Veit fólk að 98,8% húsa á höfuðborgarsvæðinu eru innan við 100 ára gömul? Að miðborgin og allt svæðið innan Hringbrautar er aðeins 5% af skipulagssvæði Reykjavíkur? Að ekki er nauðsynlegt að rífa hús þó starfsemin breytist? Veit fólk að Listaháskólinn í Helsinki er í gamalli keramikverksmiðju? Að Tate gallerí í London er í gamalli kolarafstöð […]
Fyrir mörgum árum var fólk að velta fyrir sér hvað yrði um allar göturnar þegar einkabíllinn væri búinn að renna sitt skeið sem aðalsamgöngutæki borganna? Þegar ég heyrði um frumkvæði franskra bænda nú um hvítasunnu rifjaðist þetta upp fyrir mér. Í Reykjavík fer meira en þriðjungur landrýmisins undir stofnbrautir og húsagötur. Talað var um að […]
Ég tek eftir að nú í vor að algengara er að sjá fólk í borginni gegna erinda sinna á reiðhjóli en undanfarin ár. Reiðhjólið er að verða áberandi samgöngutæki. Í minni æsku voru reiðhjól leiktæki og ekki með gírum. Brekkurnar og vindurinn ollu miklum erfiðleikum. Nú er þessu öðruvísi farið. Það eru 10-20 gírar á […]
Í sýningarsal Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur stendur nú yfir kynning á nýrri deiliskipulagstillögu við Sturlugötu nálægt Háskóla Íslands. Svæðið er vestan við Íslenska erfðagreiningu og sunnan Norræna hússins. Tillagan er unnin af arkitektastofunni ASK í Reykjavík. Markmiðið er að beina ákveðnum þáttum tækni- og rannsóknarsamfélagsins ásamt súdentagörðum inn á svæðið og tengja það starfssemi Háskóla […]
Vita menn að Los Angeles er í raun ekki borg, heldur hérað sem samanstendur af tæplega 90 sveitarfélögum með 13 milljónum íbúa? Í LA er glæpatíðni hærri en víðast, lítið um opin græn svæði og einkabíllinn er allsráðandi í samgöngumálum, þó til sé ófullkomið og mjög ódýrt almenningssamgöngukerfi. Fargjaldið kostar sáralítið og fólk yfir sextugt […]
Nú stendur yfir sýning á tillögum í samkeppni um nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ á Torgi í Kjarna, Þverholti 1 í Mosfellsbæ. Ég ætla hér að kynna stuttlega þá tillögu sem hlaut 1. verðlaun í keppninni og atti þar kappi við 38 aðrar vel útfærðar tillögur sem flestar báru höfundum sínum gott vitni. Þegar hugsað er […]
Nú er liðið rúmlega hálft ár síðan ég byrjaði að skrifa hér um arkitektúr, skipulag og staðarprýði. Þá var dag tekið að stytta og tími innandyra tómstundavafsturs genginn í garð. Nú er daginn aftur tekið að lengja og önnur tækifæri lífslistarinnar að banka uppá með öðrum áherslum. Ég ætla að hvíla lyklaborðið til haustsins og […]
Þegar ég gekk á Akademíunni í Kaupmannahöfn fórum við með jöfnu millibili að skoða gamla danska byggingararfleifð frá hinum ýmsu tímabilum. Til viðbótar voru reglulega fyrirlestrar um efnið innan skólans. Þetta var gert til þess að ala með nemendunum meðvitund um sögu byggingarlistarinnar í Danmörku og styrkja tilfinningu þeirra fyrir fortíðinni og arfinum. Einu sinni […]
Þegar arkitektar taka þátt í samkeppnum þá líta þeir á samkeppnisverkefnið í stóru samhengi. Langt út fyrir samkeppnismörkin. Þetta er auðvitað sjálfsagt og nauðsynlegt. Þessu vinnulagi fylgja oft ýmsar smáhugmyndir sem falla utan sjálfs samkeppnisverkefnisins og eru auðvitað ekki teknar til dóms. Myndin að ofan er einmitt af þeim toga. Þegar samkeppni var haldin um […]
Fyrir 10 dögum skrifaði ég færslu sem hét “Vatmsmýrin. Núll lausn?”. Færslan fjallaði um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Á mynd, sem fylgdi færslunni og er endurbirt hér, var teiknuð ný hugmynd um samgönguleið sem tengir saman öll sveitarfélögin sunnan Reykjavíkur, þ.e.a.s. Reykjavík, Kópavog, Álftanes og Garðabæ/Hafnarfjörð. Mig langar að gera þessa tengingu að umræðuefni nú. […]