Það er alltaf gaman að skoða einbýlishús. Einkum þegar þau eru vel gerð.
Hér fylgja nokkrar myndir af húsi eftir arkitektana Tryggva Þorsteinsson og Erlu Dögg Ingjaldsdóttur sem reka teiknistofuna Minarc í Los Angeles.
Húsið hefur vakið nokkra athygli á veraldarvefnum. Því miður finn ég hvorki grunnmyndir, sneiðingar né afstöðumynd af húsinu eða hvar hér á landi húsið stendur og því er ekki auðvelt að tjá sig um vinnu arkitektanna frekar en hér er gert. Í minum huga leikur vafi á því hvort þetta sé í raun einbýlishús. Það er það rúmt um það að vel er líklegt að þetta sé einhverskonar sumarhöll á landsbyggðinni.
Hinsvegar má kynnast verkinu og fl. betur á eftirfarandi slóðum:
http://www.archdaily.com/258160/ice-house-minarc/
Bjart og fallegt hús sem myndar skjólgóð og björt útirými.
Þau eru flott teymi hjónin og hafa unnið fjöldamörg verðlaun fyrir verkin sín.
Lítur út eins og leikmyndin úr Macbeth framanfrá að sjá.
Tilgerðarlegur glæsileiki. Þetta fellur ekki undir einbýlishús í þéttbýli.
Kassi við hliðina á kassa? Þetta er það sem er að nútíma arkitektúr
Þá finnst mér þetta skemmtilegra frá Færeyjum http://i.imgur.com/Ol3ar.jpg
Listaverk.
http://www.mbl.is/smartland/heimili/2012/11/29/sumarbustadur_ottos_lytalaeknis_i_erlendu_pressunni/
Stendur við Þingvallavatn.