Miðvikudagur 04.05.2016 - 14:24 - 4 ummæli

BIG brýtur blað í New York

copyright_laurian_ghinitoiu_big_ny_(13_of_32)

 

Ljósmyndarinn Laurian Ghinitoiu hefur nýlega tekið myndir af nýjasta verki íslandsvinarins og danans Bjarke Ingels í New York.

Þetta er fyrsta bygging hans í Bandaríkjunum.

Hér er um að ræða nýja  gerð skýjakljúfa courtscraper,  þar sem brotið er blað í gerð skýjakljúfa um alla jarðarkringluna. BIG hefur oft verið álasað um að skilja ekki staðarandann. Þetta er sammerkt með mörgum stjörnuarkitektum.

Afstöðumyndir og viðbrögð húsa við umhverfinu er almennt stórlega vanmetið og aldrei nægjanlega um það hugsað. Stundum sér maður umfjöllun um mannvirki þar sem engin grein er gerð fyrir næsta umhverf þess. Þetta hús er t.d. gott í NY en væri að líkindum slæmt í Reykjavík, svo dæmi sé tekið. Allt á sinn stað og sína stund.

Daninn, Bjarke Ingels er hér í essinu sínu. Hann skilur staðinn og anda stórborgarinnar. Í þessu íbúðahúsi í New York tekst honum vel upp. Hann tekur hefðbundið hús sem er einskonar randbyggð og togar það til þannig að úr verður nokkurskonar píramídi sem opnar sig að útsýni og sólarátt. Við þetta hámarkar hann gæði staðarins þannig að sem flestir njóti þeirra og fá bæði útsýn og dagsbirtu.

Hægt er að kynna sér þetta betur á vef New York Times eða hér gallery of under-construction photos.

Það hefur verið fjallað um verk BIG allmörgum sinnum hér á þessum vef. Pistlana má finna á leitarvélinni hér til hliðar með því að slá inn leitarorðinu BIG.

Alls er um að ræða 29 pistla.

 

copyright_laurian_ghinitoiu_big_ny_(6_of_32)

copyright_laurian_ghinitoiu_big_ny_(2_of_32)

copyright_laurian_ghinitoiu_big_ny_(17_of_32)

copyright_laurian_ghinitoiu_big_ny_(30_of_32)

 

copyright_laurian_ghinitoiu_big_ny_(22_of_32)

Svalir á skýjakljúf í NY. Það er ekki algild regla.

copyright_laurian_ghinitoiu_big_ny_(12_of_32)

Byggingin sker sig skemmtilega út í New York Skyline. Frávikin eru byggð á hugmyndafræði „funktionalismans“ sem markir rugla saman við „modernismann“ sem er ekki alveg það sama.

copyright_laurian_ghinitoiu_big_ny_(3_of_32)

Að neðan má sjá skýringarmynd um hugmyndina. Bjarke Ingels tekur hefðbundið randbyggðarhús og togar það til þannig að sem flestir njóta útsýnis og birtu sem best.

1297115073-w57-diagram-by-big-06-1000x6251

1297115078-w57-diagram-by-big-08-1000x6251

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Jens H..

    Þetta er ótrúlega flott hugmynd. En húsið hefur sama galla og flest nútímahús…Þetta er eitthvað svo mikið „blikk“ allt saman. Það er ekkert traust og varanlegt í efnisvalinu!

  • Rúnar I Guðjónsson

    Þessi bygging finnst mér vera flott uppbrot á ásýnd NY.

    Er Bjarke Ingals ekki að útfæra Otte tallet, inni skýjaklúfs umhverfið ?

    http://www.8tallet.dk/

  • Jónas Guðmundsson

    Er ekki líka nýjung að hafa svalir á skýjakljufum í NY?. Datt þetta svona í hug,

  • Þarna mundi ég vilja eiga heima!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn