Nýlega voru tilkynnt úrslit í alútboði vegna stúdentagarða við Sæmundargötu við Háskóla Íslands í Reykjavík. Alútboð er útboðsform þar sem teymi ráðgjafa og verktaka bjóða til sölu heildstæða lausn. Þ.e.a.s. undirbúning, hönnun og framkvæmd. Þetta er vinsælt útboðsform hjá sumum verkkaupum og á stundum við. Einkum þegar um er að ræða einföld hús eða starfssemi þar […]
Poul Kjærholm (1929-1980) var sveitastrákur frá smábæ á Jótlandi, Öster Vrå, skammt frá Hjörring. Aðeins 15 ára fetaði hann inn á þann vettvang sem varð ævistarf hans. Hann lærði húsgagnasmíði og hóf nám í Listiðnaðarskólanum eins og Börge Mogensen og Skarphéðinn Jóhannsson og m. fl á þessum árum. Í framhaldinu hóf hann nám á […]
Það eru ekki margir Danir sem ekki þekkja húsgögn Börge Mogensen. Þau eru áberandi á dönskum heimilum og í góðærinu hér á landi varð maður mikið var við húsgögn hans í fjármálastofnunum. Mogensen var menntaður húsgagnasmiður sem hélt áfram námi í Listiðnaðarskólanum (Kunsthåndværkerskolen) og þaðan áfram á Konunglegu Listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Hann leiddi hönnunarhluta FDB […]
Arne Jacobsen vann um tíma við múrverk áður en hann hóf nám í arkitektúr við konunglegu Dönsku listaakademíuna þaðan sem hann lauk prófi árið 1927. Helstu kennarar hans voru Kay Fisker og Kaj Gottlieb Hann vann silfurmedalíu á Art Deco sýningu í París árið 1925 meðan hann var enn við nám á akademíunni. það […]
Ég byrja á tilvitnun í PH sem gaman er að velta fyrir sér: „Vondur smekkur er ekki til, það er bara til góður smekkur og hann er vondur“ . Poul Henningsen var mjög virkur í menningarumræðunni í Danmörku alla sína tíð og það var eftir honum tekið þegar hann kvaddi sér hljóðs, sem var alloft. Hann […]
Það vekur oft undrun hvað fámennur hópur manna getur áorkað miklu á stuttum tíma. Hin rómaða danska hönnun er runnin undan rifjum örfárra manna sem voru uppi á svipuðum tíma og þekktust persónulega. Það er ekki óalgengt að það myndist svona andrúmsloft í listum. Maður áttar sig oft ekki á hvernig á því stendur fyrr en […]
La Defence er aðal viðskiptahverfi Parísarborgar. Hverfið stendur vestan við borgina og er á enda áss sem liggur allt frá Louvre safninu í hjarta borgarinnar um Tuileries garðana, Place de la Concorde, Champ-Elysees, Etoile og breiðgötuna Grande Armee 10 km leið sem endar í La Defence. Það er einhver stór hugsun í skipulagi Parísarborgar sem […]
Nú er verið að vinna frumhönnun að hóteli í vestanverðri Öskjuhlíð. Um er að ræða hótel sem er að mestu aðeins á tveim hæðum þó það hýsi milli 200 og 230 herbergi. Auk herbergjanna eru stoðrými á borð við fundarsali, veitingastaði og líkamsrækt í húsinu. Aðalinngangur er í fjögurra hæða hluta hússins sem nær […]
Mikil umræða er víðs vegar um heiminn um endurskipulagningu borganna. Markmiðið er að fækka bílum, bæta samgöngur, fjölga fólki, gera borgirnar hreinni, heilsusamlegri, skemmtilegri, félagslega réttlátari og ekki síst fallegri. Þetta horfir til mikilla framfara þó litið sé áratugi til baka í tíma. Danska arkitektastofan JJW Arkitekter ætlar að efna til samtals við borgarana um […]
Allar götur síðan nokkrir aðgerðarsinnar tóku sig til, fyrir um 40 árum, og máluðu niðurnýdd hús í Bakarabrekkunni að utan, hefur verið stöðug og lífleg umræða um húsavernd og staðaranda Reykjavíkur. Í framhaldinu voru Torfusamtökin stofnuð. Helstu gallarnir á umræðunni hafa verið hve þröngur hópur hefur tekið þátt í henni, dauf eyru þeirra sem á […]