
Á haustdögum 2009 skrifaði ég færslu um Landsspítalann við Hringbraut þar sem ég taldi að nauðsynlegt væri að ræsa almenna umræðu um framkvæmdina, hugmyndafræði og staðsetningu húsanna.
Ég óttaðist að atburðarrásin tæki völdin og að sjúkrahúsið yrði byggt án þess að sátt væri um það sem væri í vændum.
Í framhaldinu skrifaði ég fleiri færslur um málið og allnokkrir málsmetandi aðilar sendu pistla inn á þennan vef og lögðu sitt til málanna. Í tengslum við færslurnar komu um 300 málefnalegar athugasemdir sem voru upplýsandi innlegg í umræðuna.
Þegar ég lít til baka sýnist mér að allt stefni í það sem ég óttaðist mest, að atburðarrásin tæki völdin.
Í nóvember 2010 lagði Arkitektafélagið fram þá hugmynd að teiknistofunni Arkitektúr.is yrði falið að vinna deiliskipulag svæðisins í nánu samstarfi við notendur og eigendur spítalans. Það er að segja að hefðbundið traust verklag yrði viðhaft. Fyrst yrði gert deiliskipulag og í framhaldi yrði samkeppni um einstakar byggingar. Teiknistofan Arkitektúr.is var talin fullfær um þessa vinnu enda komst hún í gegnum þröngt forval fyrir örfáum árum og hafði unnið til fyrstu verðlauna í samkeppni um verkið.
Verkefnastjórnin var á öðru máli og vildi efna til forvals og samkeppni þar sem allt var undir. Deiliskipulag og húsahönnun.
Arkitektafélagið taldi réttara að stefna að því að fá fram deiliskipulag áður en samkeppnin væri auglýst til þess að ekki væri lagt út í algera óvissu.
Að loknu deiliskipulagi yrði efnt til samkeppi um einstakar byggingar. Um sérhæfustu byggingarnar yrði keppt að undangengnu forvali, aðrar í opinni samkeppni og sumar í einkaframkvæmd eða alútboði. Arkitektafélagið taldi rétt að hanna byggingarnar og byggja í þeirri röð sem henta þætti, inn í staðfest deiliskipulag.
Skammsýnir aðilar, gullgrafarar, innan arkitektastéttarinnar hlupu útundan sér og gáfu félaginu og verkkaupa ekki tækifæri til þess að þróa þessa hugmynd og ræða frekar.
Verkefnisstjórn spítalans gaf sér ekki svigrúm til að ræða leið Arkitektafélagsins. Hún vildi velja hönnunarteymi að undangengnu þröngu forvali og hanna húsin og skipulagið í einum áfanga. Samflétta deiliskipulag og húsahönnun í einni slaufu. Í kjölfar samkeppninnar yrði síðan samið við vinningshafa um að ganga frá deiliskipulaginu og skila 20% hönnunarvinnu vegna húsanna (!)
Þetta var óskynsamlegt fyrir margra hluta sakir
Hugmynd arkitektafélagsins byggði á traustum og þekktum vinnubrögðum sem falla að íslenskum byggingariðnaði og hentaði húsbyggjandanum afskaplega vel hvað allan undirbúning, fjármögnun og rekstur varðar.
Við leið arkitektafélagsins væri staðan að líkindum önnur en í dag. Annaðhvort væri búið að finna annan stað fyrir sjúkrahúsið sem sátt væri um eða að gatnagerð væri hafin og allnokkrar arkitektastofur væru ýmist að vinna að hönnun húsa eða takandi þátt í samkeppnum um einstaka hluta spítalans.
Og hver er staða verkefnisins í dag? Hvernig vindur því fram?
Ég veit það ekki en hitt veit ég að það kom fram á opnum fundi skömmu eftir að hönnunarsamningur var undirritaður að stefnt væri að því að framkvæmdir hæfust við gatnagerð á haustmánuðum 2011. Það hefur ekki gengið eftir.
