Mánudagur 13.10.2014 - 10:46 - 4 ummæli

Lúxus í loftinu – Fljúgandi höll

 

 

 

Í ársbyrjun 2007 bað prins Alwalid bin Talal,  sem býr í Riyadh í Saudi Arabíu, hönnuðinn Edese Doret um að innrétta Airbus 380 flugvél, sem fjúgandi höll!.  A380 er stærsta farþegaflugvél í heimi. Hann bað hönnuðinn um að breyta flugvélinni sem er tveggja hæða í þriggja hæða höll sem gæti flogið. Efst eru einkarými farþega. Næst koma stofur og almenn rými og neðst er svokallað „wellbeing room“ þar sem er heitur pottur og gólf sem er heill skjár sem sýnir landslag og þau ský sem flogið er yfir.

Í þriggja hæða höll er auðvitað lyfta, setustofur, borðstofa fyrir 14 manns auk svefnherbergja og á neðstu hæð er heitur pottur eins og fyrr segir. Potturinn er fylltur og tæmdur á nokkrum sekúntum.

Prinsinn greiddi 485 milljónir dollara fyrir herlegheitin ef marka má kjaftasögur. Hann vildi selja flugvélina fyrir nokkru og fékk boð uppá 268 milljónir en hafnaði því boði og gerði gagntilboð upp á 300 milljónir dollara.

Manni finnst þetta vera lyginni líkast, en þetta er víst dagsatt allt saman. Það eru til tugir svipaðra flugvéla um allan heim. Menn sem nota samgöngur af þessu tagi eru auðvitað umhverfissóðar sem vita sennilega ekki hvað samfélagsleg ábyrgð er. Spurning er hvort alþjóðasamfélagið eigi að taka á móti svona flugvélum. Hvort það eig að gefa þeim yfirflugsheimildir og lendingarleyfi. En það er önnur saga.

Að neðan eru nokkrar ljósyndir innan úr vélinni. Strax hér að neðan er skýringarmynd  og neðst mynd af samskonar vél í flugtaki.

Neðst kemur svo myndband úr A380 vél eftir Edese Doret sem starfar í New York og er sennilega vinsælasti einkaþotu og snekkjuhönnuður í heimi. Einkaþotan á myndbandinu er settlegri og smekklegri en einkaþota saudans bin Talal.

 

 

 

ILA_2008_Airbus_A380_body

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • Anna Th. Rögnvaldsdóttir
  • Kolbrún Jóns

   Þetta hjá Singapore airlines er eitthvað sem hægt er að sætta sig við :). En þessar einkaþotur eru glæpur gegn umhverfinu 🙁

 • Það má alveg bjóða mér í 20 tíma flug til Fiji eyja með svona flugvél 🙂

 • Jón Gunnarsson

  „Manni finnst þetta vera lyginni líkast, en þetta er víst dagsatt allt saman. Það eru til tugir svipaðra flugvéla um allan heim. Menn sem nota samgöngur af þessu tagi eru auðvitað umhverfissóðar sem vita sennilega ekki hvað samfélagsleg ábyrgð er. Spurning er hvort alþjóðasamfélagið eigi að taka á móti svona flugvélum. Hvort það eig að gefa þeim yfirflugsheimildir og lendingarleyfi.“

  Say no more

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn