Sunnudagur 02.01.2011 - 15:36 - 5 ummæli

Framkvæmdasýslan-Vistvænar byggingar

Vistvænar byggingar hafa verið á dagskrá síðan í orkukreppunni uppúr 1970. Umræðan hófst, fyrir alvöru vegna kreppunnar,  þegar menn fóru að leita að úrræðum til þess að minnka orkunotkun húsa. Tilraunahús voru byggð þar sem húsin sjálf öfluðu allrar þeirrar orku sem á þurfti að halda vegna lífsins inni í húsunum og reksturs þeirra. Þetta voru kölluð  „núll energi hús“.

Seinna, um 1990, kom upp hugmyndafræði  sem skammstöfuð var LCA (Life Cycel Analysing) sem gekk út á að huga að umhvefisvænum efnum sem ekki eru hættuleg heilsu manna, eru heppileg til endurvinnslu og auðvelt að farga. Hugsað var til allra umhverfisþátta á líftíma byggingarinnar.  Borgarholtsskóli var hannaður undir þessum merkjum.

Tillaga, í arkitektasamkeppni hér á landi fyrir einum 15 árum, um „fjölbýlishús framtíðarinnar“ á vegum Húsnæðismálastofnunnar,  tók fullt tillit til sjónarmiða vistvænna bygginga og núgildandi matskrafa, (BREEAM og LEED) en fékk bágt fyrir einmitt vegna hugmynda höfunda un vistvæna hönnun.  Dómararnir skildu ekki viðfangsefið að fullu eða þeim fannst það ekki vísa til framfara eða betri framtíðar. Tillagan hlaut 3. sæti, en hefði verið ofar ef höfundar hefðu sleppt vistvænu sjónarmiðunum sem dómurunum þótti löstur.  Nú eru eru breyttir tímar, sem betur fer.

Framkvæmdasýsla Ríkisins hefur nú tekið frumkvæði í þessum efnum og lagt ríka áherslu á þetta þegar um nýbyggingar er að ræða. Það ber að hrósa þeim sem þar hafa ráðið ferð.  Nú eru nokkrar byggingar á vegum FSR fullbúnar eða í undirbúningi sem taka tillit til hugmyndafræðarinnar. Fyrsta byggingin sem er  fullgerð á vegum FSR með markvissri vistvænni hönnun að leiðarljósi er gestastofa við Sriðuklaustur,  Snæfellsstofa.

Ég veit ekki fullkomlega hvernig til hefur tekist en veit að staðsetningin gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið gagnrýnd með gleraugum vistvænnar hönnunar á nefinu. Til að skýra þetta betur þá er aðgengi og almenningssamgöngur veigamikið atriði varðandi vistvæna hönnun.  Áhrifafólk í skipulagsmálum hér á landi undanfarna áratugi hefur, að því er virðist ekki alltaf,  áttað sig á því.

Í tengslum við þetta starf hefur Framkvæmdasýslan gefið út veglegan og skemmtilegan bækling sem tekur á öllum aðalatriðum vistvænnar hönnunar. Bæklinginn má nálgast á þessari slóð:

http://www.fsr.is/library/5201

Ég mæli með að allir,  sem eitthvað hafa með húsbyggingar og skipulagsmál að gera eða hyggja á framkvæmdir, skoði bæklinginn. Hann fær hjá mér sex stjörnur af  fimm mögulegum eins og gárungarnir segja.

Gleðilegt ár

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Í þessu sambandi er vert að hugsa að tveimur puntum sem oft hafa gleymst en eru mjög mikilvægir,

    #1. Fluttningur á byggingarefni er neikvæður – rétt er því að nota innlenda framleiðslu s.s. sement og þal . múrklæðningar og steinull fremur en td. plasteinangrun og ál/kopar klæðningar. Ég er ekki viss um að menn (hönnuðir, verktakar, verkkaupar) séu tilbúnir til að aðlagast þessu.
    #2. Kuldabrýr eru mun verri en td. aðeins þynnri einangrun á veggjum eða þaki. Einangrun útveggja að innann ætti því að heyra sögunni til ásamt því að svalir með steyptu gólfi í framhaldi af gólfplötuni eru fyrir bý. Og svo mætti lengi halda áfram.

    Hér er ég ekki að „skjóta“ á hönnuði því ég veit þeir vita þetta og hafa gert um langa hríð – þetta er fremur ádeila á verkkaupa (td. verktaka) sem vilja hafa allt ódýrt og einfalt til að hágmarka sinn gróða. Ég er ekki viss um að þeir veiti þessu brautargegni fyrr en þeir verða þvingaðir til þess.

    Að sama skapi er rétt að skoða hvað áhrif þetta hefur á td. byggingarkostnað nú þegar það er ljóst að menn verða að finna lausnir til að lækka hann til að koma byggingarkostnaði niður fyrir markaðsverð og gott betur. Langtímaáhrifin eru augljós en það eru áhrifin á veski verkkaupa (verktaka – braskara – o.s.fv.) sem skipta máli hér.

    Annars er þetta fínn bæklingur við fyrstu sýn og ég styð málefnið 100% en menn verða að þora að ræða þetta frá öllum hliðum.

  • Hilmargunn

    Það verður fróðlegt að þeysa í gegnum þennan bækling. Á ekki eftir að aðlaga staðlana að íslenskum staðháttum. Er einhver svoleiðis vinna í gangi ?

  • Flottur bæklingur. Læt prenta hann út í fyrramálið og setja í möppuna hjá gæðahandbókinni hjá öllum.

  • Ahh, átti ad sjálfsögdu ad vera dönsku byggingarreglugerdinni.

  • Bæklingurinn er flottur. Vonandi verdur thetta til thess ad opna augu Íslendinga thví orkan á bara eftir ad hækka í verdi (Magma einhver?).

    Adalfókusinn í dönsku byggingarregluferdinni er á orkuna og sífellt verid ad herda á kröfunum.

    Og af einskærri forvitni; veist thú um eitthvert passíft hús sem byggd hefur verid á Íslandi?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn