Fimmtudagur 04.06.2015 - 01:39 - 10 ummæli

Spennandi öríbúð – aðeins 25m2

Zoku by Concrete

Nú er landverð og byggingakostnaður orðinn svo hár í miðborgum vestrænna borga að venjulegt launafólk hefur varla efni á að búa þar. Fjárfestar og hönnuðir hafa brugðist við þessu og minnkað íbúðirnar þannig að fólk hafi efni á að búa í miðborgunum.  Þessi þróun hefur gerst hægt en markvisst.

Menn hafa byggt litlar íbúðir í marga áratugi en nú eru hönnuðir að einbeita sér að því að nýta þessa fáu fermetra sem best með margskonar útsjónarsemi og nægjusemi.

Maður sér margskinar útfærslur af þessu á veraldarvefnum.

Hér fylgja myndir af einni í Hollandi. Þetta var hugmynd sem þróaðist sem stúdentagarður en er íbúðahótel með 133 íbúðum sem eru aðeins 25 m2 hver. Þarna er svefnherbergi, stofa, baðherbergi, vinnuaðstaða, borðstofa og eldhús með ísskáp, uppþvottavél, eldavél og vaski.

Allt á 25 fermetrum!

Aldeilis frábærar íbúðir sem flestir einstaklingar og barnslaust pör geta verið ánægð með. Upplögð fyrsta íbúð og kjörin lausn fyrir fráskilda.

Ekki er leyfilegt að byggja svona hús hér á landi vegna ákvæða í byggingareglugerð.

Myndirnar skýra sig að mestu sjálfar.

Sjá einnig:

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/07/04/micro-ibudir/

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/07/09/micro-einbylishus/

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/07/17/micro-hus-micro-lodir/

 

 

 

Zoku by Concrete

Svefnaðstaðan er hilla sem gengið er upp á um útdreginn stiga. Rúmið er 180 cm á breidd.

Zoku by Concrete

Vinnuaðstaðan er á ganginum í útskoti sem nægir fyrir alla venjulega tölvu- og  skrifstofuvinnu.

Zoku by Concrete

Zoku by Concrete

Zoku by Concrete

Zoku by Concrete

Zoku by Concrete

Zoku by Concrete

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Fyrst dáist maður af faglegri og fallegri hönnun og skemmtilegri hugmynd, svo vill maður vita meira. Þá kemur í ljós að myndirnar sýna 30 ferm (nettó) hótelíbúðir til lengri eða skemmri útleigu án svala en með aðgengi að sameiginlegum rýmum svo sem veitingastað, leikherbergjum, fundarherbergjum o.fl. Lofthæð er aukin (ca 320 cm?) og svefnaðstaða á efra plani þar sem heitt loft og matarlykt safnast fyrir og fataskápar og aðrar hirslur eru takmarkaðar.

    Tveggja herbergja búðir í Verkamannabústöðum við Ásvallagötu eru innan við 40 ferm nettó og innan við 50 ferm birt flatarmál. Þessar íbúðir eru minni að rúmmáli en hótelíbúðirnar en njóta birtu og loftræsingar úr tveimur gagnstæðum áttum. Þetta eru alvöru íbúðir og mjög eftirsóttar. Að mínu mati betri lausn fyrir almennan húsnæðismarkað en hótelíbúðirnar.
    http://livezoku.com/

  • Faðir unglings

    Ef svona íbúð væri til í mínu hverfi mundi èg kaupa hana strax fyrir unglinginn minn sem varla er í húsum hafandi um þessar mundir eins elskulegur og yndæll hann er að jafnaði! Íbúðir eru almennt hryllilega einsleitar og passa inn í staðallímynd en ekki breytilegar þarfir venjulegs fólks. Fokking fokk reglugerðafrumskógur

  • Gunnar Gunnarsson

    Þetta er ein ástæðan fyrir því að meðal og láglaunafólk á Landspítalanum, hótelunum og í ferðaþjónustunni mun ekki búa í göngu eða hjólafæri frá vinnustaðnum. Það er of dýrt! Þau munu búa í úthverfunum þar sem húsnæðiskostnaður er minni.

  • Hilmar G.

    Gæti vel hugsað mér að búa svona.

  • Margrét

    Vona vil ég búa!

  • Björn Karlsson

    Sæll Hilmar Þór og takk fyrir mjög áhugaverðan pistil. Við starfsmenn Mannvirkjastofnunar lásum hann með miklum áhuga, en erum ekki sammála því að byggingarreglugerð hindri sambærilegar lausnir.
    Samkvæmt okkar skilningi þá er leyfilegt að byggja svona íbúðir í íbúðahóteli, svo lengi sem tíunda hver íbúð sé hönnuð á grundvelli algildrar hönnunar.
    Þær breytingar sem gerðar voru á byggingarreglugerð í mars 2014 gera það að verkum að hægt er að byggja íbúð með fullu aðgengi sem er að lágmarki 21,6 fermetrar, en þá þarf að bæta við tveggja fermetra geymslu og hlutdeild í sameiginlegu þvottahúsi. Þannig teljum við að hægt sé að byggja íbúðir sem eru að lágmarki um 25 fermetrar að stærð nettó. Til margra áratuga var minnsta íbúð sem hægt var að byggja skv byggingarreglugerð 36,2 fermetrar nettó, en með ofangreindri breytingu er búið að rýmka þessa lágmarkskröfu verulega.
    Takk aftur fyrir góðan pistil, blogg þitt er næstum eini umræðuvettvangurinn um þessi mikilvægu samfélagsmál.

    • Hilmar Þór

      Þakka þér svarið, Björn, og upplýsingarnar.

      Þið vinnið ykkar vinnu vel hjá mannvirkjastofnun.

      Ég er hinsvegar í miklum vafa um að embættismenn hjá byggingafulltrúaembættum væru jafn jákvæðir og þið. Èg veit líka að aðrar kröfur eru gerðar til ibúðahótela og stúdentaíbúða. Ég átti hér við íbúðir fyrir almennan markað.

      En pistillinn var fyrst og fremst hugsaður til þess að vekja athygli á sífelldri hækkun íbúða erðs í miðborgum og afleiðingum þess.

      Ég þakka þér fyrir þátttöku í umræðunni. Það er mjög mikilvægt.

    • Rúnar Ingi Guðjónsson

      Ég get vottað að starfsmenn Mannvirkjastofnunar litu mjög jákvætt á hugmyndir fagfélaganna og nýttu sér þær þegar breytt útfærsla á Byggingareglugerð kom út á vormánuðum 2014

      Ein af nýjum hugmynd um breytta útfærslu BR hefur verið að reyna að flokka íbúðir niður eftitr stærðum.

      T.d. mætt hugsa sér að til yrði hugtakið íbúðarherbergi,sem gerði ráð fyrir að tengi fyrir þvottavél í eldhúsinnréttingu og góður skápur kæmi í stað sér herbergja fyrir þvottahús og geymslu?

  • Rúnar Ingi Guðjónsson

    Það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir eru uppi,núna þegar búið er að gefa út að endurskoða þurfi BR með tililit til lækkunar á byggingakostnaði. Það þarf reyndar einnig að íhuga hvernig hægt er ná meiri samstöðu um sanngjarnari gjaldheimtu meðal allra sem eru að „Blóðmjólka“ húsbyggendur. Lóðargjöld,gatnagerðagjöld,skipulagsgjald,byggingaleyfisgjald,sölulaun fasteignasala,stimpilgjöld og hár fjármagnskostnaður eru ein megin ástæða þess að byggingakostnaður er óeðlilega hár, Byggingareglugerðin endurspeglar sennilega frekar kröfur sem flestir eru sammála um að þurfa að vera til staðar,en það eru nokkrir þættir þar sem hönnuðir hafa frjálsari hendur með að útfæra.

    Ennþá er grunnkröfur íbúða eru alltaf þær sömu, að hægt sé að þrífa sig,útbúa mat og sofa. Svo má setja spurningarmerki við opinbera kröfu um lágmarks pláss til að geyma dótið sitt ?

  • Þórunn Valdimarsdóttir

    Þarna er greinilega verið að hugsa um notkunina og praktíkina. Þessi íbúð er rúmbetri en margar 50 fermetra íbúðir!!!!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn