Miðvikudagur 01.05.2019 - 12:59 - Rita ummæli

Notre Dame – Endurgerð eða endurnýjun?

 

 

Einhver sagði að það að horfa á Notre dame brenna hafi verið eins og að horfa á einhvern deyja.

Notre Dame kirkjan á Ile de la Cité er fyrst og fremst helgidómur. Í annan stað er hún sögustaður, einhverjar merkilegustu menningarminjar Evrópu og í þriðja lagi stókostleg bygging og helsta kennileiti glæsilegustu borgar álfunnar.  Stórkostleg á alla lund.

Þetta er bygging sem allir sem hana heimsækja heillast af að því tilskildu að þeir skilji það sem þeir sjá.

Kiskjan brann á dögunum og greip þá um sig mikil taugaveiklun sem er auðvitað fullkomlega eðlilegt. Þetta var fyrir marga eins og að missa móður sína eða fyrirvinnu. Tíminn stóð í stað og fólk var ekki visst um hvort hann mundi halda áfram.

Macron forseti Frakklands fór starx á vetvang í fylgd með fosætisráðherranum og tilkynnti að það yrði haldin alþjóðleg samkeppni um að byggja kirkjuna upp með nútímalegum hætti.

Mörgum var nokkuð brugðið, ekki síður arkitektum, og töldu að það ætti ekki að endurbyggja kirkjuna með nútímalegum hætti heldur endurnýja hana eins og hún var. Í mesta lagi endurbyggja hana með nútíma tækni, eins og gert var við kirkjuna í Chartre í Frakklandi, þannig að hún haldi því útliti sem hún hafði haft fyrir brunann og í hartnær 1000 ár.

Ýmis stórfyrirtæki buðust til þess að leggja fjármuni til uppbyggingarinnar og á fyrsta degi voru komin fyrirheit um hunduð miljóna frá aðilum sem voru fulltrúar þekktra vörumerkja.

Stjörnuarkitektar víða að tjáðu sig strax og sögðust gjarna vilja leggja sitt að mörkum til þess að endurnýja kirkjuna. Þeirra á meðal var Jean Novelle hinn heimsfrægi franski arkitekt og margir fleiri. Það var vísað á inngang arkitektsins I.M.Pei sem gerði stókostlega byggingu, sem hefur þjónað sem inngangur í listasafnið Louvre, að beiðni Mitterend forseta,. Allir vilja nú vera Mitterand eða I. M. Pei. En Louvre er ekki Notre Dame heldur allt annað. Píramidi I. M. Pei er inngangur í listasafn sem var nauðsynlegur til þess að flæði fólks inn í safnið væri starfrænt. Breytingin var nauðsynleg starfsseminnar vegna og byggingastaðurinn ekkert merkilegur í samanborið við safið jálft svo maður tali nú ekki um Notre Dame. Það kallar ekkert á breytingar á Notre Dame vegna starfseminnar. Hún hefur staðið fullkomlega fyrir sínu og ekkert hefur breyst.

Arkitektar í Frakklandi brugðust við og andmæltu þessu og sögðu „Restauration pas Redesigne“ eða „endurbygging en ekki endurnýjun“. Þeir virðast skiptast í þrjá hópa samkvæmt skoðanakönnun.  Í fyrsta lagi þá sem vilja endurreisa kirkjuna nákvæmlega eins og hún var sem er lang stærstur.  Í öðru lagi þeir sem vilja endurbyggja hana með nútíma tækni en samt þannig að hún haldi gömlu ásjónu sinni og ekki sjáist að átt hafi verið við hana. Sá hópur er nokkuð minni. Og  svo í lokin nokkur tilbrygði ag endurgerð hennar í samræmi við nútíma hugsum í byggingalist. Sá hópur er lang minnstur.

Það hafa strax komið fram all margar tillögur frá málsmetandi arkitektum. Manni sýnist að nálgun þeirra byggi oft á því að ná til túristanna eins og það sé sérstök þörf á hví. Það ganga um 12 miljónir manna inn um dyrnar á hverju ári. Höfundarnir sjá fyrir sér starfssemi í þakrýminu þar sem verði glerþak og gott útsýni yfir borgina og fleira í þá veru. Það fylgja hér nokkrar myndir af þesum tillögum. Í framhaldi af þessu hafa arkitektar lagt fram gríntillögur að endurnýjun kirkjunar. Það fylgja nokkrar slíkar hér með.

Svo ég endurtaki, þá er Notre Dame kirkjan  fyrst og fremst helgidómur. Í annan stað er hún sögustaður og  einhverjar merkilegustu menningarminjar Evrópu og í þriðja lagi stókostleg bygging og helsta kennileiti glæsilegustu borgar álfunnar. Stórkostleg á alla lund.  Hún er eitthvað alt annað en bara eitthvað aðdráttarafl fyrir túrista. Hun var byggð sem kirkja og er kirkja. Þvert á margt annað eins og Effelturninn sem er kennileiti og var byggður sem kennileiti.

Það á að stíga afskaplega varlega til jarðar þarna. Í Frakklandi vinnur um 80% arkitekta að endurnýjun eldri húsa og við að uppfæra þau til þarfa nútímans á forsendum húsanna og næsta umhverfis. Það rétta væri af Macron að handvelja nokkra færustu arkitekta á þessu sviði í Frakklandi i hönnunarteymi og láta þá vinna verkið.  Vel og örugglega.2.

+++++ +

Efst er mynd af Notre Dame þegar bruninn stóð sem hæst. Þarna sjást tvö af helstu kennileitum Parísarborgar. Annarsvegar helgidómur sem byggður var drottni til dýrðar fyrir „lifandi steina í musteri Guðs“ Og hinsvegar effelturninn sem byggður var til þess að vekja athygli á sjálfum sér og mikilli sýningu sem þar var fyrir réttum 130 árum. Að neðan koma nokkrar myndir sem tengjast kirkjunni, sögunni  og framtíð hennar.

Á myndinni að ofan sést hvar Napoleon Bonaparte tekur kórónuna úr hendi páfa og setur á höfuð sér og krýndi sig keisara. Þetta var 2. desember árið 1804 eða fyrir bráðum 215 árum.

Hér eru Gina Lollobrigida og Anthony Quinn, sem lék krypplinginn Quasimodo, í hlutverkum sínum í Hringjaranum frá Notre Dame eftir Victor Huga í kvikmyndinni frá 1956. Bókmenntaverkið var til þess að auka vinsældir kirkunnar og virðingu.

 

Það kemur mörgum á óvart hvað timburverkið „eikarskógurinn“ sem brann  er lítill hluti kirkjunnar, Það er guli hlutinn efst í sneiðmynndinni.

Hér er ljósmynd af þakrýminu fyrir brunann. „Eikarskógurinn“

Að ofan er þakrými kirkjunnar í Chartres sem endurnýjað var fyria margt löngu. Kirkjan sjálf var byggð á árunum 1194-1220 Bent hefur verið á þessa lausn varðandi Notre Dame. Hún er sögð mun fljótlegri og ódýrari.

Að ofan er gömul ljósmynd sem tekin var þegar Hausmann og Napóleon III voru að endurskipuleggja borgina fyrir um 170 árum.

 

Margar tillögur hafa verið settar fram af málsmetandi arkitektum um edurbygginguna. Það koma myndir af nokkrum hér á eftir.

Hér leggur arkitektinn til að gerður verði útsýnisgarður ofan á Notre Dame.

Einhverskonar flóðlýsing sem dregur frekar úr einkennum kirkjunnar.

 

 

 

Að lokum koma hér myndir þar sem gert er grín að hugmyndum um að endurbyggja í samræmi við nútíma byggingalist.

Grínistarnir telja á Hadid hefði viljað hafa þetta einhvwernvegin svona.

Þeir velta fyrir sér hvort kirkjan mundi líta svona út ef styrktaraðilarnir fengju að ráða ferðinni!

Hér er svo“ bland í poka“ þar sem ýmsum nútímalegum byggingum sem almenn eru vel þokkaðar er klastrað á gömlu kirkjunna.

 

Hér er mynd að lokum sem sýnir Notre Dame og umhverfi hennar áður en Hausmann og Napoleon III tóku sig til við að endurhugsa borgina.

Athugasemdir við að halda samkeppni um endurbyggja kirkjuna í nútína stíl hafa fengið dræmar undirtektir utan Frakklands. Sitt sýnist vissulega hverjum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn