Fimmtudagur 16.06.2011 - 12:15 - 4 ummæli

Skemmtiefni um skipulag

Hér er bráðskemmtileg skrípamynd frá árinu 1948 þar sem er verið að lýsa þeim hugmyndum sem liggja að baki svokallaðra „New Towns“ á Bretlandseyjum.

Þarna er tekið á mörgum grundvallaratriðum í borgarskipulagi sem enn eru í fullu gildi þó myndin sé orðin 63 ára.

Myndbandið er  skemmtilegt og margir geta ýmislegt af því lært. Sem dæmi er þarna lagt til að séð sé fyrir matvöruverslun í íbúðahverfum.

Í vesturbæ Reykjavíkur hefur helstu matvöruverslunum verið beint út úr íbúðahverfinu og út á Granda þar sem samkvæmt skipulagi er stefnt að  hafnar- og iðnaðarstarfssemi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Í þessu skipulagi er gengið útfrá því að nærveru eiturspúandi verksmiðja, en hvað ef þær eru ekki til staðar. Er þetta skipulag ekki orðið andstæða sín – óumhverfisvænt. Þetta skipulag kallar á almenna bílaeign og mikla orkunotkun. Einnig mjög skrítna bæjarmynd þ.s. manni líður eins og maður sé hluti af verkfræðilegri heildarlausn. Heildarlausn byggða á iðnaðarframleiðslu og ódýrri orku.

    Við að horfa á þetta myndband þá byrjaði ég að raula Littla Kassa eða Little Boxes eftir Malvina Reynolds. Síðan var Big Yellow taxi eftir Joni Mitchel þarna líka.

    Skemmtileg lög um skipulagsmál.

  • Stefán Guðmundsson

    Fyrir nokkru var hér pistill um kennslu í byggingarlist og skipulagsfræðum í grunn- og framhaldsskólum til að skapa skipulagsvitund hjá borgurunum. Þetta myndband er upplagt fræðsluefni um skipulag, bæði fyrir börn og fullorðna.

  • Hverfisknæpurnar??? Hvað varð um þær? Það var eins og einhver grendarkynning eða aðgerðarsinnar hafi bolað þeim burt. Annars lofaði þetta góðu en það brást með hverfisknæpurnar.

  • María Sigurðardóttir

    Það þarf tæra snilligáfu til þess að geta gert umfjöllun um skipulag skemmtilega.

    Það teks hér.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn