Sænska fyritækið ”abstracta” hefur sett á markað óvenju létt og hreyfanlegt vinnustöðvakerfi fyrir opið svegjanlegt og lifandi skrifstofulandslag. Framleiðslan var kynnt og sýnd nýlegar á stóru hönnunarsýningunni í Stokkhólmi. Í aðalatriðum er um að ræða hljóðdempandi skerm sem stendur á hjólum (með bremsu) og borðplötu á einum fæti. Vinnustöðina getur einn maður auðveldlega flutt til, […]
Siðan Le Corbusier kom fram með hugmyndir sínar um Unité d’Habitation hefur ekki verið unnið áfram með hugmyndina að marki fyrr en núna, ef frá eru taldar tilraunir Moshe Shafdie fyrir um 30 árum. Húsið sem um ræðir er eftir danska arkitektinn Bjarke Ingels hjá BIG. Þetta er fjöleignahús sem inniheldur fjölbreyttar hýbýlagerðir með 476 […]
Fyrir allnokkrum árum fengu dönsku arkitektarnir Christian Lund og Kirsten Kiser þá hugmynd að efna til sýningar á litlum garðhúsum (Kolonihavehus) þar sem þrettán af kunnustu arkitektum heims yrði boðið að hanna ódýr smáhýsi af því tagi sem almenningur reisti í garðlöndum utan við stórborgir á árum áður. Samtímis átti að halda opna samkeppni milli minna […]
Einhver sagði einhverntíma: “Til hvers að fara til Danmerkur ef ekki væri það til þess að heimsækja Louisiana listasafnið?” *) Umrætt nútímalistasafn er í Humlebæk á norður Sjálandi og er það vissulega virði einnar ferðar til Danmerkur a.m.k. Það sem gerir safnið einstakt, byggingarlistarlega, er að það er í nokkrum byggingum sem tengdar eru saman […]
Það er ekki oft sem á vegi manns verður viðtal við Le Corbusier, og það á ensku. Viðtalið sem hlýða má á hér að neðan er tekið árið 1958, þegar hann var 71 árs gamall. Hann segist hafa teiknað hús frá því hann var 17 ára að aldri. Af lítillæti segir Le Corbusier í viðtalinu […]
Í færslu minni síðastliðinn miðvikudag var kynnt deiliskipulagstillaga á horni Laugavegar og Vatnsstígs þar sem lagt er til að gjörbreyta ásýnd götunnar og auka byggingamagn verulega miðað við það em nú er. Í athugasemdum kemur fram að fólki sýnist að þarna sé „skipulagsslys“ í uppsiglingu. Guðlaugur Gauti Jónsson, fyrrverandi formaður Arkitektafélags Íslands telur eftir að […]
Fyrir nokkru var haldin samkeppni um nýja kirkju í bænum Hatlehol í nágrenni Ålesund í Noregi. Alls bárust 123 tillögur sem allar voru teknar til dóms. Fyrstu verðlaun hlaut dönsk arkitektastofa, Cornelius+Vöge. Það sem vakti athygli mína var þáttaka tveggja íslenskra arkitekta í þessari stóru samkeppni. Það voru arkitektastofan arkitektur.is annarsvegar og Magnús G. Björnsson […]
Fyrir nokkrum árum voru þrjár arkitektastofur fengnar til þess að gera deiliskipulag af lóðunum á horni Vatnsstígs og Laugavegar. Annarsvegar var það ARKD-Arkitektar Hjördís og Dennis og hinsvegar arkitektastofan Arkibúllan. Ég man ekki hver þriðja stofan var. Markmiðið var að tvinna saman aukið byggingamagn í deiliskipulaginu og samtímis að gera sögulegu umhverfi Laugavegar hátt undir […]
Þær myndir sem hér fylgja eru allar teknar í íbúðahúsi eftir Mies van der Rohe í Lafayette Park í Detroit í Bandaríkjunum. Ljósmyndarinn er Hollendingurinn Corine Vermeulen sem býr þar í bæ. Myndirnar birtust með grein í New York Times fyrir nokkru og sýnir okkur hvernig íbúarnir læra á húsin og móta híbýli sín, hver eftir […]
Tilnefndar hafa verið fimm byggingar til Menningarverðlauna DV árið 2011 og óska ég öllum þeim sem tilnefningu hlutu til hamingju. Þetta eru allt góðir arkitektar sem margsannað hafa ágæti sín. Gláma/Kím hlýtur tvær tilnefningar sem ég hygg að sé einsdæmi hvað Menningarverðlaun DV varðar. Þó ég fylgist ágætlega með því sem er að gerast í […]