Mér skilst að hönnunatreymið sé að nálgast verklok hvað varðar hönnun húsanna samkvæmt samningi (20% hönnun) þó svo að deiliskipulagið sé enn í fullkominni óvissu. Það var reyndar forkynning á deiliskipulaginu í haust þar sem óskað var eftir athugasemdum. en það er ekki afgreitt. Þetta er óvenjuleg staða og illskiljanleg.
Mér heyrist að fólk sé almennt ekki á móti sjúkrahússbyggingnni sem slíkri. Hinsvegar skynja ég að verkefnisstjórninni hefur ekki tekist að sannfæra borgarana um staðsetninguna.
Það má vel vera að verkefnisstjórnin hafi unnið vel og að Hringbrautarstaðsetttingin sé sú besta en það þarf að vera breið sátt um málið.
Sátt þarf að nást um málið og hún næst einungis með tillitssemi og rækilegri kynningu á verkefninu þar sem allir hnútar eru hnýttir og óvissu eytt.
Þetta er áhyggjuefni sem þeir sem bera ábyrgðina þurfa velta fyrir sér og leysa.
Að neðan eru teglar á nokkrar færslur um þetta góða þjóðþrifaverkefni.

Heimasíða Arkitektúr.is
http://arkitektur.is/verk/haskolasjukrahus/index.php
Deiliskipulagstillaga-Greinargerð
http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/skipbygg/frettir/2011/gogn/NLSH_03_Verkefnisl_sing_2011.02.03.pdf
Hér eru allar bokanir skipulagsráðs um málið.
http://gamli.rvk.is/vefur/owa/edutils.parse_page?nafn=SN110037
Umræður um málið á bloggsóðunnu Arkitektúr Skipulag og Staparprýði:
Landspítalinn Háskólasjúkrahús
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/11/11/landspitalinn-haskolasjukrahus/
Landspítali Háskólasjúkrahús, ummæli Ingólfs Þórissonar framkvæmdastjóra eignasviðs spítalans
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/11/16/landspitalinn-haskolasjukrahus-%e2%80%93-vidbot/
Landspítalinn – arkitektar – verktakar
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/12/11/landspitalinn%e2%80%93arkitektar%e2%80%93verktakar/
Björn Hallsson skrifar um Landspítalann
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/01/22/bjorn-hallsson-lsh/
Deiliskipulag Landspítalalóðar
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/01/26/deiliskipulag-landspitalalodar/
Gegnumgangur LSH samkeppnin
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/07/14/gegnumgangur-lsh-samkeppnin/
LSH samkeppni framhald
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/07/16/lsh-samkeppni-framhald/
Landspítalinn – Umferðamál
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/03/landspitalinn-%e2%80%93-umferdamal/
Landspítalinn Innlegg borgarfulltrúanna Dags B Eggertssonar og Gísla Marteins Baldurssonar.
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/04/landspitalinn-innlegg-borgarfulltrua/
Landspítali Öskubuskueinkenni
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/06/landspitali-oskubuskueinkenni/
LSH Stórkallalegt skipulag eftir Guðlaug Gauta Jónsson arkitekt.
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/09/lsh-%e2%80%93-storkallalegt-skipulag/
Sjónarmið heilbrigðisvísindafólks eftir Magnús Karl Magnússon yfirlækni og prófessor
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/11/lsh-sjonarmid-heilbrigdisvisindafolks/
Nýr Landspítali við Barónsstíg og Eiríksgötu eftir Pál Torfa Önundarson yfirlækni og prófessor
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/12/nyr-landspitali-vid-baronsstig-og-eiriksgotu/
Landspítalinn þarf að hugsa út fyrir ramman
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/14/landspitalinn-tharf-ad-hugsa-ut-fyrir-rammann/
Íbúafundur um nýjan Landspítala eftir Guðlaug Gauta Jónsson arkitekt.
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/23/ibuafundur-um-nyjan-landspitala/
Menningarstefnan og Landspítalin
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/29/menningarstefnan-og-landspitalinn/