Laugardagur 11.06.2011 - 20:48 - 25 ummæli

Reiðhjólavæðing Kaupmannahafnar

Hér gefur að líta skemmtilegt myndband um svokallaða “Copenhagenisation” eða reiðhjólavæðingu Kaupmannahafnar þar sem nú er svo komið að meira en helmingur fullorðinna notar reiðhjól til þess að ferðast til og frá vinnu.

Kaupmannahöfn hefur alltaf verið hjólreiðaborg en hún hefur vaxið sem slík á undanförnum árum.

Þarna er stutt viðtal við Jan Gehl sem spyr hvort ástæðan fyrir fjölgun hjólandi sé umhyggja fólks fyrir umhverfinu? Hann svara að það hafi hjálpað smávegis.  Svo spyr hann hvort  aukning hjólreiða sé vegna þess að fólk áliti það heilsusamlegt? Og hann svarar aftur að það sé líka smá hluti af ástæðunni fyrir auknum hjólreiðum.  Þá spyr hann hvort fólk noti reiðhjólin vegna þess að það sé ódýrara? Hann telur það skipti ekki miklu  máli.

Og svo í lokin segir hann að Kaupmannahafnarbúar hafa valið reiðhjólið fyrst og fremst vegna þess að það er fljótlegur og þægilegur ferðamáti í borginni. Besti kosturinn!!

Semsagt að reiðhjólið er .i Kaupmannahöfn tekið fram yfir aðra kosti vegna þess að það er fljótlegra og þægilegra en aðrir valkostir. Aukaatriði er að hjólreiðar mengi minna, stuðli að betri heilsu og sé hagkvæmari en einkabílaþráhyggjan sem hefur ráðið í skipulagsmálum og samgöngumálum hér á landi um áratugaskeið.

Gestgjafi myndbandsins er hinn skeleggi Richard Quest frá CNN

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

 • Hilmar Þór

  Af tilefni skrifa Gravestone (12, 13 og 22), sem býr að mér skilst í Vínarborg, mundi ég eftir pistli sem ég skrifaði um borgina. Þar stendur m.a.:

  „Það er athyglistvert að nefna það að einn ágætur arkitekt, kunningi minn, sem býr í Wien og rekur hér arkitektastofu með nokkrum umsvifum, á engan bíl. Hann segir það ekki borga sig. Hann fer með allra sinna ferða með ágætu almenningsflutningakerfi borgarinnar.

  Ef hann þarf að fara út fyrir bæinn tekur hann bílaleigubíl og ef almenningflutningar henta ekki í önnum dagsins þá tekur hann leigubíl. Það borgar sig ekki að eiga einkabíl í Vínarborg.

  Ég mundi vilja eiga heima í slíkri borg. Borg þar sem aðgangur að einkabíl er ekki forsenda búsetu“

  Pistilinn má lesa í heild sinni hér:

  http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/11/13/wien/

  Ég bendi líka á ummæli bíladellugæjans; Jóns Þ.

 • Mig langar að bæta við:
  Það mætti gera undantekningu með rafdrifna bíla innan Hringbrautar. Þá yrðu þar rafdrifnir minibússar, rafdrifnin hjól og bílar, reiðhjól og gangandi innan Hringbrautar. Kyrrt, ekkert svifryk, og engin mengun.

 • Ég viðurkenni að ég er bíladellumaður og hef gaman að bílum. Sérstaklega kraftmiklum sportbílum og breyttum jeppum. En ég er samt sammála því að stuðla að því að bola einkabílum út úr miðbæ Reykjavíkur. Ég skammast mín þegar ég keyri á mikið breyttum crúsernum mínum í miðbænum. Hann á ekkert heima þar frekar en hraðskreiðir sportbílar og fjölskyldujeppar.

  Gravestone (22) kemur með hugmynd sem er mjög góð. Ef t.d. það væru 5-6 sæmilega stór bílastæði i jaðri gömlu Hringbrautar og ef maður keypti stæði fengi maður strætómiða sem hefði gildistíma sem er sá sami og keyptur bílastæðistími. Svo væri öflugt minibússakerfi innan Hringbrautar. Þannig væri hugsanlegt að gera gamla miðbæjinn einkabílalausann!!!!

