Föstudagur 01.10.2010 - 10:27 - Lokað fyrir ummæli

Evrópska módelið!

Evrópska módelið er samfélag sem viðurkennir það í orði og verki að einstaklingarnirnir eru mismunandi, koma frá mismunandi stöðum, hafa mismunandi húðlit, hafa mismunandi trú eða enga, eru af mismunandi kyni, hafa mismunandi kynhneigð. Þetta er fjölmenningarsamfélag þar sem lög og reglur gilda jafnt fyrir alla. Gagnvart ríkinu allir jafnir. Aðgangur að baðstöðum og diskótekum og annarri þjónustu jafn fyrir alla.  Bannað að mismuna fólki.  Þessi atriði ætti allt heiðvirt fólk að hafa í huga og ef við ætlum að reisa nýtt Ísland þá verður það vonandi á þessum grunni. Ekki á grunni einangrunarhyggju, rasisma, misréttis og aulaskapar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Uni Gíslason

    Þú veist að Danir hugsa svona um Íslendinga núna og vilja helst senda þá heim, þegar þeir koma þangað.

    Ahahaha nei. Fyndið hvað pólitiskt rétthugsandi fólk er tilbúið til að ljúga blákalt bara til að réttlæta heimsmynd sína. Fyndið og ‘scary’.

    Annars er ‘Evrópska módelið’ miklu evrópskara en bara upptalning af æskilegum útópískum gildum. Evrópa er fjölmenningarsamfélag í orði. Þ.e.a.s. yfirleitt þola evrópubúar menningu hvors annars – en ég er ekki að ljóstra neinu upp þegar ég bendi á að það er grunnt á þolinmæði gagnvart óevrópskri menningu.

    En hvað varðar sígaunana, tja þetta fólk var í fréttunum nú í vikuni fyrir að ræna ungum börnum, beita svo ofbeldi til að valda raunar permanent líkamlegum skaða, svo börnin vektu meiri samúð þegar þau voru gerð út til að betla.

  • Þetta fólk…já Uni…það er verkurinn… þetta fólk…..fjöldamargir Roma..já rosalega margir voru alls ekki að gera neitt nema að burðast við að lifa eins og ég og þú. Kv, B

  • Baldur Ragnarsson

    „Mér“ hlakkar líka … Nei, bíðum aðeins…

    Byrjum upp á nýtt. Ég hlakka til þess. Evrópska.

    Helmingur flekans okkar er á Ameríkuplötunni. Hinn á Evrópuplötunni. Hvorum megin viljum við vera?

    Svona án rökstuðning, vil ég heldur vera Evrópumegin. Kann að vera rétt sem Harry Lime sagði í mynd Orson Wells, að Sviss hefði ekkert að bjóða heiminum annað en osta, súkkulaði og gauksklukkur.

    Samt sem áður er það nú Sviss sem er fyrirmynd ES. Hundruðir ára af friðsemd og spekt er ekkert til að hlæja að. Vel af sér vikið fyrir fjölmenningarsamfélag.

    (Gengu samt alltof seint inn í S.Þ. og veittu ekki konum kosningarétt fyrr en 1970. Og eru núna að drukkna í öllum þessum „tvíhliða samningum“ við ES…)

    En þeir ERU nú einu sinni fjármálaveldi. Sem suma dreymdi um að við yrðum (á „nótæm“) …

    Hygg að jafnvel Sviss muni (um síðir) ganga í ES. 707 árum á undan okkur.

    Enda erum við óttalegir asnakjálkar sem syrgjum ársins 2007 og McDonalds…

  • Baldur Ragnarsson

    ‘árið 2007’ átti þetta að vera! Eignarfallssýki! Með áherslu á EIGN…

    Hættur, farinn að sofa!

Höfundur