Þorsteinn Eggertsson rithöfundur og ljóðskáld tekur skemmtilega samlíkingu þegar hann gagnrýnir þann ofsaáróður sem rekinn er gegn ESB.. Líkir hann stöðunni við það að íbúar minnsta hússsins í götunni vili ekki vera fullgildir meðlimir í samstarfi íbúanna í götunni heldur vilji allt sér.
Af því að forysta yngri og eldri bænda beitir sér það taumlaust gegn Evrópusambandinu að margir lesendur bændablaðsins missa svefn af hræðslu við hugsanlega aðild mætti taka það dæmi að fólkið á minnsta bænum í sveitinni vildi ekki taka þátt í samstarfi félagsheildarinnar, gæfi ekki kost á sér í sveitarstjórn og fjallskilanefnd en yrði þó engu að síður að taka þátt í leitum, vatsveitu og öðru slíku, og væri bundið helstu samþykktum án þess að vilja hafa nokkur áhrif á þær. Fólkið á bænum væri sannfært um að sveitungarnir vildu þeim ekkert nema illt eitt, ásældust heimalöndin, túnin, dráttarvélarnar og kýrnar. Spurðir af hverju það hefði ekki gerst á öðrum bæjum að þeir stóru ryddust yfi r hina minni verður fátt um svör og vantrúarsvipur færist yfir þegar það er nefnt að samstarfið væri einmitt byggt upp með það í huga að hindra slíkt.
Annars held ég að breytingar verði á íslenskum landbúnaði við inngöngu, sumar greinar munu styrkjast meðan aðrar veikjast. En þessar breytingar verða hvort sem er vegna alþjóðlegrar þróunar og gætu komið illa við bændur ef við kjósum að standa utan við ESB þar sem ýmis konar sérstakar ástæður verða innan sambandsins taldar okkur til tekna og áhersla ESB á menningu og sérstöðu svæða koma okkur til góða.
Þetta er hárrétt Baldur. Ég hef satt að segja undrast þann öfgafulla málflutning sem fram kemur í t.d. Bændablaðinu um hugsanlega aðild Íslands að ESB og áhrif þess á íslenskan landbúnað. En þetta hefur ekki alltaf verið svo. Árið 2003 kom út ágæt skýrsla um íslenskan landbúnað í alþjóðlegu umhverfi en þar er aðallega fjallað um áhrif ESB aðildar á íslenskan landbúnað (má nálgast á vefsíðu Utanríkisráðuneytisins). Þar er fjallað á malefnalegan hátt um áhrif ESB aðildar á einstakar greinar landbúnaðarins og borið saman við áhrif í þeim löndum sem gerst hafa aðilar að ESB s.s. í Finlandi og Möltu. Niðurstöður Evrópunefndar 2007, undir forystu Björns Bjarnasonar, er snertir landbúnað, er í anda þessarar skýrslu. Og hverjir voru að semja þessa skýrslu, jú Ari Teitsson, fv. formaður Bændasamtakanna og Erna Bjarnadóttir sem enn starfar hjá Bændasamtökunum !! Það er orðið löngu ljóst öllu skynsömu fólki, og veit að það er mikið af því í bændastétt, að það þarf að gera hér uppstokkun á stuðningskerfi landbúnaðarins og færa það meira til þess sem er gert nú í ESB, að aftengja stuðninginn framleiðslunni vegna offramleiðslu, en gera bændum kleift að búa áfram á jörðum sínum, s.k. grænir styrkir. Nú er svo komið (og hefur verið um nokkurt skeið) að um 1/3 hluti af kindkjötsframleiðslunni er umfram innanlandsneyslu. Á sama tíma eykst neyð sauðfjárbænda!
Sem guðfræðingur ættir þú að setja ESB í biblíulegt samhengi. Þetta er greinilega verk Satans. Meira að segja þinghús sambandsins er eftirmynd Babelturnsins 🙂
Sem prestur reyni ég að sefa ótta bænda. BKv. B
Ótinn er enn og aftur notaður til að stjórna, halda fólki niðri. Hvert sem litið er hefur svo verið um aldir. Lántakendur óttast innheimtuaðgerir, skerðingu framfærslu, missa eignir, laskað mannorð og allt mögulegt sem því tengist.
Bændur eru að því leiti með sérstöðu að sumir sitja á jörðum foreldra/forfeðra og er þá aðbregðast þeim (sem er auðvitað ekki rétt)
Innheimtuaðgerðir fyrri tíma snérust um að skerða afkomu – skert afkoma þýddi skort – sem þýddi hungur – sem leiddi til dauða. Þó þessi sé ekki raunin í dag, þá lifa gamlar hugsanir og gamlar setningar sem fólk heyrði í æsku, góðu lífi í undirvitund fólks.
Það er því mun auðveldara að hræða bændur með ESB (eða einhverju öðru) en aðrar stéttir þessa lands.
Ekki vegna þess að bændur séu heimskir, auðtrúa eða ílla menntaðir.
Þeir hafa einfaldlega annann bakgrunn margir hverjir.