Þegar ég sá frumdrögin af þessum húsum fyrir nokkrum árum fannst mér tillögurnar nánast tóm vitleysa. Ég skrifaði pistil af því tilefni sem nefndist „Varist stjörnuarkitekta“. Nú þegar búið er að byggja húsin og draga fram rök fyrir hugmyndinni, sem ég man ekki eftir að hafi verið nefnd þegar verkefnið var fyrst kynnt, […]
Ég nennti varla á fund flugvallavina á þriðjudagskvöldið vegna þess að svona fundir bera oft einkenni trúarsamkoma, fullar af tilfinningum og geðshræringu samherja í stríði sem þeir telja tapað. Annað var uppi á teningnu á þriðjudaginn. Þarna voru flutt fjögur framúrskarandi erindi, full af staðreyndum og án tilfinninga. Erindin voru öll fordómalaus, lausnamiðuð […]
„Hörgull í allsnægtum – Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“, Þetta er bókartitill á nýrri bóik sem heitir á frummálinu: Scarcity in Excess – The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland. Bókin er um hrunið og hið byggða umhverfi á Íslandi. Efni bókarinnar varðar alla íslendinga, en hún á sérstakt erindi við […]
Ég var á skemmtilegum fundi á Kjarvalsstöðum í gærkvöld þar sem spurt var.: HVER Á BORGINA? Þar fór fram umræða sem vakti upp margar spurningar sem verða áleitari þegar frá líður. Frummælendur voru þau Hjálmar Sveinsson formaður skipulagsráðs, Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá borginni og þau Skúli Magnússon hdl og Margrét Harðardóttir arkitekt […]
Aðgerðarsinnar hafa sent síðunni myndband með myndum af einum 200 tómum og niðurníddum húsum í Reykjanesbæ. Þeir kalla myndbandið „Fjólublár fullkomleiki“ eftir myndinni efst í færslunni. Ráðist í myndbandagerðina til að vekja athygli á stöðu húsnæðismála á landinu. Aðstandendur segja hana vera meinsemd í íslensku samfélagi. Fjölskyldur sem lent hafa á vanskilaskrá fá ekki leigt húsnæði, […]
Í ársbyrjun 2007 bað prins Alwalid bin Talal, sem býr í Riyadh í Saudi Arabíu, hönnuðinn Edese Doret um að innrétta Airbus 380 flugvél, sem fjúgandi höll!. A380 er stærsta farþegaflugvél í heimi. Hann bað hönnuðinn um að breyta flugvélinni sem er tveggja hæða í þriggja hæða höll sem gæti flogið. Efst eru […]
Myndin að ofan er fengin úr nýútkominni bók, „Borgir og borgarskipulag“, eftir Dr. Bjarna Reynarsson skipulagsfræðing, og sýnir fjölda og staðsetningu matvöruverslanna í Rekjavík árið 2001. Árið 1981 voru matvöruverslanir í borginni 127 en voru aðeins 85 árið 2001 eins og myndin sýnir. Verslunum fækkaði um 42 eða 33% á þessum 20 árum. […]
Út er komin bókin BORGIR OG BORGARSKIPULAG. Þetta er vel skrifuð bók eftir Dr. Bjarna Reynarsson skipulagsfræðing. Bjarni hefur hefur ekki bara djúpa þekkingu á skipulagsmálum almennt heldur býr hann yfir mikilli reynslu vegna starfa sinna að skipulagsmálum. Bók Bjarna sem gefin er út af bókaforlaginu Skruddu er uppá einar einar 300 síður.í stóru broti. […]