Nú er fólk að stinga saman nefjum og velta fyrir sér hvaða samgöngukerfi henti fyrir samgönguás Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Nærliiggjandi er að skoða hefðbundinn strætó. En sennilega mun hann ekki standast væntingar. BRT eða Bus Rapid Transit er samgöngukerfi sem byggir á svipaðri hugmynd og hin svokölluðu léttlestarkerfi nem að BRT ekki á teinum heldur […]
Fljótlega eftir að ákveðið var að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík var samin skýrsla um staðsetningu sameinaðs sjúkrahúss. Skýrslan var gefin út í janúar 2002 og er að mestu faglega unnin og til þess fallin að taka ákvörðun um staðsetningu við Hringbraut. Síðan skýrslan var gefin úr hefur allt breyst í umhverfinu, hvort heldur varðar skipulagslegt […]
Hagsmunagæslumenn almennings, þingmennirnir Elín Hirts og Gunnlaugur Þór Þórðarsson og margir fleiri hafa gert athugasemdir við fyrirætlanir Landsbankans um að byggja nýjar höfuðstöðvar fyrir bankann. Þau hafa fært ýmis siðfræðileg og hagræn rök fyrir því að þetta sé ekki skynsamlegt. Í Fréttablaðinu í morgun svarar bankastjórinn Steinþór Pálsson fyrir hönd bankans án nokkurra skipulagslegrar […]
Birkir Ingibjartsson er einn örfárra arkitekta sem taka þátt í almennri umræðu um skipulag og arkitektúr. Það ber að þakka honum og þeim kollegum hans sem tjá sig opinberlega um þennan mikilvæga málaflokk. Birkir tjáir sig eins og flestir á málefnalegan hátt og er upplýsandi. Hann hikar ekki við að leggja sínar hugmyndir fram […]
Fyrir helgina var sagt frá niðurstöðu i samkeppni um nýtt hótel við Lækjargötu í Reykjavík. Húsið á að standa á horninu við Vonarstræti þar sem nú eru bifreiðastæði og byggingin sem Iðnaðarbankinn lét reisa yfir starfssemi sína fyrir hálfri öld. Tillagan gerir ráð fyrir að hús Iðnaðarbankans víki fyrir nýbyggingum. Sem er sennnilega óþarfi. […]
Því hefur oft verið haldið fram að það eigi aldrei að rífa nein hús, heldur endurhæfa þau og aðlaga þörfum líðandi stundar, byggja við þau og/eða breyta. Þetta á bæði við einstakar byggingar og skipulög. Sagt hefur verið að hús og borgir séu eins og lifandi vefur, eins og tré. Christopher Alexander sagði reyndar „A […]