Þriðjudagur 20.09.2011 - 09:23 - 5 ummæli

Íbúafundur um Nýjan Landspítala í kvöld

 

.

Það er megintilgangur þessarar vefsíðu að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðum um efnið.

Í samræmi við það er hér minnt á opinn fund í Ráðhúsi Reykjavíkur  kl. 20.00 í kvöld um Nýjan Landsspítala.

Þetta verður vonandi fróðlegur fundur þar sem aðstandendum deiliskipulagsins tekst að sannfæra fundarmenn um ágæti þess.

Fundarboðið á heimasíðu borgarinnar hljómar svona:

.

“Íbúar í Miðborg og Hlíðum, Holtum og Norðurmýri.

Opinn íbúafundur um Nýjan Landspítala

á vegum hverfisráða Miðborgar og Hlíða og Íbúasamtaka Miðborgar og Íbúasamtaka 3. hverfis, verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, þriðjudaginn 20. september kl. 20.

Dagskrá:

1.Formaður verkefnisstjórnar spítalans ræðir um markmiðið með byggingu Nýs Landspítala

2.Fulltrúi arkitektanna kynnir lausn þeirra til að mæta markmiðunum

3.Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur ræðir um aðkomu Reykjavíkurborgar

4.Pallborðsumræður með framsögumönnum ásamt varaformanni umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur.

Mætum öll og kynnum okkur stöðu málsins og fáum svör við spurningum okkar.

Hverfisráð Miðborgar, Íbúasamtök Miðborgar, Hverfisráð Hlíða, Íbúasamtök 3. hverfis”.

.

Það er mikilvægt að mæta á svona kynningar og setja sig inn í málin, spyrja spurninga og fá svör.

Sérstaklega þegar fjallað er um meiriháttar skipulag eins og hér. Hér er um að ræða mikið inngrip í borgarlandslagið sem er umsvifamesta deiliskipulag og það viðkvæmasta sem nokkru sinni hefur verið kynnt fyrir borgarbúum svo ég viti til.

Ég sakna fulltrúa íbúa meðal frummælenda. En þeir láta að líkindum sitt ekki eftir liggja í almennum umræðum.

Ég hvet alla til að mæta, hvar sem þeir búa, enda er á dagskrá spítali allra landsmanna, Landsspítalinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Magnús Skúlason

    Þetta er illa auglýst því miður. Það má víst ekki eyðu neinu í auglýsingar.

  • Jón Ólafsson

    Þetta er ekki einusinni auglýst á viðburðaralmanakinu á heimasíðu borgarinnar .

    Þöggun?

  • Magnús Skúlason

    Ástæða þess að íbúar eru ekki með framsögu á fundinum er sú að þetta er hugsað sem kynningarfundur fyrir íbúa þannig að þeir séu betur í stakk búnir til að koma með athugasemdir til skipulagsráðs fyrir tilskilinn tíma sem eru næstu mánaðarmót! Fundurinn er einnig hugsaður sem vettvangur spurninga til spítalahópsins um hin ýmsu álitamál sem íbúar geta komið fram með og er þess vænst að fá skýr svör.

  • Jón Ólafsson

    Þennan fund hef ég hvergi séð auglýstann þó ég hafi leitað.
    Af hverju auglýsir borgin þetta ekki i dagblöðum og ljósvakamiðlum eins og lýðræðiskærleikurinn er mikill á því heimilinu?

  • Bjarni Kjartansson

    Kemst því miður ekki en hefði haft nokkrar spurningar, svo sem um aðgengi og af hverju bráðasjúkrahús er sett niður á þennan stað, aþr sem umferðin er nú þegar sprungin og ekki von til, að lagist í framtíðnni. Svo er annað mál, sem þarf að skoða, það er brot á re´ttindurm íbúa þegar skipulagsyfirvöld eru einhliða að leyfa starfsemi, sem ekki er leyyfð samkvæmt gildandi deiliskipulagi, svo sem bensínstöðvar, veitingahús og hótel, með tilheyrandi hávaða, raski nætursvefns og þá minnkandi lífæsgæðum íbua í nærumhverfinu og þar af leiðandi lakari heilsu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn