Að mínu mati skila íslenskir arkitektar frá sér, að mestu, ágætri byggingalist miðað við nágrannalöndin. Ég hef þá tilfinningunni að það séu fleiri góð hús hér á landi á hverja 1000 íbúa en víða annarsstaðar. Öðru máli gegnir um skipulagið. Þar sýnist mér við vera eftirbátar nágrannaþjóðanna. Það má segja að við höfum verið […]
Það er ljóst, að í því hallæri sem nú stendur yfir, er offramboð á arkitektum á Íslandi. Sennilega er nú allt að 80% atvinnuleysi í stéttinni, ef frá eru taldir þeir arkitektar sem vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Samkvæmt iðnaðarráðuneytinu eru nú um 440 arkitektar á Íslandi með viðurkenningu á starfsheitinu og ætli það […]
Hver skyldi trúa því að Oscar Niemeyer skuli enn vera á lífi, næstum 102 ára gamall. Hann fæddist í Rio de Janeiro þann 15. desember 1907. Oscar skipulagði og teiknaði heila höfuðborg á sínum tíma. Höfuðborg Braziliu var látin heita Brasilia, með essi, og var reist á stóru auðu svæði inni í miðju landi. Það […]
Eitthvert fegursta skólastæði á Íslandi er Bifröst. Þar er gríðarlega gott tækifæri til þess að skapa akademiskt umhverfi í náinni snertingu við náttúruna þar sem hún er fegurst. Þarna er skjólgott, gróðursælt, víðsýnt, stórbrotið og fíngert umhverfi, allt í senn. Í fullu samræmi við þetta hvíldu fíngerðar byggingarnar í landslaginu þar sem bygging eftir […]
Í sumar hefði Gunnlaugur Halldórsson arkitekt orðið 100 ára. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 6. ágúst 1909. Gunnlaugur var einn merkasti arkitekt á Íslandi á síðustu öld. Hann útskrifaðist með sæmd frá Konunglegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn vorið 1933 aðeins 23 ára gamall. Yngstur allra. Gunnlaugur var heiðursfélagi í Arkitektafélagi Íslands og vann til fjölda […]
Mér hefur yfirleitt þótt Ólafur Elíasson hugsa eins og arkitekt. List hans gengur oft út á það sama og verk arkitektsins – að fanga rýmið. Hann nálgast verk sitt eins og arkitekt. Það er því þroskandi og skemmtilegt að skoða list hans í því ljósi. Sennilega á einn helsti aðstoðarmaður Ólafs einhvern þátt […]
Ég velti fyrir mér hvað Reykjavíkurborg hugsar sér með torg Kvosarinnar? Kannski eiga torgin ekki að hafa annan tilgang en þann að vera eins konar olnbogarými í gatnakerfinu og til þess að mæta tilfallandi þörfum líðandi stundar. Hugsanlegt er líka að gefa þeim ákveðið hlutverk í bæjarlífinu. Hvernig á t.d. Ingólfstorg að vera […]
Ég var í St. John í New Brunswick í Kanada í byrjun vikunnar. Þetta er lítill bær. Eitthvað um 150 þúsund íbúar með höfn, háskóla, ágætu myndlistarsafni og tónlistarhúsi með um 900 sætum. Svo er þarna lifandi miðbær, sem ekki er sjálfsagður hlutur í vesturheimi. Í miðbænum er “inside connection pedestrian way […]
Gamli prófessorinn minn á Konunglegu dönsku Akademíunni fyrir fagrar listir í Kaupmannahöfn, Jörgen Bo, byrjaði oft fyrirlestra sína með því að varpa mynd af málverki upp á vegg. Bo var mikill áhugamaður um myndlist og teiknaði m.a. listasafnið fræga, Louisiana í Danmörku. Jörgen Bo útskrifaði marga íslenska arkitekta. Má þar nefna Sverri Norðfjörð heitinn, […]
Velkomin á blog.eyjan.is. Þetta er fyrsta færslan. Hér að neðan er listi yfir 35 helstu viðurkenningar stofunnar í samkeppnum: Fjölbrautarskólinn í Ármúla (S&S) 1. verðlaun 3R´s Í ABERDEEN (DESIGNA) 1. verðlaun Baðhús við Laugarvatn 1. verðlaun Deiliskipulag, skóli, íþróttahús og leikskóli við Hörðuvelli í Hafnarfirði 1. Verðlaun Vinnu og snyrtirými (Húsnæðisstofnun) […]