Hver skyldi vera ástæðan fyrir því að forsvarsmenn Nýs Landspítala ohf og þeirra sem hafa unnið að málinu umnanfarin 16 ár hafni nýrri faglegri, opinni og óháðri staðarvalsgreiningu? Er líklegt að embættismenn og stjórnmálamenn sem unnið hafa að uppbyggingu við Hringbraut í áratugi vilji nýha staðarvalsgreiningu eða fari að segja það sína skoðun um að […]
Hér kemur annar hluti greinar Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um fagurgala í borgarskipulaginu og verklag stjórnvalda. Hér er beitt gagnrýni fagmanns á ferðinni um verklag þegar kemur að skipulagi borgarinnar og endurskoðun fyrri skipulagsákvarðanna. Hjörleifur er lausnamiðaður og skapandi í skrifum sínum. +++++ Þegar stjórnendur borgarinnar eru spurðir hvers vegna sífellt sé gengið á söguleg gildi miðborgarinnar […]
Hér birtist pistill eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt hjá Gullinsniði. Hjörleifur hefur verið virkur í umræðunni um arkitektúr og skipulag um áratugaskeið. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um efnið og þar á meðal bók um byggingarsöguleg einkenni Reykjavíkur. Bókin heitir „Andi Reykjavíkur“ og kom út árið 2008 og ætti að vera kennsluefni í öllum framhaldsskólum landsins. […]
Þegar frummælendur höfðu talað á fundi á Kjarvalsstöðum í gærkvöld spurði Hjálmar Sveinsson fundarstjórann Gunnar Hersvein fundarstjóra hvort þetta sé ekki á háu plani? Gunnar svaraði ekki, en ég svaraði spurningunni fyrir sjálfan mig játandi. Fyrsti frummælandinn var Hjálmar Sveinsson formaður Umverfis og skipulagsráðs. Hann er með BA-próf í heimspeki og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands […]
Það er ánægjulegt til þess að vita að Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar skuli nú efna til fundar undir yfirskriftinni „Fagurfræðin í borgarskipulaginu“. Þarna hafa verið valdir afskaplega færir frummælendur sem hafa velt þessum hlutum fyrir sér lengi. Hjörleifur Stefánsson, einn frummælanda, hefur skrifað heila bók um staðaranda Reykjavíkur sem auðvitað skiptir miklu máli og er […]
Í Morgnblaðinu í morgum mátti lesa að meirihluti umhvefis- og skipulagsráðs Reykjavíkur lagðist gegn því að að heimilað yrði að rífa niður hús við Freyjugötu 16 á horninu við Valastíg og húsið við hliðina sem er nr 35 við Bragagötu og stendur á horni Bragagötu og Freyjugötu. Umhverfisráð telur að “húsverndunarsjónarmið og varðstaða um byggðarmynstur […]
„Ég vildi óska þess að skólarnir ynnu mikið að því að opna augu mannverunnar svo þau gætu notið þess sem þau sjá og fundið til ef eitthvað er heimskulega unnið eða vitlaust gert“. Þetta sagði Ásmundur Sveinsson myndhöggvari sem var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Hann var þeirrar skoðunar að listin ætti heima hjá fólkinu […]
Guðrún Jónsdóttir arkitekt og heiðursfélagi í Arkitektafélagi Íslands lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. september sl., 81 árs að aldri. Ég heyrði fyrst af Guðrúnu þegar ég var í námi í byggingarlist í Kaupmannahöfn þegar hún var kosin formaður Arkitektafélags Íslands árið 1971. Í þá daga var allnokkur umræða um byggingarlist og skipulag í […]
Grundtvigskirkjan í Kaupmannahöfn og Hallgrímskirkja í Reykjavík eiga margt sameiginlegt. Þær eru báðar reistar í nafni helstu sálmaskálda landanna, prestanna Hallgríms Péturssonar á Íslandi(1614-1674) og N.F.S. Grundtvigs í Danmörku (1783-1872). Þær eru báðar byggðar á hæð, Bispebjerg og Skólavörðuholti. Þær eru báðar byggðar á tuttugustu öldinni og eru gegnheilar. Það er að segja að sama efni og […]
Aldrei hafa jafn mörg hús í Reykjavík verið rifin á jafn stuttum tíma til þess að vikja fyrir nýbyggingum og undanfarin misseri. Þetta er auðvitað tímaskekkja. Þetta er verklag sem ekki er notað lengur þar sem ég þekki til. Menn eru almennt hættir að vinna svona í gömlum borgarhlutum. Á flestum öðrum stöðum eru gömlu […]