Þótt mismunandi skoðanir séu meðal manna um Hörpu þá er óumdeilt að hún myndast vel. Það er meðal annars ein af ástæðunum fyrir því að það er mikið fjallað um hana og víða í tímaritum og á netinu. Ég vek athygli á vandaðri umfjöllun sem birtist á vef hins virta tímarits Dómus. Þar er ágætt viðtal […]
Jafnvel þaulhugsaðar skipulagsáætlanir geta farið úrskeiðis. Stjórnvöld í Kina ákvaðu, í upphafi aldarinnar, að byggja nýja borg um 30 km frá borginni Ordos í eyðimörk Mongólíu. Þetta átti að verða fyrirmyndarborg, nokkurkonar Dubai þeirra Kínverja enda eru þar í grenndinni miklar auðlindir. Allt var þaulhugsað og ekkert til sparað. Borgin er hlaðin menningarhúsum, íþróttamannvirkjum, görðum og útilistaverkum […]
Það er ánægjulegt að verða vitni að aukinni athygli sem RUV er farið að veita skipulagi og byggingalist undanfarið. Þar ber að nefna þætti Lísu Pálsdóttur og Hjálmars Sveinssonar fyrir nokkrum misserum auk umfjöllun í Víðsja um ýmis verk. Nú hefur morgunútvarp rásar 2, einhver vandaðasti og vinsælasti dægurmálaþáttur ljósvakans, fjallað nokkuð um efnið […]
Nýlega voru kynnt áform um að bæta hæð ofan á skrifstofubyggingu Icelandair Group á Reykjavíkurflugvelli. Nálgun arkitektanna vakti athygli mína vegna þess að þeir hafa lagt áherslu á staðinn, staðaranda og bygginguna sem fyrir er í stað þess að tengja lausnina arkitektóniskt við tíðaranda nútímans. Hugmyndin sprettur af húsunum sjálfum sem eru í hugum margra táknmynd […]
Í bók sinni “Om at opleve arkitektur” skrifar professor Steen Ejler Rasmussen að byggingalist, ásamt málaralist og höggmyndalist hafi verið kölluð frá gamalli tíð “hinar fögru listir”. Með þessu er átt að þær séu fagrar á að líta, að þær tali til augans eins og tónlist til eyrans. Enn þann dag í dag dæmir […]
Á haustdögum 2009 skrifaði ég færslu um Landsspítalann við Hringbraut þar sem ég taldi að nauðsynlegt væri að ræsa almenna umræðu um framkvæmdina, hugmyndafræði og staðsetningu húsanna. Ég óttaðist að atburðarrásin tæki völdin og að sjúkrahúsið yrði byggt án þess að sátt væri um það sem væri í vændum. Í framhaldinu skrifaði ég fleiri færslur […]
Næstkomandi laugardag þann 25. febrúar opnar sýning í Norræna Húsinu um arkitektasamkeppnir fyrr og síðar. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á þeim tækifærum og gagnsemi sem felst í því að bjóða verk út í opinni samkeppni ásamt þeim nýjungum og fjölbreytileika sem þær hafa skilað. Á sýningunni ber að líta nokkur dæmi um […]
. Í Morgunblaðinu þann 13. mars 1920 var greint frá ályktun Alþingis um friðun og framtíð Þingvalla. Í Morgunblaðsgreininni segir m.a orðrétt.: “Mál þetta er svo umfangsmikið, að sízt veitir af, að undirbúningur sé þegar hafinn og málið rætt. Og þetta er mál, er varðar alla þjóðina. Ekki væri það að tjóni að sem flestir, […]
Nýlega var haldin opin samkeppni um Kárastaðastíg sem liggur um Almannagjá á Þingvöllum. Samkeppnin var haldin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Hér er kynnt tillaga sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni sem unnin var af arkitektastofunni Studio Granda. Stígurinn liggur í gegnum Almannagjá og yfir sprungu sem kom skyndilega í ljós fyrir nokkrum misserum […]
Vinir mínir frá Akademíunni í Kaupmannahöfn, PLH arkitekter, hafa nýlega skilað uppdráttum af nýju íbúðahverfi á viðkvæmum stað í borginni, nálægt Kastellet. Arkitektarnir hafa dregið fram sérkenni umhverfisins og skapað hús sem tala sama tungumál og umhverfið þó aldursmunurinn sé meiri en 100 ár. Tungumálið er rauður múrsteinn, stórir fletir, svört skífuþök, göt í veggjum fyrir […]