 • gravestone

  Think about „park & ride“ systems – public garage connected to public transport (at the entrance to cities). Buy a year/month-ticket for the public transport and the garage is included.

 • Árni Davíðsson

  Svar við 10 og 14.
  Það er gott að hjóla á höfuðborgarsvæðinu en það gæti auðvitað verið betra sbr. stefnumál Landssamtaka hjólreiðamanna: http://www.lhm.is/lhm/barattumalin.
  Það sem Borgin hefur gert er ágætt til útivistar og getur hentað mörgum en er auðvitað ekki sambærilegt við það sem sést í Kaupmannahöfn. Of margt af því hefur verið gert með önnur sjónarmið í huga heldur en að greiða fyrir umferð hjólreiðamanna eins og t.d. að draga úr umferðarhraða. Þær lausnir mynda heldur ekki samanhangandi kerfi sbr. Lönguhlíð, Laugavegur, Suðurgata.
  Upplýsingar um hlutfall ferða með reiðhjólum eru heldur ekki til og engin aðili virðist telja það sitt verkefni að halda utanum það.
  Rvk. hefur gert svo kallaðar sniðtalningar árin 2009 og 2010 þar sem m.a. voru taldir hjólreiðamenn og þar reyndust fjöldi hjólreiðamanna og hlutdeild ferða á hjóli vera 67% meiri í sept/október 2010 heldur en 2009.
  Aðrar upplýsingar úr skoðanakönnunum benda til um tvöföldunar í fjölda ferða á reiðhjóli frá um 2008-2010: http://www.lhm.is/lhm/skjol/619-bref-ecf-spurt-um-hjolreiear-a-islandi. Þetta eru ekki nógu góð gögn í sjálfu sér og það vantar alfarið upplýsingar um árstíðasveiflu í hjólreiðum sem er mjög mikil. Sniðtalningin og skoðanakannanirnar eru gerðar að haustlagi.

  En ef um 100% aukning er að ræða það töluvert eigi að síður eða hvað?

 • Kostnaðurinn miðast við fargjald fyrir fullorðin einstakling í strætó sem á 10 miða kort fram og til baka, þe. 8 fargjöld miðað við 4 einstaklinga.
  Kostnaðurinn af bílnum er einungis bílastæðagjald (miðað við 3 klst eða lengur í miðbænum). Þ.e. hvorki bensín né almennur kostnaður af rekstri bíls er reiknaður með.
  Þegar ég reiknaði þetta út á sínum tíma (fyrir um ári) kostaði fargjald 11dkr en að leggja kostaði 67dkr fyrir 3 klst. Fargjald í strætó kostar nú 12dkr en veit ekki hvort bílastæðin hafi einnig hækkað.

  Yfirleitt ferðast ég þó á hjóli og eyði um 300kr í viðhald á ári og legg allstaðar frítt.

 • Þorvaldur

  Gréta skrifar:

  „Ég bý í Árósum og það þurfa að vera 4 í bíl til að það svari kostnaði að leggja bílnum í miðbænum í stað þess að taka strætó“.

  Ég spyr hvenig er þetta reiknað út. T.d. hvað kostar í strætó og hvað kostar að leggja bílnum þarna í Árósum?

 • Hilmar Þór

  Ég gæti trúað að ef raunkostnaður vegna samgangna á einkabifreið á höfuðborgarsvæðinu væri gagnsær og sýnilegur (þ.m.t. samfélagslegur kostnaður vegna gatna, bifreiðastæða o.þ.h.) væru öðruvísi ástand hér.

  Það væri skemmtilegra, fallegra og betra fyrir fólkið að búa á svæðinu auk þess að það bætti umhverfið og stöðuna í buddunni.

  Ég mæli með myndbandinu sem Gréta hér að ofan vísar á. Þetta er nokkuð langt en mjög áhugavert fyrir þá sem láta sig borgarskipulag varða.

 • Vil benda á

  Frábær fyrirlestur Jan Gehl sem Arkitektaskólinn í Árósum hefur lagt á netið og gert aðgengilegan fyrir alla (sem skilja dönsku). Hann fjallar meðal annars um að ferðamáti er ekki ‘hugarfar’ eins og einhver nefnir hér að ofan, heldur hvað er auðveldast.

  Kostnaður skiptir auðvitað einhverju máli og öll ‘ókeypis’ stæðin í Reykjavík 5m frá áfangastað auðvelda valið hjá mörgum. Ég bý í Árósum og það þurfa að vera 4 í bíl til að það svari kostnaði að leggja bílnum í miðbænum í stað þess að taka strætó.

 • „This policy and craziness has to stop…….. For our wallets, the health, sustainability and a better qualitiy of urban life“.

  Þetta eru orð að sönnu sem koma hingað alla leið frá Vínarborg ef rétt er skilið.

  Gravestone talar um rafdrifin hjól sem er frábær kostur. Mér skilst að hægt sé að kaupa þau hér á landi fyrir ekki mikið meira en gott reiðhjól kostar.

  Bílisminn er slæmur fyrir veskið, umhverfið(sjálfbærni), og gæði borgarlífsins.

  Koma svo „Besti“, gerið eitthvað róktækt í málinu.

 • Takk fyrir að vekja athygli á þessu skemmtilega og sannfærandi myndbandi. Næst er að Kaupmannahafnarvæða Reykjavík svo að ég geti ferðast fljótt og heilsusamlega á hjólinu mínu til og frá vinnu.

 • Thor Svensson

  „Organisk“ þróun er nær alltaf heillavænlegust. Það er engin spurning að betur má gera til að bæta aðstæður. En það verður að hanga saman með raunverulegri notkun. Það sem nú þegar hefur verið gert til að bæta aðstæður http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3546/5704_view-1026/ hefur ekki skilað sér svo neinu nemi (eftir því sem mér skillst). Það vantar einfaldlega hugarfarið sem liggur á bakvið. Kannski áróðursherferð gæti hjálpað?

 • Gravestone

  sorry for some mistakes in writing, have been obviously too fast – speed kills, sometimes.

 • Gravestone

  We have to reconquere the urban space again (specially in the old eusopean cities). Everything around bicycles is just one part of it (bike-ways and – lanes / new housing projects / new rules and laws…), furthermore a discussion about the speed in the cities / in our lifes is necassery.
  Here in Vienna (per day all together daily around bout 2,5 Mio are in the city) 1Mio are on the way with public transport, another 0,5Mio are on bikes and scouters, the rest in cars (mostly 1 person in). Use of public transport and bikes (incl. e-bikes, e-scouters and e-mobiles) is yearly increasing.
  There’s no other way for the future of our cities, individual and collective coasts are (getting) to high.
  In the time when european cities started to chenge theis policy and strategy in urban planning the capital area Reykjavik has been planning, better let it happen, that you are forced to use cars. This policy and craziness has to stop. And there’s only a radical (in the sense of conseuent) way out of this.
  For our wallets, the health, sustaionability and a better qualitiy of urban life.

 • Þetta er ekki bara spurning um „menntalitet“ eins og Tor segir. Stjórnmálamenn hafa ekki boðið borgarbúum upp á annan kost en blikkbeljuna.

 • Thor Svensson

  Það er hægt að ræða þetta fram og tilbaka, heimta hjólreyðastíga, loka vegum fyrir umferð, bílagjöld, dýrari bílastæði o.s.fr. o.s.fr. En það er bara ekki það sem er málið, þetta snýst um „mentalitet“ (hugarfar). Athugið að góðar hjólaaðstæður víða í Danmörku er afleiðing, ekki orsök miklar hjólamenningar. Íslensk einstaklingshyggja er okkar faratálmi í umferðinni sem og á mörgum öðrum sviðum í þjóðfélaginu.

 • Kannski það vanti bílastæði og kannski þarf að borga fyrir bílastæðin í Kaupmannahöfn?

  Er ekki sagt að það sé um 700-800 stæði per 1.000 störf í miðborginni okkar. Nær allt ókeypis, greitt skattfrítt af vinnuveitendanum eða niðurgreitt af bílastæðasjóði.

 • Thor Svensson

  Hef búið mörg ár í DK. Á mínum vinnustað hjólar ca helmingur, restin notar almenningssamgöngur, gengur eða keyrir bíl. Svo langt er ég sammála Jan Gehl. En lengra nær það ekki. Ég bý nefnilega ekki í Kbh. Umferðin hér er ekkert sérstaklega mikil. Og þar sem það er mun auðveldara og þægilegra að setjast upp í bíl á morgnana, geri ég það. Einn af fáum á mínum vinnustað. En ég er líka Íslendingur, húðlatur og hef ekki þetta dna sem sem stýrir hugsun Dana um að ekki megi menga fyrir náunganum. Ég læðist einnig út á kvöldin og sprauta arfaeyði á stéttina hjá mér og glotti svo við tönn þegar ég sé nágrana mína hamast allt sumarið við að fjarlægja arfa.

 • Ég myndi vilja sjá stofnbrautavagna með rýmilegu hjólaplássi aftast í vögnunum,betra pláss en er núna og myndi örva samnýtingu strætós og hjóla.Stofnbrautavagnarnir væru stórir , og væru ca.helmingur sæti og helmingur fyrir hjól og vagna.Síðan væri annnað strætókerfi sem gengi inn í hverfinn og væru það hefðbundnir og minni vagnar .Það gengur t.d. enginn vagn Reykjanesbrautina.

 • Kristinn Leifsson

  Gríðarlega inspírerandi! Ég styð tillögu Lilju, en til að flýta svona framkvæmdum og styðja við hjólamenningu mætti kannski smíða brýr sem aðeins eru ætlaðar hjólandi og gangandi. Væri það ekki mun fljótunnara og þægilegra í borgarskipulagi? Sé fyrir mér að Álftnesingar gætu lagt bílum í stórum stíl ef það kæmi brú yfir í vesturbæ Reykjavíkur. Brú yfir í Grafarvog sömuleiðis. Vonandi verða svona framkvæmdir partur af lagningu hjólreiðastíga í Reykjavík á allra næstu árum, en mér skilst að það sé stefnt á að fimmfalda hjólreiðastíga í Reykjavík á næstu fimm árum.

 • Gísli Marteinn og fl. hafa sýnt framá að einkabíllinn er næststærsti útgjaldaliður fjölskyldunnar. Einkabíllinn er óhagkvæmur fyrir samfélagið og einstaklinga.

  Ég sting uppá að byggðar verði brýr sem ræddar hafa verið á þessum vef milli Álftaness, Kársness og Vatnsmyrar ásamt Sundabrú verði eingöngu ætlaðar gangandi, hjólandi, strætó og leigubílum

 • Það skiptir auðvitað máli að það eru 180% álögur á bíla. Það er galskapur að halda öðru fram.

 • Stefán: Það er ekki rétt að kostnaður sé alltaf undirliggjandi, alls ekki.
  Ég, og margir aðrir, nota ekki bíl vegna þess að það er skemmtilegra, ég fæ daglega hreyfingu, ég þarf ekki að leita að bílastæði, og þar sem að Reykjavík er lítil borg þá kemst ég á flesta áfangastaði á innan við 15 mín. 🙂

 • Stefán A

  Jan bregst bogalistin ef hann segir að kostnaður skipti ekki miklu máli. Kostnaður er alltaf undirliggjandi við val á ferðamáta sem og öðru.

 • Stefán Guðmumdsson

  Ef helmingur fullorðinna Kaupmannahafnarbúa hjóla í vinnuna þá spyr maður hvernig ferðast hinn helmingurinn?

  Sennilega gengur svona 10-15% og um 30-35% fara með strætó, Metró eða S-tog.

  Þá eru sennilega undir 10% sem nota einkabílinn í borginni við sundið til þess að sækja vinnu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn