Evrópska módelið er samfélag sem viðurkennir það í orði og verki að einstaklingarnirnir eru mismunandi, koma frá mismunandi stöðum, hafa mismunandi húðlit, hafa mismunandi trú eða enga, eru af mismunandi kyni, hafa mismunandi kynhneigð. Þetta er fjölmenningarsamfélag þar sem lög og reglur gilda jafnt fyrir alla. Gagnvart ríkinu allir jafnir. Aðgangur að baðstöðum og diskótekum og annarri þjónustu jafn fyrir alla. Bannað að mismuna fólki. Þessi atriði ætti allt heiðvirt fólk að hafa í huga og ef við ætlum að reisa nýtt Ísland þá verður það vonandi á þessum grunni. Ekki á grunni einangrunarhyggju, rasisma, misréttis og aulaskapar.
Held að evrópska módelið snúa meira að orði en verkum í þessu samhengi.
Það er prófsteinn á þessi gildi í máli Frakklands og sígaunafólks þessa dagana.
Annars eigum við að geta tileinkað okkur þessi góðu gildi án þess að ganga í Evrópusambandið.
Mér hlakkar ægilega til að vera Þegn í fjölmenningasamfélaginu þegar hingað verða komnir 100.000 þeldökkir, þar af helmingur múslimar. Mikið verður gaman.
Persónulega finnst mér öll anti umræða um ESB fáránleg, Íslendingar flyja nú í stórum stíl til ESB landa.
Menn kvarta og grenja yfir Íslandi og meðferð stjórnvalda á almenningi en vilja samt ekki gera nokkurn skapaðan hlut til að breyta hlutunum.
Menn vita að landið er of lítið til þess að stjórna sér sjálft, við verðum að hafa siðferðisleg gildi sem er framfylgd af ESB, það er bara staðreynd.
Ísi // 1.10 2010 kl. 11:29
Þetta er náttúrulega hrikalega móðgandi komment, og sýnir hvað þér hefur verið skapað lítið af gáfum. Þú veist að Danir hugsa svona um Íslendinga núna og vilja helst senda þá heim, þegar þeir koma þangað.