Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 13.01 2011 - 16:38

Íbúðarhús í sveitinni

Íbúðarhúsið situr á basaltklöpp milli trjáa og því er gefið form sem tekur fullt tillit til lóðarinnar og aðstæðna þar. Húsið er í Washington fylki í Bandaríkjunum  þar sem í umhverfinu ríkir: vatn, hávaxin tré, basaltklappir, fjalllendi, lágvaxinn undirgróður og dýralíf. Húsið fellur vel að landinu og ekki bara það, heldur er efnisval og litir […]

Þriðjudagur 11.01 2011 - 09:13

Nútíma klisjur í byggingalistinni.

Undanfarin nokkur ár hefur gengið yfir heiminn ákveðin gerð arkitektúrs sem hefur hvorki staðareinkenni né höfundareinkenni að neinu marki. Maður sér þetta um allan heim og stíllinn hefur engin landamæri. Einkennin eru samspil húshluta sem eru kassalaga og raðað saman eftir aðstæðum. Veggfletirnir eru hvítir, þökin hafa flata ásýnd og gluggarnir eru göt í veggjunum […]

Sunnudagur 09.01 2011 - 23:00

Nýtt Fangelsi í Danmörku

Arkitektastofan C.F. Möller, í Danmörku, hefur unnið samkeppni arkitekta um nýtt fangelsi þar í landi.  Þetta er í sjálfu sér ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að nú eru fangelsisbyggingar líka á dagskrá hér á landi. Fangelsið í Danmörku er ætlað fyrir 250 fanga og á að byggja á eynni Falster fyrir sunnan Sjáland. Vinningstillagan […]

Fimmtudagur 06.01 2011 - 00:16

Faxagarður – skólaverkefni

Skoskur nemi í arkitektúr er að undirbúa  skólaverkefni sitt við arkitektaskólann “Mackintosh School of Architecture” í Glasgow. Verkefið heitir “Sailing & Maritime Akademi” í Reykjavíkurhöfn. Arkitektaneminn sem heitir Richard Almond hefur  haft samband við mig í kjölfar lesturs bloggsins. Hann kann ekki orð í íslenku en notar forrit frá Google til þess að snara textanum […]

Þriðjudagur 04.01 2011 - 08:19

Árbæjarsafn í Viðey-þétting byggðar

Allt frá því árið 1978 hefur mikið verið rætt um þéttingu byggðar í Reykjavík og hefur Reykjavíkurflugvöllur margsinnis verið dreginn inn í þá umræðu.  Eðlilega. Vatsmýrin virðist í fljótu bragði vera augljós kostur enda blasa þar við á annað hundrað hektarar byggingalands í námunda við miðborgina. Ég hef verið nokkuð flöktandi varðandi framtíð Vatnsmýrarinnar en […]

Sunnudagur 02.01 2011 - 15:36

Framkvæmdasýslan-Vistvænar byggingar

Vistvænar byggingar hafa verið á dagskrá síðan í orkukreppunni uppúr 1970. Umræðan hófst, fyrir alvöru vegna kreppunnar,  þegar menn fóru að leita að úrræðum til þess að minnka orkunotkun húsa. Tilraunahús voru byggð þar sem húsin sjálf öfluðu allrar þeirrar orku sem á þurfti að halda vegna lífsins inni í húsunum og reksturs þeirra. Þetta […]

Miðvikudagur 29.12 2010 - 09:44

Gestastofa að Skriðuklaustri

  Á árinu sem nú er að líða var opnuð gestastofa, upplýsingamiðstöð ferðamála fyrir Vatnajökulsþjóðgarð að Skriðuklaustri, “Snæfellsstofa”.  Þarna er um að ræða litla bygginu sem er um 750 m2. Mér hefur ekki hlotnast tækifæri til þess að skoða bygginguna en er sagt að hún beri af sér góðan þokka. Húsið tyllir sér léttilega niður […]

Sunnudagur 26.12 2010 - 14:19

Austurstræti 22 í Reykjavík

Arkitektarnir hjá ARGOS, þeir Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson hafa mælt upp og teiknað húsið að Aðalstræti 22 og sagt til um endurgerð þess eftir bruna árið 2007. Þeir lýsa sögu hússins í stuttu  máli með eftirfarandi hætti: “Austurstræti 22 var reist 1801 af Ísleifi Jónssyni dómara. Fjórum árum seinna keypti stiftamtmaðurinn Trampe greifi […]

Föstudagur 17.12 2010 - 14:11

Frank Gehry í Ástralíu

  Frank Gehry er að vinna að byggingu fyrir University of  Technology í Sydney. (UTS) Þetta er fyrsta bygging Gehrys í Ástralíu og að líkindum sú síðasta enda er maðurinn orðinn 81 árs gamall. Þó verður maður að hafa í huga að góðir arkitektar lifa oft lengi. Frank Loyd Wright kláraði stórbyggingu eina þegar hann […]

Fimmtudagur 16.12 2010 - 09:15

Kringlurnar inn í miðborgirnar

Kollegi minn sendi mér  myndir af verslunarkjörnum, kringlum, á Englandi og í Frakklandi.  Hann þekkir vel til málanna og upplýsir að englendingar leyfa ekki verslunarmiðstöðvar í úthverfum eins og áður var algengt víða (Kringlan og Smáralind hér á landi). Englendingar byggja nún aðeins slíkar byggingar í miðkjörnum borga og nota þar með tækifæri til þess […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn