Fimmtudagur 20.06.2019 - 12:10 - Rita ummæli

Flugsamgöngur við Reykjavík

 

 

Fyrir nokkrum árum setti Ólafur Þórðarsson arkitekt, sem starfar í New York, saman kort sem sýnir fjarlægðir frá flugvöllum nokkurra helstu borga í Evrópu og teiknaði inná kort af Reykjavík og nágrenni. Þetta er mjög áhugavert og í tengslum við hugmyndir Guðjóns Thors Erlendssonar um Hringborgina á Höfuðborgarsvæðinu og brú yfir Skerjafjörð sem fjallað hefur verið um á þessum vef opnast margir möguleikar. Vert að skoða þetta nánar með það í huga hvort hagkvæmt geti verið að halda flugvellinum í Vatnsmýrini næstu áratugina eða þar til hann verður talinn óþarfir vegna betra vegakerfis og annarrar samgöngutækni. Það má ekki gleyma því að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og þeirrar sérstöðu að engar eru hér járnbrautirnar.

Samkvæmt korti Ólafs  er lengst á flugvöll í Moskvu, eða um 42 km. Völlurinn fyrir Osló og Stokkhólm, Mílanó og svo Keflavík eru þarna á bilinu 37-39km. Miðgildið úrtaksins sennilega nærri 10 eða 11 km. Í þessu úrtaki reynast vegalengdirnar í loftlínu vera:

  • Moskva: 42, 29, 28  (Lest)
  • Mílanó: 39, 7, 7  (Lest)
  • Keflavík: 38
  • Osló: 37  (Lest)
  • Stokkhólmur: 37, 7.3  (Lest)
  • Árósar: 30
  • Munchen: 28 (Lest)
  • Heathrow: 22 (Lest)
  • París deGaulle: 22 (Lest)
  • Aþena: 18 (Lest)
  • Gautaborg: 17
  • Berlín: 17, 8, 4 (Lest)
  • Helsinki: 15.5 (Lest)
  • Róm: 13, 7
  • Istanbúl: 13
  • Madríd: 12
  • Amsterdam: 11
  • Glasgow: 11
  • Brussel: 10
  • Frankfurt: 10
  • Prag: 10
  • Hamborg: 9, 8
  • Zurich: 9
  • Dublin: 8
  • Feneyjar: 8
  • Varsjá: 7
  • Mallorka: 7
  • Kaupmannahöfn: 6.4 (Lest)
  • Bern: 5
  • Vilnius: 5
  • Riga: 4
  • Lissabon: 4
  • Napoli:

Annað sem ber að athuga er að oft eru lestarsamgöngur góðar og tengjast flugvöllum beint og samgöngur góðar innan borganna. Lestir af flugvöllum fara oft ekki einungis á einn endastað, heldur tengjast almenningssamgöngukerfi  í viðkomandi borg. Kaupmannahöfn er einstaklega góð í þessu sambandi, þar sem bæði er skammt á Kastrup (6.5km loftlína) og lestarferðin þægileg og tengist borginni allri.

Það er mikill munur á að geta ferðast á flugvöll með lest og ekki hafa allir aðgang að einkabíl. Reykjavík er líkari Bandaríkjunum að þessu leyti, áhersla skipulagsins hefur beinst fyrst og fremst að þörfum ökumanna einkabifreiða. En það er vonandi að breytast hér  með tilkomu fluglestarinnar sem er í undirbúningi og Borgarlínunnar í tengslum við hana.

+++

Nú hef ég bráðum skrifað um arkitektúr, skipulag og staðarprýði á þennan vef í 10 ár.

Það hefur vekið athygli mína hvað kollegar mínir eru þöglir þegar um þessi mál er rætt. Það eru eins og þeir þori ekki að tjá sig eða vilji það ekki. Líklega er ástæðan sú að umræðuhefðin hér á landi er frumstæð. Menn eru ekki akademiskir og geta ekki gert greinarmun á umræðuefninu og þeirri persónu sem tekur þátt í umræðunni. Það er ráðist á manninn og enginn greiarmunur gerður á skoðunum, tilgátum, tillögum eða staðreyndum. Þátttakandi í umræðunni fer oftast illa útúr því að leggja eitthvað til málanna. Honum er strax skipað i eitthvað hólf og er þá annaðhvort góður maður eða slæmur.  Þetta er mjög áberandi á Alþingi Íslendinga þar sem málamiðlanir eru illa séðar og meirihlutinn ræður bara og valtar yfir minnihlutann. Þetta er ekki svona á norðurlöndum. Þar ríkir oftast tillitssemi og menn reyna að sklija sjónarmið hvers annars, tala saman, finna lausnir, skilgreina kosti og galla og ná oftast sáttum.

Undantekning á þessu eru kollegar mínir sem búa erlendis. Það er eins og þeir þrífist í öðru umhverfi. Þeir taka þátt í umræðunni hér á landi alveg hik- og kinnroðalaust. Sem er auðvitað frábært. Ég nefni til dæmis arkitektana Bergþóru Úlfarsdóttir í París, Gunnlaug Stefán Baldursson í Köln, Óla Rúnar Eyjólfsson í Kaupmannahöfn, þá Guðjón Thor Erlendsson í London og Ólaf Þórðason í New York. Þau eru öll virki í skipulagsumræðunni hér á landi.

Þeir félagar Guðjón og Ólafur hafa sett fram efni sem varðar Ísland og höfuðborgarsvæðið sem er mjög upplýsandi og áhugavert og  báðir lagt mikla vinnu í. Guðjón um Hringborg Höfuðborgarsvæðisins og brú yfir Skerjafjörð sem hvorutveggja er frábærlega vel unnið og Ólafur um flugsamgöngur við Reykjavík þar sem þessi gæði eru borin saman við borgir í Evrópu og austurströnd Ameríku og hér er til umræðu.

++++++

Að neðan er samsvarandi kort frá austurströnd Ameríku sem sýnir fjarlægð frá flugvöllum inn í miðborgirnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn