Færslur fyrir janúar, 2014

Mánudagur 27.01 2014 - 23:54

Deiliskipulag Austurhöfn

  Það spunnust miklar umræður í síðustu færslu minni um deiliskipulag Austarhafnarinnar í Reykjavík sem nú er í kynningu. Færslan var reyndar um Hótel við Hörpu sem kynnt var í fjölmiðlum í síðustu viku. Það kom fram við kynninguna að umræddar teikningar eru í vinnslu og á engan hátt endanlegar og  að búast megi við […]

Fimmtudagur 23.01 2014 - 23:00

Hótel við Hörpu

  Samkvæmt Morgunblaðinu í morgun er stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt hótel við hliðina á Hörpu og íbúðarhúsnæði á nærliggjandi lóð hefjist á þessu ári og ljúki á fyrri hluta ársins 2017. Þetta er mikill hraði því deiliskipulagið hefur ekki verið samþykkt ennþá. Heildarfjárfesting verkefnisins er áætluð um 14 milljarðar, en í […]

Miðvikudagur 22.01 2014 - 14:38

Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins 1980-86

Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins  var rekin á árunum 1980-86. Þá lauk gerð Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 1985-2005 sem sveitarfélögin treystu sér ekki til að samþykkja nema „til viðmiðunar“ að því er ég best veit. Skipulagsstofan tók á ýmsum málum eins og að flytja reiknilíkan umferðar hingað til lands frá Danmörku. Stofan tók líka frárennslismál svæðisins í gegn og lagði grunn […]

Sunnudagur 19.01 2014 - 00:06

Byggingalistalegt uppeldi – Skólakerfið

  Eftirfarandi er haft eftir kínverska listamanninum Ai Wei Wei um menntakerfið í Kína. „Ég held að kerfið okkar sé holt og innantómt. Tökum mannúð, einstaklingsframtak og sköpunarkraft – á þessum gildum byggir þjóðfélag. Hvaða uppeldi fáum við, hvaða drauma dreymir okkur? Daglega á ég  samskipti við námsmenn frá Kína, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Hong Kong og […]

Fimmtudagur 16.01 2014 - 00:05

Rætt um Hörpu í Hörpu

Síðdegis í dag verður efnt til málþings um mannlíf og byggingarlist í Reykjavík í tilefni þess að Harpa hlaut Mies van der Rohe verðlaunin í byggingarlist á síðasta ári. Málþingið verður í Norðurljósasal Hörpu og hefst klukkan 15.00 og verður því lokið kl 17.00 vel fyrir handboltaleik HM Ísland – Spánn 🙂 Mies verðlaunin eru ein virtustu byggingarlistaverðlaun […]

Föstudagur 10.01 2014 - 21:16

Le Corbusier og höfundareinkennin

Eftir að arkitektar fóru að breyta vinnustöðum sínum úr arkitektastofum í arkitektafyritæki hefur hallað mikið á svokölluð höfundaeinkenni í byggingarlistinni.Byggingarlistin hefur að margra mati flast svoldið út við þessa breytingu. Áður en fyritækin urðu algeng þekktu kunnátumenn verk einstakra arkitekta þegar þeir sáu þau. Þetta er sama  og þegar talað er um tónlist, myndlist eða […]

Sunnudagur 05.01 2014 - 11:07

Arkitektúr til fólksins

 „Arkitektúr er allt of mikilvægur til þess að afhenda arkitektum einum forræði yfir honum“ stendur á skiltinu á myndinni að ofan. Þetta er eitt af mörgum skiltum sem danska arkitektafélagið lét hengja upp á götum Árósa á degi byggingalistarinnar 1. október s.l. Tilgangurinn var að ná til notenda byggingarlistarinnar, hins almenna borgara. Fyrir meira en […]

Fimmtudagur 02.01 2014 - 14:46

Jes Einar Þorsteinsson arkitekt

Jes Einar Þorsteinsson kjörinn heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands Jes Einar Þorsteinsson hefur verið ötull og áhrifamikill fulltrúi arkitektúrs á Íslandi og eftir hann liggja þekktar byggingar sem bera listfengi hans og fagmennsku gott vitni. Jes fæddist í Vestmannaeyjum árið 1934. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Ryekjavík stundaði hann nám í myndlist og arkitektúr í París […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn