Hér kemur grein eftir Gunnlaug Baldursson arkitekt sem hefur starfað í Þýskalandi frá námslokum. Hann fjallar hér um afar áhugavert efni sem varðar okkur íslendinga sérstaklega nú þegar ferðaþjónusta er orðinn einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar.
Fléttað inn í landslagið
Nýlega fjallaði ég á Eyjunni um samhengi nýbygginga og borgarumhverfis („fléttað inní borgarvefinn“). Þegar fjallað er um sama tema, samhengi bygginga og náttúru mætti mögulega ræða um arkitekta eins og Wright ,sem þróaði verkin út frá staðareinkennum og umhverfi, höfundareinkenni voru honum ekkert sem máli skipti.
Ég vel annan veg og rýni í uppbyggingu á eyju ,sem á ýmsan hátt er hliðstæð Íslandi:
Upprunalegt landslag, engin iðnarþróun, engin vaxin borgmenning. Og mikil ásókn ferðamanna í upprunan og náttúruöflin eins og nú er óðum að vaxa á Íslandi.
En ef augum er bent að kanríeyjunni Lanzarote er hún gjörólík Íslandi varðandi skilning á byggingaformum. Eyjarbúar gerðu sér á réttum tíma grein fyrir sambandi bygginga og landslags, hefðum og staðareinkennum. Heilsteyptur arkitektúr er ekki tilviljunarkenndur stíll, ekki hönnun egóista og fjárfesta og ekki tískufyrirbrigði eins og t.d. föt, bílar eða húsgögn.
Sameiginlegt átak samfélagsins er miklvægt fyrir samband bygginga og menneskjunnar.
Fyrir nokkrum áratugum var eyjan svo til óþekkt eldfjallaland, þakið stórum svörtum sandi og hraunbreiðum, fátækt og líf erfitt. Ferðamenn,sem vildu njóta upprunalegrar náttúru og sjávarlofts, höfðu enga aðstöðu, sem jafnast á við þær kröfur,sem fjöldinn gerir.
Breytingin varð á örfáum áratugum og mest uppúr aldamótum framm að hruninu 2008. Allt nokkuð hliðstætt þeirri þróun, sem Ísland er nú og næstu árin að ganga í gegnum. Og nýjasta dæmið um ferðamannamiðstöð við Selfoss bendir á, að skilning á málefninu vantar almennt enn á Íslandi.
Allt lék á þunnum þræði
Þegar uppbyggingin á Lanzarote hófst uppúr 1970 var það gæfa, að réttur maður var til staðar.
Cesar Manrique , fæddur á eyjunni 1919, nam málaralist og kvikmyndagerð (1945/68 í Madrid og New York). Þegar hann settist aftur að á eyjunni, um að bil sem uppbyggingin hófst, ákvað hann að taka virkan þátt í að sérkenni landsins og upprunaleg menning fengju að halda sér, þrátt fyrir „byltingu“ í móttöku ferðamanna. Í byrjun útþennslunnar gerðu fáir sér grein fyrir, að landslag, arkitektúr og vaxinn menningararfur er dýrmæt eign, sem nú hékk á mjög þunnum þræði.
Með aðstoð vina hóf Manrique kerfisbundna rannsókn á einkennum og arfleið Lanzarote og birtust niðurstöðurnar í bók 1974: Lanzarote arquitectura inedita. Bókin undirstrikar það, að engin rök eru fyrir því að hverfa frá byggingarformum,sem þróuð voru útfrá staðháttaum í aldaraðir. Byltingar eru oftast ekki til heilla. Byggingamenning felst ekki síst í því, að virða náttúruna og rækta arfleiðina.
Manrique, er ekki arkitekt, en fær m.a. þau verkefni,að skapa nokkra staði, sem verka sem „aðdráttarafl“ fyrir eyjuna og ferðamenn.
Þau hús og hótel, sem verða til í hópi samvinnumanna og yfirvalda eru mælikvarði fyrir allt, sem byggt er síðar: eyjan heldur í eigin hefð ,gamallt og nýtt lifa áreynslulaust í sátt og samlyndi.
Eyjarbúar virðast hafa orðið sammála um, að góð heild bygginga er ekki tilviljun, hún vex með samfélaginu.
Spor þessa skilnings sjást ekki einungis í byggingum: auglýsingaspjöld við þjóðvegi eru bönnuð, rafmagnslínur trufla ekki landsalagið, og áberandi virðing er fyrir umhverfi og upprunalegu landi.
Eftir lát Manrique,1992, var eyjan í heild sinni sett á skrá UNESCO sem „biosphere reserve“.
Að innan útávið
Áhugi minn á Manrique vaknaði þegar ég hafði tækifæri til að kynnast honum persónulega 1986 og uppgötvaði, að báðir vorum við aðdáendur F. L. Wright.
Þá á ég aðallega við samband bygginga og umhverfis, en einnig það hvernig Wright þróar byggingar sína að innan útávið. Wrightemað „að innan útávið“ hef ég kynnt áður, m.a. í Lesbók Mbl. („endalok sýndarmennsku í augsýn“,27.06.09).
Ég uppgötvaði á Lanzarote, að Manrique skapar oft fremur ljóslítið innirými, þannig að ytra umhverfi verður áhrifameira. Slík rými hafa einmitt líka „ opinberan“ karakter. Þetta Wrighttema setur Manrique á svið í frumlegum tilbrigðum. Dæmi: „útsýninsaugu“ Mirador del Rio. Veitinga og útsýnisstaður, felldur efst inní og hluti af 500 metra háum klettum, sem falla frammí Atlandshafið. Frá hringlaga torgi er gengið í gegnum þröng bogadregin göng inní sal með miklið úsýni yfir hafið og eyjarnar í kring. Slíkir staðir lifa í minnigu ferðamanna!
Fyrir uppbyggingu ferðamannaaðstöðu á Ísandi má mikið læra af þannig stöðum á Lanzarote.
Þessi og álíka byggingar fyrir ferðamenn eru fléttaðar inní landslagið og ekki „soliter Musteri“, eins og t.d. það fyrirbrigði ,sem nú er kynnt sem “ íslensk ferðamannamiðstöð“ við Selfoss.
Fléttað inní íslenskt landslag
Hverfum til Íslands: þegar ferðamaður lítur yfir ný byggðarhvefi sjávarplássa greinir hann afar mismunadi hús, gjarna raðað eins og frímerkjum á umslag.
Samhengi við næsta umhverfi er oftast takmarkað. Hver eru íslensku einkennin í húsagerð?
Nefna má stað eins og Seyðisfjörð, en hann státar af „því gamla“ og er eitt af fáeinum frávikum.
Ég spyr : hefur t.d. það sem nú er kynnt sem ferðamannamiðstöð við Selfoss íslenskan „staðaranda“ ?
Grein þessi barst síðunni frá Gunnlaugi Stefáni Baldurssyni arkitekt sem starfað hefur í Þýskalandi að mestu síðan hann lauk námi frá háskólanum í Karluhe. Hann hefur verið umsvifamikill arkitekt og rekið sína eignin stofu Siegen í Þýskalandi fra 1990, tekið þátt í samkeppnum með ágætum árangri auk þess að stunda kennslu í byggingarlist.
Eftirfarandi pistlar eftir Gunnlaug Stefán Baldursson hafa áður birst á þessum vef:
http://blog.dv.is/arkitektur/2011/05/02/perla-i-berlin-mies-verdlaunin-2011/
http://blog.dv.is/arkitektur/2013/12/29/flettad-inn-i-borgarvefinn/
Að neðan koma nokkrar ljósmyndir af mannvirkjum á Lanzarote sem Cesar Manrique hafði með að gera en þeir Cesar og Gunnlaugur voru vel kunnigir. Myndirnar eru frá Mirador del Rio sem fallað er um í greininni.