
“Auk dómnefndar og starfsmanna hennar, ritara, trúnaðarmanns og ráðgjafa er þáttaka óheimil þeim, sem rekur teiknistofu með þessum aðilum, er þeim nátengdur eða vinnur að verkefnum með þeim sem gæti haft áhrif á árangur viðkomandi í samkeppninni…… Meginreglan varðandi hæfi þáttakenda er sú að þeir beri sjálfir ábyrgð á hæfi sínu”
Þetta er hvorki flókinn né torskilinn texti.
En getur samt þvælst fyrir hinu ágætasta fólki.
Þetta er texti úr keppnislýsingu vegna samkeppni um hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Eskifirði og fjallar um hæfi til þáttöku í samkeppninni.
Þessi texti á sér 60-70 ára gamla sögu í samkeppnisreglum Arkitektafélags Íslands. Öll þessi ár hafa þáttakendur í arkitektasamkeppnum borið mikla virðingu fyrir þessu ákvæði og allt gengið vel.
Menn hafa farið varlega og gætt þess að taka ekki þátt í samkeppnum leiki hinn minnsti vafi um vanhæfi þeirra til þáttöku.
Svo fyrir nokkrum misserum kom sú staða upp að samstarfsmaður eins dómarans í samkeppni um hjúkrunarheimilui aldraðra á Eskifirði tók þátt í umræddri samkeppni. Og ekki bara það heldur skilaði samstarfsmaður dómarans ágætri tillögu og vann til fyrstu verðlauna.
Dómarinn og verðlaunahafinn höfðu á þessum tíma nýlokið við að hanna skóla í Mosfellsbæ í sameiningu ásamt því að taka þátt í samkeppni í fullu hagsmunasamstarfi.
Á lokavikum samkeppninnar sótti dómarinn um að hanna leikskóla í fullu samstarfi við verðlaunahafann.
Félagarnir, dómarinn og sá sem hann tók þátt í að veita fyrstu verðlau á Eskifirði hófu um svipað leyti samstarf um að hanna umræddan leikskóla og hafa nýverið lokið verkinu með sóma sýnist mér.
Dómaranum og keppenda var greinilega vel til vina.
Samkvæmt hefðbundnum skilningi er þarna um “nátengda” aðila að ræða “sem vinna saman að verkefnum”. Samkvæmt því mátti fyrstuverðlaunahafinn vita að hann var vanhæfur til þáttöku.
Þegar niðurstaðan lá fyrir var hún eðlilega kærð til kærunefndar útboðsmála sem komst að þeirri niðurstöðu að svipta þyrfti vinnigshafann verðlaununum enda var hann álitin vanhæfur til þáttöku.
Það var almenn ánægja með þessa niðurstöðu úrskurðarnefdarinnar í hópi þáttakenda enda væri þarna ella stigið skref inn á óheillabraut.
Þessu gat verðlaunahafinn ekki unað og höfðaði mál til riftunnar niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.
Síðasta vetrardag fell í héraðsdómi Reykjavíkur dómur í málinu varðlaunahöfunum í vil. Hérasðsdómarinn taldi riftunina ólöglega og keppendanum aftur dæmd fyrstu verðlaun.
Eftir að hafa lesið dóminn sýnist mér að dómarinn hafi ekki náð að kjarna málsins. Það hafi orðið flókið í hans huga þannig að hann gat ekki greint málið. Textinn er alls um 13 þúsund orð sem staðfestir þessa skoðun að mínu mati.
Það er slæmur dómur sem þarna féll og mun hann leggja stein í götu samkeppnisumhverfisins hér á landi.
Málinu þarf að áfrýja og hagsmunaaðilar að taka þetta til rækilegrar umræðu.
Ef ekki verður brugðist við þessu er hætta á trúnaðarbresti milli útbjóðenda og keppenda í samkeppnum með þeim afleiðingum að arkitektar hætta að taka þátt.
Í raun eru samkeppnismál í uppnámi ef akki verður brugðist við þessari túlkun dómarans.
Þessi dómur er auðvitað fordæmisgefandi og fordæmið er slæmt. Ég held að Arkitektafélagið ætti að fá siðanefnd félagsins til þess að undirbúa vandaðan félagsfund um málið.
Hér má lesa dóminn í heild sinni:
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201101307&Domur=2&type=1&Serial=1&Words