Útlendingar eru farnir að flýja land vegna ofsókna. Fólk sem sýnilega er af erlendum uppruna kvartar undan einelti, störun og misrétti. Fólk sem er svart á litinn hefur sagt mér ljótar sögur af framkomu Íslendinga. Hvað er í gangi? Miðar okkur afturábak? Fer skrælingjahópurinn hér stækkandi?
Og þegar Múslimar fá loks leyfi til að byggja mosku í Reykjavík eftir tíu ára bið og baráttu þá kemur fólk sem maður hélt að væri með fullu viti fram og vill koma í veg fyrir slíkt. Menn virðast ekki skeyta um að hér er trúfrelsi samkvæmt stjórnarskrá. Að aðild okkar að Mannréttindasáttmála Evrópu leiðir að við verðum að iðka það trúfrelsi(ekki fara að tala um þjóðkirkju NÚNA). Í Noregi er 90 moskur. Þeir eru þjóð meðal þjóða. Iðka trúfrelsi eins og aðrir Skandinavar. Ætlum við ekki að gera það eða höfumvið einangrast hér sem eitthvert fyrirbrigði?
Góð pæling . .
. . sé ekki annað en „skrælingja- og hænsnahegðun“ sé hér um allt , , , og óttast að vera beinlínis samsekur . . . vegna „aðgerðaleysis“ . . og þannig samþykkis . . .
Er það ekki grunntónn í báðum trúarbrögðum, kristni og islam, að þú gerir vel við meðbræður þína?
Það ræður enginn sínu þjóðerni fremur en kynhneygð eða litarhætti.
Það er því miður staðreynd að útlendingahatur er til hér á landi. Fordómar beinast einkum gegn fólki af öðrum kynþáttum. Útlendingahatur er þekkt í nánast öllum löndum. Ástandið í Frakklandi talar sínu máli. Í kreppu og atvinnuleysi koma fordómar skýrar fram. Ef fólk flýr land vitnar það um vanmátt lögreglu. Ofbeldið er alls staðar í íslensku samfélagi; morð, nauðganir, rán, íkveikjur, einelti,,,,. hrunið hefur sýnt okkur að hvítflibbaglæpir eru útbreiddir. þar eru engir búðarþjófar á ferð! Útlendingar hafa lengst af verið fámennir hér á landi og þess vegna ekki ögrað mörgum. Það hefur mikið breyst á síðasta áratug.
Öll umræða hér á landi þessi dægrin og framkoma manna í garð hvers annars bendir eindregið til þess að við séum að þróast í samfélag skrælingja – slíkt að umfangi var hrunið.
Kveðja að norðan.