Þriðjudagur 19.03.2019 - 13:29 - Rita ummæli

Vel heppnuð uppbygging innan Hringbrautar

Vel heppnað í Reykjavík

Það hefur ýmislegt verið vel gert í endurbyggingu, endurnýjun og nýbyggingu í eldri hverfum Reykjavíkur undanfarin örfá ár.

Ég nefni til dæmis autanverðu Hafnarstræti sem myndin er af efst í færslunni.

Þarna hefur húsaröðin norðan götunnar veri nánast öll endurnýjuð og byggð upp fyrir nýja starfssemi og með öllum nútíma kröfum um gæði og þægindi Þetta sýnir og sannar það sem oft hefur verið sagt að það er ekki nauðsynlegt að rífa hús þó svo að skipt sé algerlega um starfssemi í þeim eða að þeu séu orðin tæknilega úrelt. Þó framámenn í byggingalistinni hafi haldið þessu öðru fram þá er það bara ekki rétt að hús úrleltist svo mikið að þeim sé ekki við bjargandi. Það er nánast eingöngu vegna skipulags sem nauðsynlegt er að rífa hús. En því er samt þannig háttað að með vandaðri skipulagvinnu gefst nánast alltaf tækifæri til þess að lágaefa gömlum byggingum framhaldslíf.

Vestast í Tryggvagötu á svokölluðum Naustareit er annar staður í gamla bænum þar sem hefur átt sér stað mikil og vel heppnuð uppbygging. Þar hefur átt sér stað mikil uppbygging þar sem nýbyggingum og gömlum húsum er fléttað saman þannig að mikil bæjarprýði er af.

Hjartagarðurinn og húsin þar í kring eru líka gott dæmi um velheppnaða uppbyggingu. Þar hafa húsin á reitnum milli Hverfisgötu, Klapparstígs, Laugavegar og Bergstaðastrætis verið endurgerð og byggð ný inn á milli með þeim hætti að mikil harmonía ríkir á reitnum sjálfum og hann nátengdur staðaranda Reykjavíkur eins og við þekkjum hann og viljum hafa hann.

Verið er að byggja hús á tveim stöðum í miðborginni sem taka að vissu marki mið af staðaranda Reykjavíkur. Það eru íbúðahúsin vestast í Austurhöfn nánast á hafnarbakkanum sem sækja innblástur í skilgreiningu arkitektanna Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálsonar á staðaranda Kvosarinnar. Þarna er húsunum skipt í stuttar einingar með mismunandi áferð. Efnisval og litir skapa nauðsynlegt uppbrot sem hæfir göngusvæðum eins og Jan Gehl hefur bent á að sé grundvallaratriði i göngugötum.

Maður horfir líka með spenntur eftir niðurstöðu uppbyggingar á horni Vonarstrætis og Lækjargötu þar sem verið er að byggja mikil hús sem leitast hefur verið við að hanna í samræmi við staðarandagreiningu sem menn hafa verið nokkuð sáttir við í meira en þrjá áratugi og var mörkuð í Kvosarkipulaginu frá 1988.

Hafnarstræti austast þar sem það mætir nú Tryggvagötu. Þarna eru ný og gömul hús saman í fullkominni friðsæld og bera mikla virðingu hvort fyrir öðru.

Vestast í Tryggvagötu á svokölluðum Naustareit er annar staður í gamla bænum þar sem hefur átt sér stað mikil og vel heppnuð uppbygging. Þar hefur átt sér stað mikil uppbygging þar sem nýbyggingum og gömlum húsum er fléttað saman þannig að mikil bæjarprýði er af. Þarna er nú hótel sem er reitað niður í stuttar húshliðar eins og eikennir Kvosina og er lykilatriði í göngugötum og þar sem er seitlandi bifreiðaumferð.

Myndin að ofan og næstu tvær að neðan eru af svokölluðum Hjartareit. Hjartagarðurinn og húsin þar í kring eru líka gott dæmi um velheppnaða uppbyggingu. Þar hafa húsin á reitnum milli Hverfisgötu, Klapparstígs, Laugavegar og Bergstaðastrætis verið endurgerð og byggð ný inn á milli með þeim hætti að mikil harmonía ríkir á reitnum sjálfum og hann nátengdur staðaranda Reykjavíkur eins og við þekkjum hann og viljum hafa hann.

 

Maður er líka spenntur eftir niðurstöðu uppbyggingar á horni Vonarstrætis og Lækjargötu þar sem verið er að byggja mikil hús sem leitast hefur verið við að hanna í samræmi við staðarandagreiningu sem menn hafa verið nokkuð sáttir við í meira en þrjá áratugi og var mörkuð í Kvosarkipulaginu frá 1988.

Íbúðahúsin vestast í Austurhöfn, nánast á hafnarbakkanum sækja innblástur í skilgreiningu arkitektanna Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálsonar á staðaranda Kvosarinnar. Þarna er húsunum skipt í stuttar einingar með mismunandi áferð. Efnisval og litir skapa nauðsynlegt uppbrot sem hæfir göngusvæðum eins og Jan Gehl hefur bent á að sé grundvallaratriði i göngugötum. Manni sýnist jafvel litapallettan sé sótt í Kvosina. Rauði liturinn gæti verið frá gamla Pósthúsinu í Pósthússtræti, sá grái frá Reykjavíkur apóteki og víðar o.s.frv. hvíti og ljósu litirnir eru algengir á svæðinu.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn