Miðvikudagur 19.09.2012 - 15:57 - 4 ummæli

Chicago -“That is Wright all right”

 

 

Því var haldið fram í gamla daga á Akademíunni í Kaupmannahöfn að maður gæti ekki orðið almilegur arkitekt nema að hafa „gengið suður“, til Rómar.

Auðvitað gerðu það flestir. Rómaborg var álitinn heppilegur staður til þess að læra að lesa anda staðanna.

Það var einkum vegna þess að borgin er gömul og sagan mikil. Í Forum Romanum má skoða fjölbreytilegt múrverk, í Hadrians Villa má skoða form án þess að vita funktionina. Það er að segja að sjá hreina fagurfræði nytjalistarinnar sem arkitektúr er án þess að vita hvaða tilgangi byggingarnar áttu að þjóna.

Ég hef komið nokkru sinnum til Chicago. Í fyrsta sinn gagngert tilað skoða verk Louis Sullivan þó Frank Lloyd Wright hafi fengið að fljóta með.

Í byrjun sumars fór ég svo enn einu sinni til Chicago. Borgin brást ekki frekar en fyrri daginn. Mínar uppáhaldsborgir í USA eru Boston, San Fransisco,Seattle og Chicago sem er á toppnum. Ofmetnasta stórborg Bandaríkjanna sem ég þekki til er Los Angeles. Enda er LA í sjálfu sér ekki borg heldur stórt úthverfi samansett af einum 90 sveitarfélögum 

Hjálagt eru nokkrar myndir sem ég tók á ferðalaginu til Chicago og sýna fjölbreytileikann. Í borginni er frábær arkitektúr hvarvetna. Öflugt götulíf (á sumrin) fjölbreytt leikhúslíf, mikið um tónlist og aldeilis frábær myndlistasöfn.

Ég mæli með að fólk sem hefur áhuga fyrir arkitektúr og staðaranda fari í heimsókn til Chicago í næstu ferð sinni til stórborgar eftir að þeir hafa farið til Rómar að sjálfsögðu.

Ég skoðaði ein 10 hús á preriunni vestur af Chicago.  Allt lítil og millistór einbýlishús sem Wrigth teiknaði á árunum 1890-1910. Sum áður en hann var rekinn frá meistara sínum Sullivan. Sullivan líkaði ekki að Wright væri að harka á kvöldin og um helgar meðan hann var í vinnu hjá sér og rak hann. Þetta var hið versta mál fyrir FLW af því að hann var ekki útskrifaður arkitekt.

Efst er mynd úr gömlum hluta miðborgarinnar. Að neðan koma myndir úr miðborginni og í framhaldinu nokkrar myndir af húsum Frank Lloyd Wright í Oak Psem er rétt vestan við miðborgina.

 Spegilskúlptúr í Millenium Park. Þar í garðinum er vark eftir Gehry og stórgott myndlistarsafn.

 Hin þekktu hús á Lake Shore Drive eftir Mies van der Rohe. Þessi hús voru afskaplega ódýr í bygging en eru með þeim vinsælustu í borginni í dag. Byggingaframkvæmdum lauk árið 1951 eða fyrir 61 ári.

 

Sears stórverslunin eftir Sullivan. FLW teiknaði allt ornamentið á fyrstu og annarri hæð. Sullivan hálfpartinn jarðsetti húsið í bók sinni „An autobiografi of an idea“ þar sem hann fjallar um funktionalisman og kennisetningu sína  „Form must always follow function“  ( sumir eru svo óforskammaðir að eigna FLW þetta gullkorn) og spyr hvað búðargluggar séu að gera uppi á 11 hæð í verslun?   Hver ætti svo sem að horfa inn um þá?

 

Hancock Center efti SOM með iðandi mannlífi á „Golden Mile“. Húsið var klárað árið 1965.

Sumir garðarnir eru „franskir“ aðrir „enskir“ og svo eru garðar sem eru skipulagðir eins og þeir séu villtir.

 Hér að neðan koma myndir af nokkrum húsa Frank Lloyd Wright sem öll eru í Oak Park. Lifshlaup Wright var sögulegt. Hann leit stórt á sig og var áberandi hvar sem hann kom. Hann bar kápuna á báðum öxlum í bókstaflegri meiningu og bar barðastóran hatt. Sagt var að ára hans væri svo mikil að hann fór ekki framhjá neinum sem var nálægt honum. Því var jafnvel haldið fram að ára hans væri svo plássfrek að kristalljósakrónurnar í loftinu á anddyrinu  á Waldorf Astoria hótelinu í New York  hafi skolfið og hrists  þegar hann gekk þar um.

 

 Húsið að ofan er vinnustofa og heimili Frank Lloyd Wright  í Oak Park. Að neðan eru svo ljósmyndir af nokkrum húas hans.

 

 

Að neðan er kapella í Oak Park. Ég held hún sé frá 1905. Þegar byggingin er skoðuð nánar þá sér maður að það er nokkuð mikið Dudoc yfirbragð þarna (Hilversum) og þá auðvitað um leið Guðjón Samúelsson.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • FLW var arkitekt allra tíma. Skoðið bara Guggenheim í NY eða Robie House í Chig. Af hverju hurfu arkitektar frá þessum hlýlega huggulega manneskjulega stíl?

 • Barinn efst í Hancock-building er sérstakur.
  Mæli með „high rise walking tour“ byrjaði að mig minnir á Chicago Architecture Foundation við hliðina á symfóníunni. Þetta var fyrir margt löngu og ég veit ekki hvort þetta er enn í boði.

  • Hilmar Þór

   high rise walking tour er enn í boði og ekki bara það heldur er boðið upp á fjölda valkosta í margskonar guidet tours þar sem arkitektúr et megin temaið. Slíkir túrar eiga örugglega grundvöll hér í Reykjavík. Ég hef verið beðinn um slika leiðsögn î nokkur skipti.

 • Bergsveinn Helgason

  Sammála matinu á Chicago. Hún er vinaleg lítil stórborg. Hefur allt sem NY og Boston hefur en er bara þægilegri og vinalegri. Hvort sem það er nú byggingalistinni að þakka eða ekki. LA býður uppá veðursæld og þar með eru kostior hennar taldir.

  Það er alltaf gaman að lesa svona ferðasögur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn