Föstudagur 01.02.2013 - 00:17 - 2 ummæli

Paul Mcartney – Frístundamálari

Það vita það kannski ekki margir en Paul Mcartney er áhugasamur frístundamálari. Paul hefur haft gaman af því að teikna allar götur frá því hann var í barnaskóla. Persónulegur vinur hans, hollenski málarinn Wilhelm de Kooning (1904-1997) er sagður hafa komið honum að striganum.

Þannig var að Paul var aðdáandi málarans og heimsótti hann alltaf þegar hann kom til New York þar sem listmálarinn bjó á Long Island.

Ég hef áður skrifað um myndlistarsýningu á Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn þar sem verk Bob Dylan voru til sýnis en hann er einnig virkur frístundamálari. Ég var nokkuð ánægður með verk Dylans en verð að viðurkenna að Paul Mcartney nær betur til mín.

Það má sjá að myndverk þeirra kolleganna er í nokkrum takti við tónlistina þeirra. Mcartney melodiskur og glaðvær í sínum myndum meðan Dylan alvarlegur og jafnvel þuglyndislegur í sínum verkum.

Myndin efst í færslunni er frá árinu 1994 og heitir „Unspoken Words“

Það hefur lengi verið vitað að Lennon var afkastamikill myndlistamaður strax á unglingsaldri. Uppúr 1970 þegar Yoko og John voru í Thy á Jótlandi voru mjög fínar myndir eftir bítilinn til sölu í galleríi í Kaupmannahöfn. Þetta voru myndir sem voru svona 40x60cm á stærð, sumar nokkuð erótískar ef ég man rétt. Flestar mjög fallegar, teiknaðar  á vandaðan pappír með rauðbrúnum lit, undirritaða og fallega rammaðar inn. Þær kostuðu um 3000 dkr sem voru tæplega mánaðarlaun fyrir óbreyttann skrifstofumann á þeim árum. Það má sjá vissa samsvörun eða tengsl milli mynda og tónlistar Lennons á svipaðan hátt og hjá Mcartney og Dylan

Ekki veit ég á hvað þessar myndir seljast í dag en það er væntanlega eitthvað hærra

Slóðin að færslunni um verk Dylan er þessi:

http://blog.dv.is/arkitektur/2010/09/05/bob-dylan/

Hér er Paul og Kooning ásamt hundi á heimili Koonings á Long Island árið 1983

Myndin að ofan heitir „Father Figure“ og er frá árinu 1992

Myndin að ofan heitir „ófullgerða syfonían“ og er máluð undir áhrifum frá Konning sem var vinur bítilsins.

„Gul Linda með píanói“ frá árinu 1988. Paul Mcartney lýsir verkinu svona:

A couple of people who have looked at my book singled this one out, a couple of women who said that is the picture they would like, and I am not sure why but I like it. This is Linda relax-ing in my room at home where I have the piano,and she is sitting on the couch and she was in yellow. So I made everything yellow. The piano isn’t really yellow, but I just thought it would be nice. Her hair was yellow, her blouse was yellow, so I made them all yellow. So it became a very yellow picture. It didn’t need brown or any of their real colors. This is interesting because this little stool here, this little piece here, was Rene Magritte’s. That was in a sale of the contents of his studio, and in this little thing here are his charcoals and his drawing pens and pencils exactly as he left them, including his spectacles. Maybe it was the atmosphere they liked. It’s very peaceful. I enjoyed making it. It is a very typical pose of Linda’s: the legs — this foot is slightly strange, but I like it — this shoe.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Þorbjörn. Ekki má gleyma að hann syngur líka og gerir þetta allt af mikilli listfengi.

  • Þorbjörn

    Það ei stórkostlegt hvað miklum hæfileikum er hlaðið á suma menn. Þarna er tónskáld,ljóðskáld, hljóðfæraleikari og myndlistarmaður. Allt í sama manninum og sem er meistari á öllum sviðunum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn