Undanfarin ár hefur átt sér stað umbreyting hafna í allri Evrópu og víðar. Enginn annar staður í borgarlandslaginu hefur tekið jafn miklum og hröðum breytingum og hafnirnar. Flutningagámar, þjónusta skipa og útgerða, kranar, ferjubryggjur og verksmiðjur eru á brott og í þeirra stað hafa komið íbúðir, höfuðstöðvar stórfyrirtækja, hótel og menningarbyggingar. Spurningum á borð […]
Höfnin í Kaupmannahöfn hlaut slæm örlög. Hún er nú einhvers konar bryggjuhverfi án skipa. Þar sem höfnin var áður eru nú menningarhús, stjórnsýsluhús, skrifstofur og eitthvað af lúxus íbúðablokkum. Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn var hún iðandi af lífi. Brýrnar Langebro og Knippelsbro gengu upp og niður allan daginn. Nýhöfn skiptist í “den pæne side” […]
Þann 13. maí árið 1787 hélt Arthur Phillip með 11 skipa flota sinn áleiðis til Ástralíu með 800 dæmda menn auk 200 kaupmanna og 450 menn úr sjóhernum. Rúmum átta mánuðum síðar sigldi hann inn í Botany Bay á austurströnd Ástralíu þar sem honum hafði verið ráðlagt að taka land. Phillip leist ekki á […]
Þegar ég var drengur var oft farið niður á höfn. Höfnin var spennandi staður þar sem mikið var um að vera. Höfnin var helsta tenging við atvinnulífið og veröldina utan Íslands. Á austurhöfninni var kolakraninn og hafskipahöfn með vörumóttöku. Vestar var bátabryggja, fiskiskipahöfn og slippurinn. Gengið var eftir eiði út í Örfirisey. Eimskipafélagshúsið var […]
Innra skipulag verslunarmiðstöðvarinnar Palladíum í Prag (sjá síðasta pistil) var á margan hátt einstakt. Skipulag og fyrirkomulag innandyra er einfalt og rökrétt en um leið einkenndist það af óreglu af sama toga og gatnakerfi borgarinnar. Þetta virðist vera mótsögn en þannig upplifði ég heimsókn mína í verslunarmiðstöðina. Það var auðvelt að rata en samt var […]
Í stað þess að byggja verslunarmiðstöð í útjaðri borgarinnar á svipaðan átt og tíðkast í Bandaríkjunum og hér á Höfuðborgarsvæðinu ákvað borgarstjórnin í Prag að skapa aðstöðu fyrir stóra „kringlu“ í miðborginni. Þetta var auðvitað gert til þess að styrkja miðborgina og auka verslun og þjónustu þar. Verslunarmiðstöðin í Prag heitir Palladium og hýsir um […]
Í gærkvöld sat ég kvöldverð þar sem saman var komið fólk frá ýmsum löndum. Umræður við borðið voru málefnalegar og uppbyggjandi þar sem ekkert var um sleggjudóma og enginn endurtók sig. Enginn reyndi að sannfæra neinn um neitt og allir höfðu skoðun og létu hana i ljós. Við mitt borð sátu 12 manns, allt hámenntað […]
Síðastliðinn föstudag skrifaði ég færslu sem var byggð á upplýsingum á heimasíðu danskra arkitekta þar sem þeir kynna hönnun sína á nýju fangelsi á Hólmsheiði. Ég sagði í færslunni að það hlytu að vera á þessu einhverjar skýringar sem ekki liggja í augum uppi. Nú hefur ráðherra svarað í fyrirspurnartíma Alþingis og embættirmenn Dóms- og […]
Þessi texti eftir Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt er skrifaður í tengslum við sýninguna ManMadeEnviroment sem haldin var í Osló fyrir nokkru. Umfjöllunarefni Einars á fullt erindi í umræðu um náttúru og landslag. Ég birti hann hér með góðfúslegu leyfi höfundar. MANNGERT LANDSLAG – TIL GAGNS OG GAMANS Einkenni umræðu um stöðu landslagsarkitektúrs á Íslandi er […]
Í Morgunblaðinu í fyrradag stóð að einhver seinkun yrði á útboði nýs fangelsis hér á landi. Ástæðan var sögð að verið væri að leggja síðustu hönd á uppdrætti. Ég taldi að þarna væri misskilningur á ferð og átt væri við að leggja síðustu hönd á þarfagreiningu. Svo rétt í þessu var mér bent á heimasíðu […]