Mánudagur 20.05.2019 - 08:33 - Rita ummæli

Tillaga að breytingu á Notre Dame.

     

Það er mikið rætt um með hvaða hætti á að takast á við uppbyggingu Notre Dame í París eftir brunann mikla í síðasta mánuði og sitt sýnist hverjum.

Fyritækið Miysis í Belgíu sem eru sérstakir sérfræðingar í þrívíðum tölvumyndum er mjög upptekið af þessu og hefur að eigin frumkvæði lagt fram nokkuð ítarlegar tillögur um hvernig best væri að endurbyggja helgidóminn.

Þau leggja út frá þeirri hugmynd að viðhalda einkennum byggingarinnar og segjast vilja gæta þess að hún tapi ekki reisn sinni og glæsileika þó byggt verði í samræmi við þá tíma sem við lifum á í dag.

Þetta er auðvitað eldgömul klisja sem sífellt heyrist, en á nokkuð á brattann að sækja og mun líklega þykja hallærisleg eftir svona 100 ár.

Þau reyna að breyta engu um stærð eða hlutföll upphaflega þaksins eða kirkjunnar sem allir elska, en breyta þakrýminu sem þekkt var sem Skógurinn („La Forét“) og endurskapa það sem bjart grænt svæði. Þau vilja endurbyggja hluta gamla trévirkisins og flétta því saman við nútímalega uppbyggingu.

Þetta er mjög fallega unnið og gaman að skoða og velta fyrir sér. Til dæmis má velta fyrir sér hvort kirkjan, sem er fyrst og fremst helgidómur, kirkja og mikilvægar menningarminjar, eigi að breytast í ferðamannastað, fyrst og fremst. Er skynsamlegt að breyta kirkjunni í hús sem er fyrst og fremst hugsað fyrir túrista þar sem þeir geta „minglað“ við aðra túrista og horft af grænum vetrargarði í þakrýminu yfir borg borganna?  Það er líka sjónarmið, sengja nýhyggjumennirnir og spyrja, hvort við eigum að afneita því að þessi mikli bruni átti sér stað og láta sem ekkert hafi gerst og byggja kirkjuna upp aftur nákvæmlega eins og hún var fyrir brunann?

Áhuginn fyrir þessu verkefni er gríðarlegur og umræðurnar fara með himinskautum. Þúsundir eru að vinna með þetta og velta fyrir sér af miklum áhuga.

Staðfesting á því er þessi mikla vinna Mysis. sem þau segjast hafa gert til þess að bæta í umræðuna. Þau hafa gert þetta á sinn reikning og segjast ekki munu senda þetta inn í hugsanlega samkeppni um verkið. Þau biðja um að þessu sé dreift en vilja að nafn þeirra sé getið. Það er öll þóknunin.

Þetta sé umræðutillaga í aðdraganda samkeppni. Mikið væri skemmtilegt ef meira væri af svona hugsjónafólki á sviði byggingarlistarinnar.

https://www.miysis.be

+++++

Að neðan koma nokkrar myndir af hugmynd Miysis.

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn