi. Auðvitað eru samkeppnir mikið álag á arkitektastéttina sem hefur lagt gríðarlega vinnu í tillögur sínar um áratugaskeið.  Framkvæmd samkeppna hefur almennt gengið vel og afraksturinn verið góður. Síðdegis í dag, föstudaginn 29. […]

Sunnudagur 24.06 2012 - 21:35

LSH – Athugasemdum ekki svarað

    Þegar drög að deiliskipulagi Landspítalans voru kynnt fyrir tæpu ári var borgarbúum gefin kostur á að gera athugasemdir við hugmyndirnar. Athugasemdunum átti að skila inn fyrir mánaðarmótin sept/okt 2011 eða fyrir um 9 mánuðum. Ég sendi athugasemd sem laut að því hvort deiliskipulagið standist meningarstefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist frá árinu 2007.  Þar  er mótuð […]

Mánudagur 18.06 2012 - 07:14

Ólöglegir heitir pottar – Byggingareglugerð

  Viða í erlendum arkitektatímaritum er fjallað um heita potta sem eru hluti af landslaginu. Þeir eru oft vel staðsettir og fallegir. Færslunni fylgja myndir af þrem slíkum pottum. Vinkona mín spurði af hverju við íslenskir arkitektar getum ekki teiknað slíka ægifagra potta sem nýtast bæði til baða og til augnayndis?  Af hverju arkitektar geti […]

Mánudagur 11.06 2012 - 16:43

KOGGA sýnir keramik í Kaupmannahöfn

Einhver alflinkasti leirlistamaður landsins Kolbrún Björgólfsdóttir, KOGGA, opnar sýningu hjá Bredgade Kunsthandel í Kaupmannahöfn n.k. fimmtudag þar sem hún sýnir ein 70 verk. KOGGA er lærð frá Danmarks Designskkole  og hefur stundað list sína hér á landi um áratuga skeið.  KOGGA er apstrakt expressionisti sem notar mikið grunnform á borð við píramida, kúlur og keilur.  […]

Miðvikudagur 06.06 2012 - 22:57

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Ágætur lesandi síðunar hefur vakið athygli á ljóði eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi þar sem hann yrkir um skrifræði og skipulagshroka. Ljóðið birtist fyrst í ljóðabók Davíðs “Að norðan” sem út kom árið 1936, fyrir 76 árum. Eins og allir vita er pappírsvinna önnur og meiri nú en þá. Ég gæti ímyndað mér að vinna við […]

Mánudagur 04.06 2012 - 20:18

Gamli Hæstiréttur í niðurníðslu

  Gamla hús Hæstaréttar við Lindargötu er í slæmu ástandi. Lesandi síðunnar vakti athygli á þessu og sendi hjálagðar ljósmyndir af gömlu Hæstaréttarbyggingunni. Þetta eru ljósmyndir sem sýna ástand hússins eins og það er nú. Árið 1949 flutti Hæstiréttur inn í nýbyggingu sína við Lindargötu. Húsið var teiknað af einum ástsælasta arkitekt okkar íslendinga, Guðjóni Samúelssyni.  […]

Föstudagur 01.06 2012 - 12:16

Nýbygging Glitnis við Kirkjusand

Um þessar mundir eru liðin 6 ár frá því auglýst var arkitektasamkeppni um nýjar höfuðstöðvar Glitnis banka. Samkeppnin var í tveim þrepum og skiðluðu 42 þáttakendur inn tillögum að byggingum sem áttu að vera um 90 þúsund fermetrar þar sem um 10 %  var íbúðahúsnæði. Það er gaman að rifja þetta upp núna og staðsetja sig í góðæri […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn