Þriðjudagur 25.05.2010 - 16:23 - 4 ummæli

Mjólkurkýrin í stað blikkbeljunnar

sjamp4

Fyrir mörgum árum var fólk að velta fyrir sér hvað yrði um allar göturnar þegar einkabíllinn væri búinn að renna sitt skeið sem aðalsamgöngutæki borganna?

Þegar ég heyrði um frumkvæði franskra bænda nú um hvítasunnu rifjaðist þetta upp fyrir mér.

Í Reykjavík fer meira en þriðjungur landrýmisins undir stofnbrautir og húsagötur.

Talað var um að nota landrýmið sem nú  nýtist undir stofnbrautir til atvinnu- og stofnanastarfssemi og færa þá starfsemi með þeim hætti nær íbúðasvæðunum.

Ein hugmyndin var að gera Miklubraut, Breiðholtsbraut og Vesturlandsveg að samhangandi svæði fyrir matjurtarækt.  Bæði fyrir matjurtarækt heimilanna og til fyritækjareksturs í grænmetisrækt.

Ef allar stofnbrautir yrðu teknar undir matjurtarækt og með helgunarsvæðum og smá viðbót var talið að hægt væri að rækta stóran hluta af því  grænmeti sem borgarbúar þurfa á að halda á svæðinu. Þetta væri afarhentugt hér á jarðhitasvæðinu í sterkum tengslum við markaðinn.

Þetta var að hluta til framkvæmt í París um helgina þegar Champs Elysees var breytt í landbúnaðarsvæði.  Þarna var að sjá margskonar ræktun auk þess að svín, geitur og nautgripir gengu um í beitarhólfum. Vegna öflugs Metrokerfis þolir Parísarborg sæmilega að ein helsta stofnbraut borgarinnar sé lokuð í nokkra daga.

Hjálagt eru myndir sem teknar voru í París um helgina.

sj8

sj7

FRANCE-FARMING-UNIONS-CHAMPS-ELYSEES

Sjamp5

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Fullorðinn maður sagði mér að vinnukonur ráku kýr úr Þingholtunum að morgni og héldu þeim til beitar meðfram kálgörðum á Laufásvegi og þar innaf. Þá var öldin önnur.

  • Þorsteinn Jónsson

    Ég las á vef BBC að á sunnudag hafi verið þarna um 800.000 manns og allir komust þeir vandræðalaust heim til sín með lestum, gangandi eða með öðrum hætti.

    Það hlýtur að hafa verið stórkostleg upplifun að vera þarna og finna kyrrð þar sem venjulega æðir fram sægur bíla, urrandi og kvæsandi.

    Ég ímynda mér ilminn af gróðrinum með dassi af ilmi frá dýrunum og því sem þau láta eftir sig í eðlilegum takti við kall náttúrunnar. Kliðinn í fólkinu í stað ærandi umferðaháfaða.

    Ég man þegar Laugarvegurinn var lokaður í tilraunaskyni fyrir nokkru. Þá var þar yndisleg stemming og eins og enginn væri að flýta sér. Ég man líka þegar Bergstaðastrætið var lagt túnþökum.

    Það þarf oft ekki mikið til þess að öll hegðun breytist hjá mannfólkinu.

  • Stefán Benediktsson

    Fín hugmynd með matjurtargarðana. Hef reyndar talað fyrir því að nýta Höfðatorgsturninn sem lóðrétt gróðurhús. Suðurgatan ein akrein í hvora átt og meiri gróður, gangstétt og hjólabraut. Gefum strætó, leigubílum og fullum fólksbílum eina akrein á Miklubraut/Hringbraut alla leið. Hinir fá eina akrein fyrir sig.

  • Það er ótrúlegt að hægt sé að stöðva umferð á 12-14 akgreina götu í nokkra daga í stórborg án teljandi vandræða.
    En ef smágata á borð við Snorrabraut eða Eiríksgötu lokast í smástund vegna framkvæmda í Reykjavík ætlar allt um koll að keyra.
    Þetta sýnir hvað einkabíllinn er yfirþirmandi í samgöngumálum Reykvíkinga.
    Þarf ekki að huga að þessu öngstræti í borgarskipulaginu hér á höfuðborgarsvæðinu?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn