Sunnudagur 31.01.2016 - 11:11 - 8 ummæli

Ný „supersygehuse“ í Danmörku

untitled

 

Undanfarið hafa danir verið að endurhæfa gamla spítala og byggja nýja. Það hefur margoft komið fram að þetta hefur ekki gengið vandræðalaust fyrir sig. Framkvæmdirnar hafa hvorki staðist tíma- né  fjárhagsáætlanir. Til að mæta hækkun kostnaðar hefur verið skorið niður.

Formaður fyrir samtökum danskra sjúklinga, Morten Freil, hefur haft af þessu miklar áhyggjur. Hann segir að niðurskurður vegna bygginganna muni leiða af sér verri þjónustu og verri aðstæður fyrir sjúklinga.

Alls eru danir að byggja sex svokölluð „súpersjúkrahús“ víða um land fyrir utan þau sjúkrahús sem verið er að endurhæfa. Alls er hér um að ræða 16 byggingastaði. Þessi nýja áætlun gengur út á að það verða aðeins á 21 stað í landinu sem sem danir geta sótt bráðaþjónustu. Til þess að mæta þessari dreifingu hefur verið ákveðið að bæta við  þrem „akuthelekoptere“ sem þjóna eiga öllu landinu.

Í greinargerð SPITAL, hönnunarteymis Landspítala Háskólasjúkrahús, undir kaflanum „Hönnunarþyrla“ segir orðrétt: „Miðað er við að þyrlur sem noti pall séu í afkastagetuflokki 1, þ.e. þyrla sem hefur þá afkastagetu að ef markhreyfill verður óvirkur þá geti hún lent á flugtaksstöðvunarsvæðinu eða haldið fluginu örugglega áfram til viðeigandi lendingarstaðar eftir þvi hvenær hreyfillinn verður óvirkur.  Í þessu verki er gert ráð fyrir stærri þyrlu en núverandi þyrla Landhelgisgæslu og var ákveðið að skoða tvær gerðir fyrir utan núverandi þyrlu. Þær þyrlur voru Sikorsky S92 og Agusta Westland Aw101.“

Þeir sem til þekkja telja að hver „hönnunarþyrla“ sem gert er ráð fyrir að þurfi að nota við sjúkraflug á þyrlupallinn á Nýja Landspítala á Hringbrautarlóðinni samkvæmt hönnunarskýrslu og ráðgjöf frá Flugmálastjórn Íslands, muni kosta um 4 milljarða króna (notuð) sem er helmimgi meira en núverandi þyrlur Langhelgisgæslunnar og er aukakostnaður talinn verða rúmlega einn milljarður á ári.

Til þess að ná yfirsýn yfir verkefnið í Danmörku gerði sjóvarpsstöðin TV2 yfirlit yfir stöðuna sem hér er léttilega reifuð.

 

 

Univeritetssygehus Köge Háskólasjúkrahúsið í Köge Háskólasjúkrahúsið í Köge á að kosta um 80 milljarða króna (4 milljarða Dkr.) og á að þjóna 290 þúsund manns. Fram að þessu hafa allar áætlanir staðist og engin teljandi vandræði komið upp. Athygli vekur að í Köge þar sem verið er að byggja háskólasjúkrahúsið er enginn háskóli annar en sjálft sjúkrahúsið. DNU-aarhus

Utan Árósa eru danir að byggja nýtt háskólasjúkrahús fyrir  um 130 milljarða íslkr. (6,5 milljarða Dkr) sem á að þjóna 303 þúsund manns.
Í fjölmiðlum hefur verið talað um nokkur vandamál með framkvæmdina:
  • Helmingur skrifstofa vegna yfirstjórnar verður sparaður
  • Miklar seinkanir hafa orðið og mun sjúkrahúsið opna þrem árum seinna en ætlað var, eða árið 2019
  • Bráðamótöku hefur verið seinkað um eitt ár.

Nyt Odense Univeritetshospital

Háskólasjúkrahúsið Í Odense verður 212 þúsund fermetrar og á að þjóna 430 þúsund manns fyrir um 130 milljarða króna (6,4 milljarða Dkr)  Þetta verður stærsta sjúkrahús Danmerkur. Þó ekki sé byrjað að byggja ennþá hafa komið uipp ýmis vandamál:

  • Árið 2013 varákveðið að miðlægt eldhús yrði ekki í sjúkrahússsamstæðinu heldur yrði maturinn keyptur utanað.
  • Nokkur seinkun er á framkvæmdinni af ýmsum ástæðum einkum hvað varðar þarfagreiningu og hönnun.

 

DNV - Gödstrup

DNV – Gødstrup.  Sjúkrahúsið mun þjóna 284 þúsund dönum og kosta rúmlega 60 milljarða íslenskra króna (3,15 Dkr) Helstu vandamálin sem upp hafa komið er tímaáætlun og kostnaðaráætlun.

 

  • Hætt var við að byggja sjúkrahótel til að spara 1,5 milljarð isl.kr. (75 milljónir Dkr)
  • Útveggjagerð var of dýr og ákveðið var að breyta henni þannig að spara mátti um 5 miljarða isl.kr (254 milljónir Dkr.)
  • Seinkun opnunnar um tvö ár.

NAU Aalborg

Nýja sjúkrahúsiðí Álaborg á að kosta um 90 milljarða isl króna (4,59 Dkr) og á að þjóna 316 þúsund manns á 155 þúsund fermetrum. Þarna hafa verið hvað mest vandamál í þessum sex „supersjúkrahúsum“. Þar verður ekki sjúkrahótel og engin fæðingardeild.

Nyt hospital i Nordsjælland

Í Hilleröd á að byggja sjúkrahús fyrir 76 milljarða isl.kr. ( 3,8, milljarða Dkr.) sem þjóna á 310 þúsund manns. Þó framkvæmdir séu varla hafnar hefur byggingastjórnin þurft að breyta upprunalegum áætlunum:

  • Húsið hefur verið minnkað úr 161 þúsund fermetrum í 136 þúsund og síðar um 16 þúsund fermetra til viðbótar.
  • Það þurfti að minnka skrifstofur, fækka verkstæðum og leggja niður miðlægt eldhús.

+++++

Hægt er að nálgast slóð TV“ hér:

http://nyheder.tv2.dk/samfund/2015-12-08-grafik-her-er-supersygehusenes-store-problemerH

++++++

Viðbót við færsluna birt kl 2:30 sunnudaginn 31. janúar 2016:

Vegna fyrirspurnar Sveinbjörns hér að neðan í athugasemdum birti ég síðu úr greinargerð SPITAL teymisins þar sem fjallað er um breytta þörf þyrlkostsins vegna staðsetningar spítalans við Hringbraut og orðrétta tilvitnun í texta eftir mann sem hefur kynnt sér málið vel.

Ef einhver veit betur og getur leiðrétt það sem þar stendur eða eða bætt við frekari upplýsingum þá væri það vel þegið. Sama á við  um tilvitnun að neðan í ummæli sérfræðings hér að neðan. Ég mun  birta leiðréttinguna og viðbótarupplýsingar strax í sérstökum pistli. 

Mikill fengur væri í að fá nákvæmt mat á þessu þyrlumáli,  og öllum kosnaði samfélagsins vegna staðsetningarinnar við Hringbraut borinn saman við aðra staði. En það fæst sennlega ekki fyrr en opið óháð mat á staðarvali fer fram.

Tilvitnunin kemur hér:

“Aðstaða fyrir þyrlusjúkraflug á Nýja Landspítalann við Hringbraut eru afar þröngar. Slíkar aðstæður kalla því nú á svokallaðar 3 mótora þyrlur (eða sambærilegar varðandi mótoröryggi og ef vélarbilun verður í einum mótor) sem þýðir um 10 milljarða króna aukafjárfestingu við endurnýjun þyrluflotans eins og hann er í dag (2 þyrlur).”

Hér að neðan kemur síða nr.: 3 í skýslu SPITAL um þyrlupall LSH.

12651310_10201496234925308_5119059865605287162_n

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Helgi Guðmundsson

    Þurfa menn ekki að fara að vakna til meðvitundar?

  • Bretland var eitt fyrsta landis sem tók up Súpersjúkrahúsa áætlun í heilbrigðiskerfinu. Héraðssjúkrahúsum var lokað og þjónustu var þjappað saman og gerð „skylvirkari“. Útkoman var sú að kostnaður við heilbrigðisþjónusuna fór upp úr öllum ráðum. Bretland er nú að snúa algjörlega við blaðinu.
    Hvít skýrsla var gerð af ríkisstjórninni og rannsóknir sýndu að súpersjúkrahúsin þýða að fólk fer mjög seint af stað fyrir læknaþjónusut, sem þýðir að lækning er stórtækari og dýrari. Súpersjúkrahúsin búa síðan til stór yfirmannakerfi sem kosta mikið. Stórar og dýrar vélar eru keyptar os. frv. ofan á kostnað, þá hefur þett haft negatív áhrif á heilbrigði almennings. Tekið var sem dæmi heilbrigðiskerfi Ísraels þar sem áherslan er lögð á skjót og nálæga heilbrigðisþjónustu í hverfunum og tekið er á sjúkdómum snemma og skjótt. Kostnaðurinn og skylvirkni kerfisins er þar mun betri. Bretar eru því orðnir algjörlega andsnúnir þessum súpersjúkrahúsum. Helstu stuðningsmenn þessa kerfis eru yfirmenn spítala og framleiðendur hátæknibúnaðar.

  • Í spítalaumræðunni verður mér alltaf hugsað til Sankti Ólafs háskólasjúkrahússins í Þrándheimi.

    Það er í göngufæri við bæði háskólann þar í borg (NTNU) og miðborgina.

    Það hlýtur að vera áhugavert dæmi til samanburðar. Hver er reynslan af því? Hver er byggingarsaga þess? Hefur það verið stækkað á undanförnum árum? Ef svo er, hvernig var umræðan í kringum það? Og svo framvegis.

    Ef einhver hefur tök á að kynna sér málin þar með hlutlægum hætti held ég að það væri kærkomið innlegg í umræðuna. Ég er langt því frá sannfærður um kosti Hringbrautar, en það borgar sig heldur ekki að festast í fari og horfa fram hjá þeim sem hugsanlega kunni að vera.

  • Kostnaðaráætlun hönnuða • π (pí) hefur stundum þótt viðeigandi stuðull til að fá fram líklegan raunkostnað (í verklok). Hefur þetta sérstaklega átt við þegar um opinberar framkvæmdir er að ræða.

  • Sveinbjörn

    Þessi þyrluumræða kemur á óvart.

    Ertu að segja að það þurfi að fá öflugri þyrlu vegna staðsetningarinnar? Að árleg útgjöld verði meira en milljarður meiri vegna þess að það er svona þröngt um spítalann við Hringbraut?

    Ef svo er þá þarf heldur betur að meta þetta allt uppá nýtt með öllum samfélagslegum þáttim í jöfnunni.

    • Sammála. Það er eins og að þetta sé eitthvað vanhugsað.

    • Hilmar Þór

      Þakka þér athugasemdina Sveinbjörn.

      Það er eðlilegt að hafa efasemdir um öll mál sem eru í deiglunni og menn eru ekki á einu máli um. Og það er ástæða til þess að vera varkár í öllum málflutningi. Rangar og gildishlaðin sjónarmið geta komið af stað flökkusögum sem rugla umræðuna.

      Vegna spurningar þinnar um hvort árleg útgjöld verði meira en milljarður vegna þyrlnanna og þrengsla spítalans við Hringbraut þá get ég ekki fullyrt neitt um það enda ekki sérfræðingur. En eftir að hafa skoðað gögn og hlustað á fólk sem hefur meiri þekkingu en ég þá eru, því miður; miklar líkur til þess?

      Ég hef ekki séð heildarúttekt á þessu frekar en heildarúttekt á staðsetningu sjúkrhússins í heild sinni.

      Ég bætti við frekari upplýsingum í tilefni athugasemdar þinnar.

      P.S. Betra væri að þú og aðrir skrifuðu undir fullu nafni.

  • M. Ólafsdóttir

    Ôll sjúkrahúsin eru á iðagrænum svæðum. Í Álaborg er húsið við endastöð almenningssamgangna (Keldur?)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn