Þriðjudagur 05.10.2010 - 19:33 - Lokað fyrir ummæli

Yzta vinstrið í liði með eignastéttinni!

Við þurfum að finna lykt af réttlæti.  Tugþúsundum saman höfum við horft upp á lánin okkar vaxa  og eignir okkar verða að engu.  Okkur finnst með réttu að við séum að borga hrunið með endalausu striti okkar. Mörg okkar óttast að flæmast burt af heimilum okkar. Það er þessi skortur á réttlæti sem gerir okkur reið.  Ekki bara þau okkar sem standa í biðröðum eftir mat.  Ekki bara þau okkar sem óttast um heimili sín. Heldur okkar allra sem sjáum fram á að síga oní gröf okkar í heilu lagi eða nýbrennd án þess að skilja neitt eftir  handa börnum okkar.  Með striti okkar borgum við fjárglæfra í skjóli barnalega vitlausrar hugmyndafræði frjálshyggjunnar.

Og þau okkar sem eru ung og lifa það að skríða upp úr núverandi ráni,  þeirra bíður ný kreppa þar sem gengislækkun færir enn til peninga og eignir í samfélaginu frá fjöldanum til hinna betur settu.  Og þess vegna er svo sárgrætilegt að sjá yzta vinstrið ganga í lið með eigna- og valdafólki lýveldisins í því að halda okkur utan þess skjóls sem evran gæti orðið okkur sem fullgildum meðlimum í samstarfi frjálsra ríkja í Evrópu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Uni Gíslason

    Ég gæti ekki verið meira sammála, þetta er tragískt.

  • Held að sá íslendingur sé ekki til sem veit ekki að meintir vinstri og jafnaðarmenn standa bara fyrir innistæðu og fjármagnseigendur.

    Þeir settu neyðarlög á skattgreiðendur með xD og innheimta þau í gegnum stökkbreyttar skuldir heimilana og góflega rýrð lífsgæði almennings.

    Kalla það svo lausn að bjóða fjölskyldum að búa í nokkra mánuði fyrir okur leigu í húsnæði sem var bókstaflega rænt af þeim.

    Viðbjóðurinn er alger. Í boði fjórfokksins.

  • Torfi Stefansson

    Þú ert nú meiri tækifærissinninn sr. Baldur.
    Yrsta vinstrið segir þú og átt þá líklega við Vinstri græna. Mér sýnist nú frekar falla á flokk þinn, Samfylkinguna, í því að styðja hátekjufólkið í landinu. Amk sat sá flokkur í stjórn í Hruninu þegar lögð var höfuðáhersla á að tryggja vogunarsjóðina – og útrásarvíkingum óbeint hjálpað til að ræna bankana á síðsutu mánuðunum og forða sér með fenginn úr landi.

    Og fyndið er að heyra töfralausnina þína um að inngangan í ESB og upptaka evrunar muni tryggja hag lítilmagnans íslenska.
    Reyndin hefur jú verið allt önnur hvarvetna sem þjóðir hafa gengið í bandalagið. Auðmagnið styrkst á kostnað þeirra fátæku, atvinnuleysi stóraukist og svigrúm til að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu dregist mjög saman.
    Er ekki kominn tími til að þú farir að skrifa um eitthvað annað en pólitík, þó svo að ég sé nú ekki alveg viss um að þú sért nokkuð skárri á öðrum vettvangi?

  • María Kristjánsdóttir

    Æ, kæri Baldur, alltaf allt Vinstri Grænum að kenna- og þeim sem eru á móti ESB? Vertu nú ekki að taka undir þann söng.

Höfundur